Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Page 16

Fálkinn - 22.11.1961, Page 16
— Minna! Gamla konan sat á skemli í búrinu. Hún fól andlitið í höndum sér, slitnum vinnuhöndum. — Minna! Hún hristi höfuðið. Fallegt hár hennar var snjóhvítt. Hún hafði á laun tekið sér ofurlitla hvíld, en nú var henni lokið. Hún þarfnaðist þessarar hvíldar. Hún var svo oft þreytt, þreytt eftir langa og erfiða æfi, útslitin eftir að hafa þjónað sömu fjölskyldunni allt sitt líf, fjölskyldu, sem var allsendis óskyld henni, en sem hún unni engu að síður. Hvernig mundi þessari fjölskyldu reiða af án hennar? Án vinnu hennar, umhyggju og hjálpar væri út um hana. Gamla apótekið við Bursagasse í Túbingen var heimur gömlu konunnar. Hér hafði hún búið í næstum fimmtíu ár, verið allt í senn: Þjónustustúlka, ráðskona, stjúpmóðir og hinn góði andi hússins. En þetta litla búr átti hún sjálf. Hingað gat hún öðru hverju leitað hælis. Hér sá hana enginn. Hér gat enginn fundið hana. Hér gat hún setið á skemlinum sínum og látið sig dreyma í ró og næði. — Minna! Þúsund sinnum hafði þetta kall hljómað um húsið og allt frá því að hún var fimmtán ára gömul, hafði hún brugðizt við því á sama hátt: Staðið á fætur og komið þjótandi til þess að rétta hjálpandi hönd. Árin höfðu gert hana grá- hærða og þreytta . En enginn hugsaði um það. Það var bara kallað eins og fyrr: — Minna! Og Minna stóð á fætur og stundi. Það var lyfsalinn sem kallaði. Hvað skyldi hann nú vilja? Á þessum tíma dags, um miðjan morgun? Hún strauk hönd- unum yfir svuntuna, að því búnu flýtti hún sér fram í eld- húsið. Ekki hafði hún hinn minnsta grun um að þetta kall hefði í för með sér algjör þáttaskil í lífi Brandtfjölskyld- unnar, að einmitt á þessari stundu hefði brotizt út óveður, — óveður, sem átti eftir að setja allt á tjá og tundur. íbúð lyfsalans var á hæðinni fyrir ofan apótekið. Niðri við stigann stóð Julian Brandt lyfsali og beið eftir Minnu. Hann var hár maður, með reglulega andlitsdrætti og grá- leitt hár. Hann gekk aftur til vinnuherbergis síns og hún fylgdi fast á eftir honum. — Já, Minna, í dag vil ég að allir séu stundvíslega mættir til hádegisverðar. Þegar lyfsalinn sagði ,,allir“, átti hann fyrst og fremst við börn sín þrjú: Albert, Wolgang og Doris. Strákarnir voru við nám í háskóla, en Doris, sem var bara átján ára, var nýkomin heim frá kvennaskóla í Englandi. En þegar hann sagði ,,allir“ þá átti hann líka við Minnu. Það vissi hún. Hún tilheyrði fjölskyldunni. Hún hafði gert það þegar, áður en frú lyfsalans, Bettina, yfirgaf heimilið fyrir átján Hér hefst framhaldssaga vetrarins, spennandi skáldsaga um ástir og ör- lög eftir Hans Ulrich Horster.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.