Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 32

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 32
INNRÁS I PARADÍS í Andorra hefur tíminn staðið kyrr í þúsund ár. Þetta litla ríki er hátt uppi í Pýreneafjöllum, á landamærum Frakk- lands og Spánar. Þangað liggja aðeins tveir vegir. Annar þeirra; vegurinn frá Frakklandi, um Envaliraskarð, sem er 2500 metra yfir sjó, er aðeins fser fimm mánuði á árinu. Frakkar og Spánverj- ar komust fyrir löngu að þeirri niður- stöðu, að það borgaði sig bezt að láta Andorra vera sjálfstætt. En Frakklands- forseti og spánski biskupinn af Urgel eru samkvæmt lögum æðstu stjórnend- ur landsins, og hafa báðir umboðsmenn í Andorra. Öldum saman hafa Andorrabúar ver- ið bláfátækir, en nú er velmegun í þessu litla landi. Stafar hún sumpart frá borgarastyrjöldinni á Spáni og síðari heimsstyrjöldinni, því að þá fengu An- dorrabúar að lifa í friði og fengu gott verð fyrir framleiðslu sína og smygl- vörur. Og síðustu fimmtán árin hafa Andorrabúar grætt of fjár á skemmti- ferðafólki. Landsbúar eru 6.500, af kata- loniskum ættum, og búa í mörg hundr- uð ára gömlum steinbæjum með hellu- þaki og svölum úr tré. En nú eru farin að rísa þar stór gistihús og verzlanir, eftir fyrirmyndum frá París. í stærsta bænum, Escaldes, var rutt bílastæði fyr- ir nokkrum árum, en það er þegar orðið of lítið. Því að á síðasta sumri komu 400.000 — fjögur hundruð þúsund — skemmtiferðamenn til Adorra. íbúarnir taka fegins hendi við peningunum, sem þeir skilja eftir, en hitt er þeim öld- ungs óskiljanlegt, hvað allt þetta fólk sé eiginlega að vilja til Andorra! En þarna er mikil náttúrufegurð, sem heimamennirnir ekki sjá vegna þess að þeir hafa hana alltaf fyrir augunum. Og þarna er allt lygilega ódýrt, því að Andorrabúar tolla ekki vörurnar. Þarna er allt miklu ódýrara en það er í land- inu, sem framleiðir það. Frönsk ilmvötn, svissnesk úr, þýzkar ljósmyndavélar og enskir bílar. Úrvals skór fást fyrir 75 krónur og dýrasta kampavín fyrir 20 krónur .... En — svo vandast málið við frönsku eða spönsku landamærin, þegar tollmennirnir fara að gramsa í farangri þeirra, sem eru að fara frá Andorra. Það er fleira eftirtektarvert við An- dorra en þetta lága vöruverð. Þar eru til dæmis aðeins sex lögregluþjónar og einn fangavörður. Og honum hundleið- ist, því síðan 1953 hefur enginn maður verið settur í tukthúsið. Fjórir læknar og fjórir málaflutningsmenn eru í An- dorra. En yfirréttur er þar enginn, og öll mál, sem skotið er til æðri réttar, eru flutt fyrir frönskum eða spönskum dómstólum, eftir því hvort ákærði vill heldur. Ferðafólkið tekur líka eftir hvað ekki fæst í Andorra, ekki síður en eftir hinu, sem fæst þar. í Andorra eru engin sér- stök frímerki eða peningar, en franskir og spánskir eru notaðir þar jöfnum höndum. Ekkert blað kemur út í An- dorra, og engin prentsmiðja er til þar. Þar er ekkert listasafn eða fornmenjar, engar rómverskar rústir, enginn tennis- völlur og golf-völlur, og enginn flugvöll- ur. Það er hvergi hægt að koma hon- um fyrir milli fjallanna! — Og fólkið borgar enga skatta! Eini iðnaðurinn í Andorra er tóbaks- og vindlagerð. Og vindlarnir frá An- dorra eru gerðarlegir. Þeir eru sumir 40 sm langir og vega allt að 800 gr stykkið. Arðbærasta atvinnan í Andorra er smyglið. Þeir smygla tóbaki til Spánar og nautgripum til Frakklands. Þó skrít- ið sé, er hægara að smygla kúnum en tóbakinu. Þær eru reknar um fjalla- skörð, sem enginn vörður er í. Auk þess hafa franskir nágrannabændur rétt til sumarbeitar fyrir kýr í Andorra, og það gerir smyglunina auðveldari. Andorrabúar taka fegins hendi við því, sem ferðafólk skilur eftir af pen- ingum. En þeim finnst fremur ómerki- legt starf að snúast í kringum útlend- inga. Smyglið er veglegri atvinna. Það gefur lífinu einhvern tilgang — mark og mið! Signethringurinn Framh. af bls. 23 leikur fyrir ungan iþróttamann, sem hefur kaðal í rúmfætinum og lætur hann lafa út um gluggann. Norman-Dyke hrökk við. — Og, hélt lögreglumaðurinn áfram, sannanirnar, sem með djöfullegum klókindum var komið fyrir í herbergi saklauss manns. eru ekkert á móti þessu .... lítið þér á. Hann brá stækkunargleri á farið á marblettinum á hálsi hins látna. Norman-Dyke leit á. Farið varð stærra, það lyftist móti honum .... skjöldur með þremur stöfum og hring utan um. — E. N. D. hvíslaði hann. — Já, upphafsstafirnir yðar, svar- aði Wardle. Signetshringurinn, sem þér eruð með á fingrinum. Ég gerði boð eftir yður til þess að sjá hann. Lítið nú á hve glöggt stafirnir koma fram í hringnum: Everand Norman-Dyke. Þér hafið innsiglað framtíð yðar með hringnum yðar. Varið yður, Everand. Norman-Dyke rak upp öskur og rauk til dyra. En þar stóð þreklegur lögreglu- þjónn og varnaði honum útgöngu. NÆLONKÁPUR POPLINKÁPUR TWEEDKÁPUR — M. LOÐKRAGA PEYSUR GOLFTREYJUR BLÚSSUR BRJÓSTAHÖLD STÍF SKJÖRT SKINNHANZKAR frá kr. 886,00 ------- 880,00 — — 1570,00 ------ 1590,00 ------ 265,00 ------341,00 ------195,00 — — 70,00 — — 262,00 264,00 „ASKJA“ POPLINKÁPA M. LOÐFÓÐRI OG LAUSRI HETTU Kr. 1150,00 „MANON“ POPLINHETTUKÁPA M. LOÐFÓÐRI — 1475,00 „MANET“ POPLINHETTUKÁPA M. LOÐFÓÐRI — 1475,00 „MAMSELLE“ POPLINKÁPA M. VATTFÓÐRI OG LAUSRI HETTU — 1518,00 ENNFREMUR VATTFÓÐRAÐIR POPLINJAKKAR, LOÐFÓÐRAÐAR LEÐURLÍKIKÁPUR o. fl. IIIVDIV «/* Ingólfsstræti 8. Sími 13669. Póstsendum. LOÐHÚFUR, 14 litir TERYLENEPILS SMÁBARNAHÚFUR (í gjafakössum) frá kr. 199,00 ------ 580,00 — 130,00 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.