Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Side 11

Fálkinn - 22.11.1961, Side 11
frægar tilvitnanir og fræg spakmæli. Af brosi hans réð hún það að hún hefði vakið hrifningu hans fyrir það hve les- in hún var Þegar hún var að leggja af stað, kom hann á járnbrautarstöðina með stóran blómvönd af orkideum. Hann fékk að kyssa á hönd hennar og hún viknaði þegar hann sagðist mundi sakna hennar mikið. Nú fyrst fannst henni að hún gæti sagt með sanni, að hún hefði lært að þekkja lífið. Það var ekki lengur byggt á draumum eða grun einum. Það var veruleiki, reynsla. Fyrir innilega beiðni hans hafði hún loks gefið honum udanáskrift sína í París, þar sem hún hafði ákveðið að setjast að fyrst um sinn. — Við eigum áreiðanlega eftir að hafa mikla þýðingu hvort fyrir annað hafði hann sagt. — Verið þér vissar um það. Og handtak hans og augnatillit hafði með töfrandi hlýju farið um hana. Veruleikinn, hinn lifandi heimur, var loksins orðinn hennar. Forleikurinn að lífi hennar hafði verið leikinn til enda Skröltið í hrað- lestinni var hátíðlegt, en angurblítt útgöngulag Eitt misseri leið. Þá kom hann í heimsókn til hennar í París. Hún hafði oft hugsað um hann. Minn- ingarnar frá liðnum sumri komu oft upp í hug hennar. Endurómur frá síð- ustu orðum hans kváðu jafnan við í eyrum hennar: Við eigum áreiðanlega eftir að hafa mikla þýðingu hvort fyrir annað. Já, það var engan veginn útilokað. Hún var orðin fullkomlega sannfærð um það. að endurminningin um það sem var, mundi jafnan hafa mikla þýð- ingu fyrir hana. Þótt undarlega megi heita fann hún ekki til neinnar beizkju við tilhugsun- ina um það, að ef til vill fengi hún aidrei að sjá hann framar. Hún hugsaði sem svo: Betra er að lifa í ljúfri minningu en að lifa ekki. í raun og veru var hún þakklát örlög- unum — og það stóð auðvitað í sam- bandi við það, að enn þá kunni hún alls ekki skil á lífinu. Ef hún hefði lært að þekkja hið raunverulega líf, þá mundi hún varla hafa verið svo á- nægð með hinn rómantíska söknuð sinn. Þegar hann hafði tilkynnt hennj. komu sína, varð hún gripin af miklum taugaóstyrk. Hún gat alls ekki gert sér í hugarlund, hvernig slíkum endui- fundi mundi reiða af. Til að byrja með hneigðist hún helzt að því að biðja hann um að koma ekki, — en það var eitthvað í rödd hans, sem gerði það sennilegt að hann kæmi, hvað svo sem hún sagði. Hún tók á móti honum með tilfinn- ingum, sem blandaðar voru kurteisi og innileika, að því er henni fannst. Hún bar á borð fyrir hann, og hún sagði honum, að hún hefði lesið síðustu bók hans, sem bar nafnið „Rose du Prov- ince“ Hann hafði sent henni hana með eig- inhandaráritun. Bókin var hrífandi kvenlýsing, sem hann hafði fengið á- gæta dóma fyrir. Isobel lýsti með mörgum orðum hrifningu sinni á bókinni. Hún leyfði sér þó að efast um, að slíkar konur, sem bókin lýsti, væru til. Barnsleg sál frá afskekktu sveitaþorpi. Yndisleg og kvenleg — en barnaleg. — Lýsing yðar á þessari konu, sagði hún og hrukkaði ennið lítið eitt, eins og hún væri að leita að réttu orði eða setningu: — Það var einhver setning eða orð, sem hún hafði lesið einhvers staðar og vildi nota, — er öllu heldur lýsing á draum mannsins um konuna, heldur en lýsing á konunni í sjálfri sér, er það ekki? Hann kinkaði kolli, en það var dá- lítil glettni í svipnum. Hann hafði nefnilega haldið, að Iso- bel mundi líta á bók hans sem óbeint bónorð. Hann var ástfanginn af henni, þessari litlu „Rose du Province" — ungu stúlkunni frá fjarlæga. afskekkta sveitaþorpinu. Bókin var mjög skáld- leg og full af lofi um Isobel, og þá teg- und kvenna, sem hún var fulltrúi fyrir. Hann var búinn að fá nóg af þessunr gæsilegu og alvitru heimsdömum. Hann hafði strax orðið hrifinn af Isobel og sérstaklega kunni hann að meta hinn skáldlega sveitablæ. sem hvíldi yfir henni Einmitt af þvi að all- ir aðrir á hótelinu, höfðu litið niður á hana með góðlátlegu brosi, hafði hún hrært streng í sál hans, sem lét meira og meira að sér kveða. Nú sá hann, að hann varð að geyma leyndarmál bókarinnar einn. Isobel mátti aldrei vita, að hún hefði verið Frh. á bls. 31. FALKINN 11

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.