Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Side 14

Fálkinn - 22.11.1961, Side 14
1 ekki aðeins heyrt til útburða, heldur séð þá alloft, og er sagt að þeir gangi á öðru knénu og öðrum olnboganum, en hafi fætur og hendur kross- lagðar. Útburðir hafa oft þótt villa um menn engu síður en draugar, einkum á náttarþeli eða í þoku, og kosta kapps um að komast þrisvar í kringum menn, en ef þeim tekst það verður hver sá vitstola er fyr- ir því verður; fleira gjöra þeir iilt af sér ... Ekki eru útburð- ir klæðgöfugir og oftast eiga þeir að sjást með mórauðan lepp utan um sig; er það dula sú sem móðirin vafði barnið í ep hún bar það út. Endur fyrir laungu bar svo til á Húsafelli eitt sumar, að tvær dætur prestsins önnuð- ust selstörf í gili því er Selgil er kallað, ásamt smalanum. Hann hét Vigfús og var kall- aður Skriðu-Fúsi. Viðurnefni sitt bar hann af því að eitt sinn hafði hann vei'ið dæmdur fyrir afbrot — dæmdur til að skríða ævin- lega á fjórum fótum í annarra viðurvist. Þess vegna fór Fúsi oft liuldu höfði og lét víða ber- ast yfir fáfarna stigu. Almenn- íngsálitið taldi hann ófyrir- leitinn; jafnvel stórhættuleg- an; sagt var að hann tíðkaði að liggja í grennd við alfara- vegu og veina, unz fólk áleit að þar væri einhver slasaður eða barn í nauðum stat't. Með því móti átti hann að hafa náð kvenfólki á sitt vald og neytt það til lags við sig. Hvað sem því líður var Fúsi smali á Húsafelli þetta sumar og aðstoðaði dætur prests í selinu. Hann mátti taka til fótanna í kríngum búsmalann ærnar máttu sjá það. En að sjálfsögðu var til þess ætlazt að Fúsi skriði á fjórum þegar selstúlkurnar voru nærri. En hvernig nú sem það hef- ur atvikazt, mun Fúsi hafa skriðið eins nálægt þeim og hann komst: „Fúsi skreið heldur nærri prestsdætrum, og urðu þær báðar óléttar“ -----segir sagan. Sagan getur þess ekki hvert Fúsi lagði leið sína að endaðri sumardvöl á Húsafelli, en næst rekumst við á hann vestur í Kerlingarskarði í hríðarbyl um hávetur. Þá nótt er kom- ið á baðstofuglugga á Hjarðar- felli og vísa kveðin við raust; segir þar að Skriðu-Fúsi hreppti hel og úti dó á Kerl- íngarskarði; og menn fara í bítið að leita hans. Hann finnst dauður í kvíslum nokkr- um á fjallinu sem síðan heita Fúsaskurðir; þar sækir ógleði að ferðamönnum enda er stað— urinn auðnarlegur og ekki laus við slæðíng síðan. En snúum aftur í Selgilið á Húsafelli. í gil þetta liggur annað gil úr suðri með mikl- um gljúfrum og háixm hömr- um, er Teitsgil er kallað — og kennt við Fjalla-Teit þann er Heiðarvígasaga segir að: „lifði því líkara sem hann væri illdýri en hann væri maðr.“ Það varð ráð prestsdætra að þær ólu börn sín í selinu og báru þau út í Teitsgil. Hið hræðilega úrræði sem oft var neytt á liðnum öldum, að bera út börn, leiddi vo- veiflegar verur inní kynja- heim þjóðtrúarinnar: útburð- ina. „Þar sem börn eru út borin er sagt að heyrist ýlfur og vein mikið fyrir illum veðr- um; ýlfran útburða er svo leið og ámáttleg að til hennar er jafnað og kallað ámátlegt hljóð „útburðarvæl“ og að „væla eins og útburður“ ef illilega er æpt. Menn hafa Móðir mín í kví kví, kvíddu ekki því, því, ég skal ljá þér duluna mína að dansa í og dansa í, kvað útburðurinn á kvía- veggnum til móður sinnar, þegar hún kvartaði undan að eiga ekki föt til vikivakans. Til manns var ég ætluð eins Og þú, kvað útburðurinn á gluggan- um, þegar systir hans, sem fékk að njóta lífsins, hélt brúð- kaup sitt. Ofanskráð mimnmæli um skipti Skriðu-Fúsa af prests- dætrum í Selgili eru teingd við öndverða 18. öld eða nánar til- tekið prestskaparár séra Sig- valda Halldórssonar að Húsa- felli, 1736—1756. Eingin leið mun framar að dæma um sannleiksgildi þeirra; en trú- in á útburðina í Teitsgili var Þegar Guðný var Iftil var hún eitt sinn í smalamennsku. Þá var það sem henni virtist annar útburðurinn nálgast sig, hún tók á rás með hann á hælunum heim til bæjar ... ÍSL. FRÁSÖGN EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI U FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.