Fálkinn - 22.11.1961, Síða 27
Annar boxaranna er Rocco. Hann er
blíðlyndur og rómantískur að eðlisfari
og ástfanginn af stúlku, sem einnig
annar bróðir hans — hinn boxarinn —
er sjúklega ástfanginn af. Rocco er
skilningsríkur og vel gerður og ævin-
lega reiðubúinn til að fórna og fyrir-
gefa. Nadia heitir stúlkan, er hálfgerð
götudrós, svo að ekki sé meira sagt.
Dag nokkurn kemur bróðirinn að þeim
Nadáu og Rocco. Hann verður sam-
stundis frávita af reiði og nauðgar
Nadiu fyrir framan augunum á Rocco.
En Rocco er sem fyrr fús til að fórna
og fyrirgefa bróður sínum, Simone, og
reynir að bjarga honum, en árangurs-
laust. Þeir bíða báðir skipbrot. Þeir
bera ekki skynbragð á það líf, sem
hrærist í kringum þá. Illgirni eins virð-
ist vera jafn hættuleg og góðvild ann-
ars. Hið miskunnarlausa líf hefur ekk-
ert rúm aflögu fyrir þá.
Fjölmargir góðir leikarar leika í
þessari mynd. Hinn 27 ára gamh
franski leikari, Alain Delon, leikur
Rocco og landi hans, Annie Girardot,
leikur Nadiu. ítalski leikarinn Renato
Salavatori leikur Simone, en hlutverk
ekkjunnar er í höndum grísku skap-
gerðarleikkonunnar Katina Paxinou,
sem meðal annars er kunn úr kvik-
myndinni eftir sögu Hemingways
„Klukkan kallar“.
Efst til hægri: Hinir tveir bræður og
keppinautar. Efst til vinstri er Claudia
Cardinale í nýjasta hlutverki sínu.
Þar fyrir neðan: Annie Girardot ásamt
einum bræðranna. Og loks: Alain
Delon í hlutverki Rocco.
TVÆR
IMÝJAR KVIK-
MYIMDIR
SKLGGAR
varð til á þann hátt, að 31 árs gamall
leikari og leikstjóri, John Cassavetes,
boðaði til sín nokkra vini sína og sagði
við þá:
— Ef hver ykkar getur látið eitt-
hvert ofurlítið fé af henti rakna, þá
skal ég búa til kvikmynd sem mun
vekja athygli bæði í Evrópu og Ame-
ríku!
Vinirnir létu undan og hið nýja
Til vinstri: Lelia
Goldoni, — nýtt
og áhrifamikið
andlit á hvíta lér-
eftinu. Til hægri:
Eins og skuggar
í hliðargötu leita
unglingarnir að
tilgangi tilverunn-
ar. Og loks: Sam-
skipti hvítra og
svartra er höfuð-
viðfangsefni
myndarinnar.
„kvikmyndafélag“ hóf starfsemi sína.
Á einu ári gerðu þessir félagar í tóm-
stundum sínum kvikmyndina „Skugg-
ar“, sém seinna hlaut verðlaun á
kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Næstum peningalausir og án fyrir-
fram skrifaðs handrits gerðu þessir
ungu bjartsýnismenn kvikmynd sem
ekki er aðeins frábær ástarsaga, held-
ur lýsir á eftirminnlegan hátt kyn-
þáttavandamáli Bandaríkjanna.
Aðalefni myndarinnar er ástarsaga
hvíts manns og negrastúlku. Hún er
svo ljós á hörund, að í fljótu bragði
virðist hún vera hvít, en bræður henn-
ar tveir eru kolsvartir. Þegar hún í
ástarvímunni býður unnusta sinum
heim, fer allt í bál og brand.
Og hvað svo?
Leikstjórinn lét leikendur sjálfa ráða
fram úr vandamálinu með seinni hluta
myndarinnar og eins og skuggamyndir
leita þeir að tilgangi lífsins í hinum
skuggalegu hliðargötum New York-
borgar.
í aðalhlutverkum eru Anthony Ray
og Lelia Goldoni — 22 ára gamall leik-
nemi, sem var boðið þetta erfiða hlut-
verk, án þess að hafa nokkru sinni
leikið svo mikið sem smá hlutverk í
kvikmynd áður. Eru þess fá dæmi, að
leikkonur hafi hlotið svo skjótan
frama.