Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Page 28

Fálkinn - 22.11.1961, Page 28
Góðar bækur - Ódýrar jólagjafir STYFÐAR FJAÐRIR eftir Guðrúnu frá Lundi Þetta er nýjasta bók Guðrúnar. Um hana segir Þorsteinn M. Jónsson rithöfundur og bókaútgefandi frá Akureyri: Guðrún frá Lundi kann þá list að gera alla at- burði jafnt smáa sem stóra, sögulega. Og hún er jafnan snillingur i mannlýsing- um. Hún hefur óþrjótandi söguefni úr hinu daglega lífi, án þess að tvinna inn í sögur sínar reyfaraatburðum. Sögur hennar eru réttar lýsingar á mönnum og þjóðlífi. Mér finnst þessi bók meðal beztu bóka hennar. Bókin er með sama lága verðinu og í fyrra — kr. 145,00. Á ÖRÆFUM eftir Hallgrim Jónasson. Þorsteinn Jóns- son (Þórir Bergsson rithöfundur) segir m.a. um þessa bók í Mbl.: „Þessar frá- sögur Hallgríms Jónassonar tel ég alveg hiklaust í flokki allra beztu frásagna um ferðalög, sem ég hef lesið.... Þetta eru ekki þurrar leiöarlýsingar, heldur lif- andi fásagnir um náttúru landsins, samferðafólkið og atburðina, sem gerðust á ferðalaginu. Bókin er 272 bls., þrentuð á góðan papþír. Margar myndir prýða bókina, vel prentaðar á myndapappír. — Vandað band. Kr 190,00. BERIMSKAIM I — II eftir Sigurbjöm Sveinsson. Þ,ær eru ekki margar ís- lenzku bækurnar, fyrr eða siðar, sem hafa átt meiri og almennari vinsældum að fagna en BERNSKAN eftir Sigurbjörn Sveinsson, þessar fögru og yfirlætislausu barna- og unglingasögur, sem lesnar voru á svo til hverju heimili i landinu fyrir tveimur til þremur ára- tugum. Þá þekktu allir Bernskuna. — Nú er hún kom- in í nýjum og fallegum búningi, ásamt öllum öðrum skrifum Sigurbjarnar, skreytt miklum fjölda mynda, eftir okkar beztu listamenn. Tvö falleg bindi í vönduðu hylki. Kr. 180,00. Pílagrímsför til heilsulindanna í Lourdes eftir Guðrúnu Jacobsen. Jóhannes Gunnarsson Hóla- biskup segir í formála íyrir bókinni: „Bókin er einlæg frásögn ungrar konu af því, er hún sá fyrir sér saman komnar á einum stað þjáningar mannkynsins, hinn þunga kross, er varð svo miklu léttbærari, er kropið hafði verið meö hann að fótum heilagrar Guðsmóð- ur.... Bókinni óska ég góðs gengis og vænti þess að sem flestir lesi hana og fari um leið í huganum í and- lega pilagrímsför til Lourdes." — í bókinni eru margar fallegar myndir. — Kostar kr. 85,00. KVÆÐI FRA HOLTI eftir sr. Sigurð Einarsson. — Ljóöabækur Siguröar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og hlotið lof vand- íýsinni gagnrýnenda. Þessi nýja ljóða- bók Sigurðar Einarssonar er líklega til að verða ljóðaviðburður haustsins. HEIÐBJÖRT saga fyrir telpur eftir Frances Dun- combe. Þórunn Rafnar þýddi. — Skáld- konan Hugrún segir um bókina: ,,Þessa bók vœri gaman að gefa í jólagjöf.“ — Sagan er af litilli telpu, sem vill helzt ráða gerðum sínum sjálf, án þess að mamma hennar eigi að vera þar þátt- takandi eða ráðandi. Það er ævintýra- blær yfir allri sögunni, og ég trúi ekki öðru en að hún verði lesin með eftir- væntingu. — Bókin er 138 bls. í stóru broti, með fjölda mynda og kostar að- eins 45 krónur. TÓLF unglingabækur Unglingabækur LEIFTURS eru fyrir löngu viður- kenndar. — Þær eru skemmtilegar og þær eru ódýrar. Nú í haust eru komnar 12 nýjar og fleiri koma fyr- ir jól. Þessar eru komnar í bókaverzlanir: Matta-Maja í menntaskóla. Hanna og hvíta kanínan. Baldur og boðhlaupssveitin. Konni er kaldur snáði. Græna vítið (Bob Moran III.) KIM og1 dularfulla húsið. Stína flugfreyja. Maríanna, telpusaga handa 8—12 ára telpiun. Fríða, Kútur og Kata í heimsókn hjá ömmu, bók yngstu lesendanna, 6—9 ára. Róbínson Krúsó í hinni vinsælu þýðingu Steingrhns Thorstcinssonar skálds. Dansi, dansi dúkkan mín, handa 6—9 ára. Með eldflaug til annarra hnatta, drengjasaga. í dagsins önn Framh. af bls. 26. bráðum voða, ef hraun hefði tekið að streyma úr fjallinu. Tók þá Dagr það til bragðs, að hann kleif fellið með köppum sínum. Er þeir loks komu að gígnum var þar hinn mesti eldur og hiti. Röðuðu þeir sér nú á gígbarminn og migu á eldana. Tókst þeim þannig að eyða eldinum að fullu. Dagur Anns. m FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.