Fálkinn - 22.11.1961, Qupperneq 31
Ormur s hjarfa
Frh. af bls. 13
einhverjar dyr hlutu að vera á honum.
Á þihnu til hliðar við hann var smáop
og renniloka fyrir. í gegnum þetta op
mátti sjá tvö dökk augu, sem fylgdust
af áhuga með því, sem gerðist í salnum,
einkum fylgdust þau með íslendingn-
um og virtust hafa samúð með honum,
því að veran, sem augun átti, kipptist
við, í hvert skipti sem hann fékk lag
af hnífum hinna gulu. Um leið og ungi
maðurinn komst inn í ganginn, hurfu
augun úr gatinu á veggnum. Nú gátu
aðeins tveir sótt að honum í einu og
var þröngt, — hann gat því hörfað skipu-
lega, en hreyfingar hans voru orðnar
silalegar og höggin voru ekki hættuleg.
Honum sýndist það, sem hann var að
berjast við helzt vera tvær ófreskjur,
umluktar rauðri þoku. Honum tókst
einhvern veginn að reka oddinn á mel-
spírunni í magann á annarri ófreskj-
unni, svo að hún hneig niður, en hin
sótti á sem ákafast. Allt í einu datt
hann um eitthvað, vopnið hrökk úr
höndum hans, hann lá á bakinu. O-
freskjan henti sér ofan á hann og tók
báðum höndum um kverkar hans.
Jæja, hugsaði hann, þá var víst öllu
lokið. Það korraði í honum, hinn her-
skái, guli fjandi ætlaði ekki að láta
sitt eftir liggja. Hann fann heitan andar
drátt Kínverjans við vit sér, hann
heyrði eins og í draumi, að sá guli
tautaði með sigurhrósi í röddinni:
„ísland mikill bardagamaður.“ Það
var eins og Ásgeir hefði verið klipinn
með logandi töng, hann þekkti mál-
róminn, þetta var bölvaður Kínverjinn,
sem hafði ginnt hann hingað. Hann
fylltist heiftarbræði, það var eins og
einhver undarleg og ótrúleg orka
blossaði upp í honum, eins og einhver
varaforði hefði allt í einu losnað úr
læðingi. Hann dró sig saman í kút og
spyrnti fótunum í magann á Kínverj-
anum svo kröftuglega, að hann hent-
ist marga metra í burtu. Þeir spruttu
báðir jafnsnemma á fætur, en nú var
aðstaðan önnur. Þeir ruku saman eins
og grimmir hundar, lungu þeirra erf-
iðuðu eins og smiðjubelgir. Fötin lágu
í druslum utan um íslendinginn, svo
að illt var að ná taki á honum. En Kín-
verjinn var seigur og liðugur og sleip-
ur eins og áll. Að lokum tókst Ásgeiri
að berja frá sér með báðum höndum,
höggið kom á andlit mótstöðumanns-
ins, og hann hrökklaðist undan. Höggið
var svo mikið að Ásgeir var nær dott-
inn sjálfur. hann lét fallast upp að þil-
inu og gekk upp og niður af mæði. Hon-
um fannst sem hann ætlaði að missa
meðvitund. Hann sá og heyrði óljóst, að
menn komu hlaupandi eftir ganginum,
en um leið lét þilið undan þunga hans,
og hann steyptist í gegn, en veggurinn
að baki hans fór hljóðlaust í samt lag
NÆLON PR3ÓNASILKI
fyrirmyndin að söguhetjunni. Þá mundi
ein af fegurstu tálmyndum lífs hennar
verða að engu: Tálmyndin um að hún,
hin fullkomna unga heimsdama hefði
unnið ástir gáfaðs rithöfundar, sem
heimurinn hefði dekrað við.
Hann biðlaði — og fékk jáyrði.
Hún var upp með sér að sigrinum
—■ fyrst og fremst af því að hún elskaði
hann, en einnig af því, að henni hafði
heppnazt að fela fyrir honum hvað hún
var saklaus sveitastúlka og lítil heims-
dama
Hjónabandið varð hamingjusamt, af
því að ósannindin, sem leyndust að
baki því, voru eins saklaus og þau
voru yndisleg.
Oft spilar hann „Rose du Province“
fyrir hana — og bros hans er engu
síður ásthrifið en glettnislegt.
aftur. Kínverjarnir, sem komið höfðu
hlaupandi, stukku yfir félaga sinn, sem
hafði hnigið niður, og æddu áfram og
ætluðu að grípa þrjótinn, en þeir gripu
í tómt, það var eins og hann hefði orð-
ið uppnuminn. Svo skuggsýnt var í
ganginum, að þeir höfðu ekki orðið
varir við, er veggurinn opnaðist Þeir
störðu fyrst hver á annan, síðan stungu
þeir hnífum sínum hér og þar í vegg-
ina, en það glamraði í. Það voru stál-
plötur, Það var ekkert um að villast.
Hvergi var hurð sjáanleg eða nokkurt
op. Þeim fór nú ekki að verða um sel.
Hjátrúarhræðslan blossaði upp í þeim,
og þeir sneru sem skjótast til baka og
drógu hinn fallega félaga sinn á eftir
sér.
Frammi í salnum var orðið ljótt um-
horfs. Innan um flöskubrot og alls konar
drasl lágu failnir Kínverjar á víð og
dreif um gólfið. „Litli“ stóð einn af þeim
þremenningum eins og klettur úr haf-
inu. Kraftar hans virtust óþrjótandi,
hann veifaði þungum borðfæti yfir
höfði sér, og menn hrukku frá honum
eins og flugur. Hann ruddi sér braut
til dyra og komst út og um borð og
sagði skipstjóranum allt af létta. Hann
bölvaði þeim í sand og ösku, því að
skipið átti að fara út um kvöldið. Hann
fór samt í land og fékk lögregluna í
lið með ,sér Er þeir komu að knæpunni,
fundu þeir stóra Jan og hásetann
liggjandi í blóði sínu fyrir utan Þeir
rannsökuðu knæpuna að innan hátt og
lágt, en fundu Ásgeir hvergi. Var
knæpueigandinn tekinn fastur, en
ekkert hafðist upp úr honum um þessa
atburði, og sór hann og sárt við lagði,
að hann vissi ekkert um íslendinginn.
Stóra Jan og hásetanum var komið fyrir
á sjúkrahúsi og fengnir aðrir hásetar
og „Catendreckt“ lét úr höfn um mið-
nætti. Islenzkur ræðismaður var látinn
vita um afdrif Ásgeirs og að litlar líkur
væru til þess að hann væri á lífi.
Sveitarósin
Frh. af bls. 11