Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Page 29

Fálkinn - 22.11.1961, Page 29
Skugga-Sveinn Framh. af bls. 9. CITROEN Ili-íí) Confni'i, 5 inauna Áætlað verð kr.: 237.700,00. Benzíneyðsla 9—10 lítrar pr. 100 km. ID-19 er hægt að hækka með einu handtaki (með vökvakerfi) úr 6,5” normalhæð í 9” og 12” hæð, eftir ástandi veganna. Luxusbifreið á hóflegu verði. AMI-6, 4ra manna Áætlað verð kr.: 143.300,00. Benzíneyðsla 5,5—6,5 lítrar pr. 100 km. Sparneytin bifreið með miklum þægindum. 2CV-AZL, 4i*a inanna Áætlað verð kr.: 113.100,00. Benzíneyðsla 4—5 lítrar pr. 100 km. Bifreið fyrir þá, sem vilja ferðast ódýrt. 2CV—ÁZU, sendibíll, 2 sæti, áætlað verð kr. 94.500,00. Benzíneyðsla sama og 2CV—AZL (4 lítrar pr. 100 km.). Allar ofantaldar bifreiðir eru með framhjóladrifi og alveg óviðjafnanlegu f jöðrunarkerfi, sem hæfir vel íslenzkum veg- um og vegleysum. — Afgreiðslutími frá verksmiðju er ná- lægt þrem vikum. Nánari upplýsingar gefur umboðsmaður: llaraldui* Sveinlijaniarsion Snorrabraut 22 — Sími 11909. leikendum má nefna: Guð- rúnu Indriðadóttur sem Gvend smala, Árna Eiríks- son sem Grasa-Guddu, Stef- aníu Guðmundsdóttur sem Ástu í Dal og Helga Helga- son sem Harald. Enn taka menn að leika Skugga-Svein í Reykjavík ár- ið 1912 og var það fyrir for- göngu Erlendar Ó. Pétprsson- ar. Leikfélag Vesturbæjar lét mála leiktjöld og gerði það Arreboe Clausen. Var leikrit- ið síðan sýnt í vörugeymslu í Stóra-Hala í vesturbænum í Reykjavík. Gekk leikurinn bara vel, enda þótt Hafnfirð- ingar hefðu sýnt það skömmu áður. En víkjum svo sögunni til ársins 1922. Gengu þá knattspyrnufélögin í Reykja- vík fyrir því að leika Skugga- Svein til stuðnings sameigin- legum sjóði félaganna. Var Erlendur Ó Pétursson einn aðalhvatamaður þeirrar sýn- ingar. Aðsókn varð mjög góð. leikurinn var sýndur 34 kvöld og voru sýningar stund- um svo fjölsóttar, að jafnvel þiljurnar í aðgöngumiðasöl- unni voru mölbrotnar. Er- lendur Ó. Pétursson lék sjálf- ur Skugga-Svein og mun hann hafa leikið þennan höf- uðpaur íslenzkra útilegu- manna oftar en nokkur ann- ar eða alls 76 sinnum. Af öðr- um leikendum má nefna þá Þórð Albertsson, sem lék Ket- il, Axel Andrésson sem Sig- urð í Dal, Gottfred Bernhöft sem Grana, Guðmund Thor- steinsson sem Galdra-Héðin, Helga Eiríksson sem Jón sterka, Önnu Ivarsdóttur sem Ástu, og Tryggva Magnússon sem Guddu. Líður nú nokkur tími þar til leikurinn er aftur sýndur í Reykjavík, en aftur á móti er hann leikinn alloft úti á landi, enda hafa flest félög, leik- félög eða ungmenna- og kven félög tekið þennan vinsæla leik til sýningar og hefur hann verið sýndur svo að segja við hvaða skilyrði sem er, hvort sem er í hrörlegu pakkhúsi eða sallafínu félags- heimili. Ekkert íslenzkt leik- rit hefur verið sýnt oftar en einmitt Skugga-Sveinn, svo mikil ítök hefur þessi ævin- týraleikur átt í hugum fólks. Á aldarafmæli sr. Matthíasar tók Leikfélag Reykjavíkur Skugga-Svein aftur til sýn- ingar. Leiknum stjórnuðu þau Soffía Guðlaugsdóttir og Har- aldur Björnsson, en leiktjöld gerði Freymóður Jóhannes- son eftir fyrirmynd tjalda þeirra, sem Sigurður málari hafði gert og geymd voru í Þjóðminjasafninu. Skugga- Svein lék þá Ragnar E. Kvar- an en Jón sterka og Sigurð í Dal, þeir Valdimar Helgason og Haraldur Björnsson. Ástu lék þá Guðrún Þorsteinsdótt- ir; Harald lék Hermann Guð- mundsson Af öðrum leikur- um má nefna, Pétur Jónsson óperusöngvara sem Lárents- íus sýslumann, Jón Leós sem Ketil, Tryggva Magnússon sem Guddu og Soffíu Guð- laugsdóttur sem Gvend smala. Búninga teiknaði Lár- us Ingólfsson, en um tónlist- ina sá Karl O. Runólfsson á- samt fleirum. Árið 1952 tekur svo Þjóð- leikhúsið leikinn til sýningar í fyrsta sinn. Lék þá Jón Að- ils Skugga-Svein, en Klemens Jónsson Ketil skræk. Flestum mun þessi sýning vera í minni, svo að hún verður ekki nánar rakin hér. Á ann- an jóladag á þessu leikári verður Skugga-Sveinn leik- inn. Mun Skugga-Sveinn þá verða leikinn af Jóni Sigur- björnssyni, Ketill skrækur af Árna Tryggvasyni, Grasa- Gudda af Ingu Þórðardóttur, Gvendur smali af Bessa Bjarnasyni, Jón sterki af Valdimari Helgasyni, Sigurð- ur í Dal af Haraldi Björns- syni, Lárenzíus af Ævari Kvaran, Ásta í Dal af Snæ- björgu Snæbjarnar, Harald- ur af Valdimar Örnólfs- syni, Galdra-Héðinn leik- ur Valur Gíslason, Grana og Hróbjart leika þeir Baldvin Halldórsson og Lár- us Ingólfsson og með hlut- verk stúdentanna fara þeir Kristinn Hallsson og Erling- ur Vigfússon. Um 30—40 manns taka þátt í sýning- unni. Leikstjóri verður Klem- ens Jónsson, Carl Billich mun sjá um tónlistina. Notuð verða gömlu lögin og bætt verður við nokkrum nýjum eftir Karl O. Runólfsson. Fáa hefur iðrað þess að sjá sjónleikinn Skugga-Svein. Ber þar margt til. Yfir öllum leiknum er einhver fjarlægur ævintýrablær, sem heillar fólk, ástin er vafin rómantísk- í leiknum eru hálfgert huldu- fólk ástin er vafin rómantísk- um ljóma, sem öllum þorra fólks geðjast svo vel að En ef ég þar fyndi æsku prúðan svein svo við sjafnar yndi sitja mættum ein sumarnótt við svalan foss Hver mun siðug silkirein synja þá um koss. Syngur Ásta í leiknum, en þá grípur Sigurður lögréttu- maður í Dal fram í og segir: ,,Koss og foss, það kunnið þið að ríma. Hver hefur kennt þér þessa kossavísu?“ Þannig blandast saman rómantík og raunsæi, þjóðsögur og ævin- týri allt er þetta svo mengað hinum þjóðlega hugsunar- hætti, galdra- og draugatrú. En það eru aukapersónurnar, sem skilja mest eftir, þær lifa enn góðu lífi meðal þjóðar- innar. Jón sterki, Gvendur smali, Grasa-Gudda og Ketill skrækur, allt eru þetta pers- ónur, sem við sjáum daglega í kringum okkur, aftur á móti hverfa aðalpersónurnar í skuggann fyrir þessum pers- ónum, nema ef til vill sjálfur Skugga-Sveinn, sem vekur einhverja óttablandina virð- ingu með mönnum, enda þótt hann sé afar þjóðsagnakennd- ur og ýktur. En hver mun svo ekki kippast ónotalega við, er Jón Sigurbjörnsson með þrumuraust sinni mun kalla út yfir salinn: ..Það eru bleyð urnar í byggðinni, sem allt vex í augum?“ Eða hver mun ekki engjast sundur og sam- an af hlátri. þegar Valdimar Helgason segir upprifinn af monti: ,,Sáuð þið. hvernig ég tók hann piltar?“ FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.