Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Page 12

Fálkinn - 22.11.1961, Page 12
Þeir voru að sigla suður írska kanal- inn. Angandi gróðurilmur barst með suðvestanblænum frá ströndum írlands. Skýjafar var mikið. og skiptust á ljós og skuggar á sjónum. Dökkleitur skýja- bakki var í vestrinu, er lýstist, eftir því sem ofar dró. Yfirborð hans var toppótt og hæðótt, ekki ólikt því að sæi ofan á yfirborð skriðjökuls. Ásgeir horfði dreymandi á dýrð náttúrunnar, einnig varð honum tíðlitið yfir til Eyjunnar grænu, ættlands sumra forfeðra hans. Hann var viðkvæmur að eðlisfari og hafði næmt auga fyrir því, sem fagurt var. Það greip hann einhver tregða- blandinn söknuður. honum fannst hann svo yfirgefinn og einmana, á leið eitt- hvað út í óvissuna. Einhver óræð hula lá yfir framtíðinni, enginn vissi, hvað framundan var. Ef til vill mundi hann aldrei stíga fæti aftur á íslenzka grund, máski beið hamingjan hans hinum megin á hnettinum, — eða var honum ef til vill fyrirmunað að njóta nokk- urrar hamingju? Enginn gat skyggnzt inn í hið ókomna. þar dugðu engin rad- artæki. Sólin var að setjast yfir hæðunum í vestri. Skýjabakkinn varð fyrst Ijós- rauður, síðan dumbrauður og að síð- ustu fjólublár. Það olli honum nú að- eins trega að horfa á fegurð himinsins. Þegar hann sá eitthvað fagurt, kom alltaf yfir hann þrá eftir því að geta látið þá, sem honum voru kærastir, njóta fegurðarinnar með sér. Þeir voru þrjá daga um kyrrt í Liverpool. Hans fyrsta verk var að koma bréfinu til Eddu í póst, síðan ranglaði hann á knæpurnar með ,,litla“ og „stóra“, eins og hann kallaði félaga sína. Þeir voru alls staðar þaulkunn- ugir, og stóð ekki á leiðsögunni hjá þeim. Þeir voru giftir heima í Rotter- dam. en ekki var hægt á þeim að sjá, að það aftraði þeim frá að njóta lífsins í ríkum mæli, hvar í höfn sem þeir komu Ásgeiri gafst gott tækifæri til athugana á mannlegum breyskleika, hann varð víðsýnni og fannst hann 12 Sjómenn virðast heldur betur vera farnir að grípa til pennans í seinni tíð og er það vel. Fyrir nokkru kynnti FÁLKINN nýjan rithöfund úr sjó- mannastéttinni, Gísla Kolbeinsson, sem gefur út skáldsögu fyrir jólin. Nú hef- ur FÁLKINN aftur þá ánægju að kynna væntanlega sjómannasögu. Höf- undur er raunar ekki alveg nýr af nál- inni, en hefur þó verið lítt kunnur til þessa. Höfimdurinn nefnist Ragnar Þor- steinsson á Höfðabrekku og nýja sagan hans ber heitið: ORMUR í HJARTA. Áður hefur ein bók komið út eftir Ragnar, Víkingablóð, 1951. Einnig hef- ur Ragnar fengizt talsvert við smá- sagnagerð og fyrir skemmstu fékk hann bæði fyrstu og önnur verðlaun í smásagnakeppni Sjómannablaðsins Víkings. Ormur í hjarta er sjómannabók í þess orðs fyllstu merkingu,. skrifuð af manni, sem hefur kynnst lífinu frá sjónarmiði íslenzks alþýðumanns. — Hér á eftir fer tíundi kafli bókarinnar. eiga hægra með að fyrirgefa. Hann sá og reyndi, að það var ekki svo auðvelt undir öllum kringumstæðum að þræða vegi dyggðarinnar. Hver var hann, að hann skyldi dæma? Var hann svo hreinn sjálfur, að hann gæti kastað steinum að öðrum? Hvaða rétt hafði hann þá til að áfella? Honum komu í hug orð föður síns, er hann sagði við hann að skilnaði. Ef til vill hafði hann alltaf vitað um skipti móður hans og Englendingsins. Hann sat í klefa sínum síðasta kvöld- ið í höfn og hugsaði heim. Það var ekki laust við. að hann væri farinn að iðrast eftir flanið. Ef til vill hefði hann átt að tala við Eddu áður, fá skýringu frá henni sjálfri. Honum hafði í fljótfærni sinni fundizt, að hann gæti ekki þolað, ef hún tæki upp á því að skrökva til að sleppa úr vandanum. Hann hrökk upp úr þessum hugleið- ingum við, að hurðin var harkalega knúin. Inn úr dyrunum kom Kínverji, en þeir voru margir á skipinu- Hann var lafmóður og bar ótt á, svo að Ásgéir skildi ekki eitt einasta orð sem hann sagði nema ,,stóri Jan“, því að Kín- verjinn tyllti sér á tá og setti hendina fyrir höfuð. Það hlaut eitthvað að hafa komið fyrir. Ásgeir vissi, að þeir ,,litli“ og „stóri“ voru á kínverskri knæpu þar í hafnarhverfi skammt frá skipa- kvínni, og allt benti til, að þeir hefðu lent í ryskingum og það alvarlegum. Kínverjinn togaði í ermi Ásgeirs og sagði á einhverju hrognamáli: „ísland koma, hjálpa stóra Jan, hann biðja sjálfur, Kínamenn drepa.“ Ásgeir hugs- aði með sjálfum sér: Fjandinn hafi stóra Jan, hann ætti að geta séð sér farborða. Hví ætti ég að stofna mér í hættu í viðureign við þetta illþýði? En þetta var þó félagi hans. Mundi stóri Jan hafa liðsinnt honum undir sömu kringumstæðum? Hann efaðist um það. Hann yppti öxlum og hristi höfuðið framan í Kínverjann, en sá guli var ekki á því að gefast upp; Þegar hann sá, að hálfvelgja var í íslendingnum, tók hann upp aðra aðferð. Hann sagði ísmeygilega: „Kínamenn hræddir við ísland“ — en því nafni var Ásgeir ávallt nefndur um borð. „Kínamenn hætta. ef ísland kemur. ísland mikill bardagamaður.“ Ásgeiri þótti lofið gott hann gleymdi nú allri gætni. greip stóra járn-mel- spíru og arkaði af stað á eftir Kín- verjanum, sem virtist einkennilega friðelskandi. Hugsanir íslendingsins voru á ringulreið. Ýmist lá honum við að snúa við aftur og segja Kínverjanum að fara til fjandans eða hann reyndi að æsa upn í sér einhverja heift til þessara gulu djöfla, sem allir virtust eiga það sameiginlegt að hata hvita menn. Og ef til vill var það ekki alveg að ástæðulausu, það varð hann að viðurkenna. Hinir gulu voru látnir vinna erfiðustu verkin og verstu og fengu svo lægstu launin. En það var FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.