Fálkinn - 22.11.1961, Page 18
GABRIELA
þú komir stundvíslega til hádegisverð-
arins.
Hún fór og skellti hurðinni á eftir
sér. Hún mundi skyndilega eftir súp-
unni, sem var á plötunni í eldhúsinu.
Wolfgang var dálítið órólegur, þegar
hann kom til hádegisverðarins. Þegar
hann kom inn í borðstofuna, voru
Albert og Doris þegar komin.
•—• Veizt þú hvað stendur til, spurði
Doris forvitin.
Wolfgang yppti öxlum.
— Hef ekki hugmynd um það. Ég
veit bara að pabbi ætlar að tala við
okkur öll um eitthvað alveg sérstakt.
Hann slökkti í sígarettu í blómstur-
potti.
— Kannski að Albert viti hvað er
á seyði.
Albert skellti aftur vasabók, sem
hann hafði alltaf meðferðis.
— Nei, hvernig ætti ég að vita það,
sagði hann.
Albert var alltaf úti á þekju. Hann
lagði stund á fornleifafræði og gekkst
mjög upp í námi sínu.
Wolfang hló góðlátlega.
— Nei, auðvitað ekki. Það var
heimskulegt af mér að spyrja þig álits.
En það mætti kannski benda þér á, að
nú er það nútíðin sem gildir.
— Pabbi ætlar að trúa okkur fyrir
einhverju leyndarmáli og mér finnst
það mjög spennandi, sagði Doris.
Doris var höfðinu lægri en bræður
hennar. Hún var á nítjánda ári, en sagð-
ist jafnan vera orðin tvítug. Hún var
enn þá eins og hver annar krakki í
hegðun og hafði ekki hugmynd um
hvað fór henni vel og hvað illa. Hún
var vel vaxin, með ljóst og liðað hár,
hressilegt andlit og stór dökk augu, sem
alltaf hlógu. Hún var í rauninni mjög
ólík bræðrum sínum, sem báðir voru
dökkhærðir og bláeygir. Doris var ein
af þeim stúlkum, sem strax vakti at-
hygli manns, fætur hennar voru ein-
staklega fallegar og svo var hún með
stórt hökuskarð.
Loks heyrðist fótatak fyrir utan og
innan stundar gekk lyfsalinn sjálfur inn
í borðstofuna. Hann var klæddur í grá,
klæðskerasaumuð föt samkvæmt nýj-
ustu tízku. Hann kinkaði vingjarnlega
kolli til barna sinna.
— Maturinn er tilbúinn, sagði
Minna.
Hún beið þar til allir höfðu sezt, og
settist þá sjálf á sinn stað við borðið.
Lyfsalinn fór með stutta borðbæn, og
síðan byrjuðu allir að borða steinþegj-
andi. Þau réttu hvort öðru fötin og
sögðu gjörðu svo vel og takk, en ekk-
ert samtal hófst. Allir biðu eftir að lyf-
salinn segði eitthvað. En ekkert gerð-
ist.
Bæði börnin og Minna veittu því eft-
irtekt að lyfsalinn var óvenjulega
taugaóstyrkur Hvað eftir annað var
engu líkara en hann ætlaði að hefja
máls á einhverju. En það varð aldrei
neitt úr því.
Þegar Minna hafði komið með kaff-
ið, gat Wolfgang ekki lengur á sér set-
ið:
— Nú, pabbi, hvað var það eigin-
lega sem þú vildir okkur.
Julian Brandt leit í kringum sig og
ræskti sig. Hann setti kaffibollann frá
sér, tók af sér gleraugun og hallaði sér
aftur á bak í stólnum.
— Ég hafði hugsað mér að halda of-
urlitla veizlu, byrjaði hann, en þagnaði
strax. Allir — bæði Wolfgang, Doris,
Albert og Minna horfðu undrandi á
hann. Þau voru svo óvön því, að sjá
Julian Brandt vandræðalegan. En það
var einmitt það sem hann var nú.
Eftir óþægilega þögn nokkra stund,
sótti hann í sig veðrið aftur og sagði:
— Ég hafði hugsað mér að halda of-
urlitla veizlu í kvöld, veizlu aðeins fyr-
ir fjölskylduna. Minna, ég fel þér að
sjá um allan undirbúning. Við skulum
hafa blóm í vösum og því um líkt. Þetta
þarf ekki að vera íburðarmikið, en há-
tíðlegt og smekklegt. Kannski við ætt-
um að borða góðan lax eða steiktan
fugl.
Allt í einu mundi hann eftir því, að
fugl þarfnaðist lengri undirbúnings-
tíma og flýtti sér að segja:
-— En ég læt þig alveg um þetta,
Minna.
— Og hvaða víntegundir á að nota,
spurði Minna.
— Þú skalt láta glös fyrir Mosel,
Bourgogne og kampavín, svaraði lyf-
salinn. — Ég skal sjálfur taka vínið úr
kjallaranum.
— Hvað á að leggja á borð fyrir
marga, spurði Minna.
Julian Brandt hugsaði sig um. Það
virtist vera erfitt að svara þessari
spurningu, en loks sagði hann:
— Fyrir sex.
— Er það herra Bösinger, spurði
Minna. Bösinger var ráðsmaðurinn í
Framh. á bls. 35
Ekki alls fyrir löngu
sendi Bókaútgáfa
Menningarsjóðs 7 nýj-
ar bækur á almennan
markað. En fyrirhug-
að er að félagsbæk-
urnar komi seinna í
nóvember. Eru þær 3
að tölu ásamt And-
vara og Almanakinu.
En hinar bækurnar fá
félagsmenn með 20%
afslætti. Hinar sjö
nýju bækur eru: Síð-
ustu þýdd ljóð eftir
Magnús Ásgeirsson. Er
hér um að ræða 20
Ijóðaþýðingar, sem
ekki hafa birzt áður,
og eru sum ljóðin ó-
fullgerð. Ennfremur
eru þarna vísur úr
litlu vísnabókinni, er
komu á sínum tíma
í tímaritinu Helgafell.
í bókinni eru meðal :
annars Ijóð eftir Elliöt-,
Gullberg, Mistral ög
Goethe. — Guðmund-
ur skáld Böðvarsson
hefur búið bókina til
prentunar og ritar
hann formála að
henni, Bókin er í
smekklegu bandi og
káputeikningu gerði
Sverrir Haraldsson
listmálari. Bókin kost-
ar í bókabúðum kr.
154,50.
Sagnameistarinn
Sturla er þriðja bók
Gunnars Benediktsson
ar um Sturlungaraldar
menn. Fjallar þessi
bók um Sturla Þórðar-
'son. Bókin kostar í
góðu bandi 149,35 kr.
Þriðja bókin í röð-
inni er svo íslenzk
Mannanöfn eftir Þor-
stein Þorsteinsson fyrr
verandi hagstofu-
stjóra. Bók þessi hefir
að geyma skrá og nafn
gjafir á tímabilinu
1920—1950. Kennir
þar margra grasa og er
ekki að efa að mörg-
um þyki nafngiftir
anzi kyndugar á þessu
tímabili. Bókin kostar
kr. 133,90 í bókabúð-
um.
Ennfremur er þarna
ein barnabók, Æskan
og dýrin eftir Berg-
stein Kristjánsson. Er
þetta flokkur frásagna
um samskipti manna
18
og dýra. Bókin kostar
heft, kr. 82,40.
Þá er að geta hinna
vinsælu smábóka
Menningarsjóðs. Áður
eru útkomnar í þess-
um flokki fimm bæk-
ur, en nú bætast þrjár
við. Þær eru: Við op-
inn glugga laust mál
bœkur
eftir Stein Steinarr.
Hannes Pétursson hef-
ur séð um útgáfuna og
ritar að henni for-
mála. Bókinni er skipt
í þrjá kafla, prentaðar
greinar, af eftirlátnum
blöðum og viðtöl. Bók
þessi er bráðfyndin og
jafnvel meinfyndin á
köflum, enda lá við
verkfalli í setjarasaln-
um, er hún var prent-
uð. Bókin er bæði seld
í smábókarformi og
fyrir utan þann flokk
og kostar hún í ágætu
bandi kr. 139,00.
Undir vorhimni
nefnist úrval bréfa
eftir Konráð Gíslason,
prófessor. Aðalgeir
Kristjánsson bjó út til
prentunar og skrifar
formála að bókinni.
Bókin er allskemmti-
leg á köflum og gefur
gott yfirlit um mann-
inn, Konráð. Gíslason.
Verð bókarinnar er kr.
103,00. —
Litli prinsinn nefn-
ist lítil bók eftir
franska skáldið Ant-
oine de Saint Exupéry.
Bókin er þýdd af Þór-
arni Björnssyni, skóla-
meistara á Akureyri
og kostar í bókabúð-
um kr. 103,00.
FALKINN