Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 4
séð & heyrt Sýningardömur Margar stúlkur dreymir um að verða sýningardömur, en slíkar stúlkur sýna ekki aðeins pelsa og minka og síða kjóla. Þessi mynd er tekin, þar sem nokkrar sýningardömur sýndu baðföt í hörkufrosti úti á götu. Þær áttu að sýna baðfatatízku næsta sumars. Eftir þessu að dæma er líf sýningarstúlkunnar ekki eintómur dans á rósum. Ostýrilátur sonur Neðri deild brezka þingsins var agndofa. Einn æruverðugur þing- maður úr brezka íhaldsflokknum hafði tekið til máls og ásakað ríkisstjórn Macmillans fyrir að vera hikandi, óörugga og ekki hæfa til þess að taka ákvarðanir. Þetta var háttvirtur þingmaður Halifax og í þokkabót var þessi óstýriláti þingmaður enginn annar en sonur Macmillans, Maurice. Þegar forsætisráðherrann var hvattur til þess í spurningartíman- um næsta dag, að gera grein fyrir því, sem sonur hans haföi sagt, vann hann hylli allra þingmanna með þessari athugasemd: — Hátt- virtur þingmaður Halifax er bæði vel gefinn og kann að hugsa sjálf- stætt. Hins vegar ætla ég ekki að hafa nein orð um það, hvaðan hann hefur þessa hæfileika. Fataverzlun — Innflytjendur í New York verða að hafa eitthvert bein í nefi til að komast af þar, sagði gamli blaðamaðurinn. Og maður verður að halda fast upp um sig buxunum, þegar maður verzlar í Bowery, þar sem búðirnar, sem verzla með tilbúin föt, eru. Þegar hinn nýkomni hættir sér þangað, er hann strax hvattur til þess að reyna nýjan klæðnað og legja frá sér hinn gamla. Og aumingja maðurinn sér aldrei buxurnar, nema hann kaupi ný föt. Allt starfsliðið leitar hátt og lágt eftir buxunum, en þær finnast ekki. og þar sem aumingja maðurinn getur ekki farið heim buxna- laus, kaupir hann nýju fötin. Þegar hann hefur borgað fötin og er að ganga út, kemur búðarmaðurinn á harðahlaupum (venjulega er það verzlunarstjórinn sjálfur) með buxurnar í fanginu og segir: — Nei lítið þér bara á, við fundum þær undir öllum fatabunkanum. Þær hafa þá legið hér allan tímann. Vísindin efla alla dáð Vísindin færa stöðugt út kvíarnar og rannsaka nýtt og nýtt. Ný- lega gaf The American National Science Foundation áströlskvun háskóla 000.000.00 krónur til þess að rannsaka, hvers vegna ís væri háll Menn stinga nú upp á því, að rannsakað sé, hvers vegna vatn sé vott. Gestir Hvíta húss- ins hafa tekið eftir því upp á síðkastið, að Kennedy forseti er farinn að reykja risastóra vindla, einkum stærstu gerðina af Corona. Kunningi forsetans var mjög áfjáður um, hvers vegna hann reykti þetta og spurði hann um orsökina. Kennedy svaraði: — Það stend- ur þannig á því, að ég hef komist að raun um, að þessir vindlar endast nákvæmlega jafn lengi og venjulegur ráðuneytisfundur. ★ Við móttökuat- höfn í Lundúnum skemmti Harold Macmillan sér með einum af ambassa- dorum sínum og sendiráðherrann spurði forsætisráð- herrann: — Er de Gaulle forseti í raun og veru eins erfiður bandamaður og menn láta af? — Ojæja, svaraði Macmillan, erfiður og erfiður ekki. Hann er næstum því eins og þær konur, sem sagt er við — Ég elska þig — og þær trúa því, að það sé sagt af heilum hug. ★ Walt Disney held- ur því fram, að endurnýjunar sé þörf á teiknimynd- um sínum. Þess vegna fór hann til Spánar. Hann ætlar þar að uppgötva nýja fyrirmynd í teikniseríur sínar. Disney leitar að nauti, sem getur orðið góð fyrirmynd að: „Elskulegi bolinn minn“, en Disney heldur að sú sería geti orðið vinsæl. Enginn skyldi ætla, að Disney muni gera myndir af hinum ruddalegu nautaötum, heldur er ætlunin sú að leggja sem flesta af velli með yndisþokka „hins elskulega bola.“ ★ Hinn 59 ára gamli konungur Saudi- Arabíu, Ibn Saud, býr hamingjusömu hjónabandi með 60 eiginkonum. Hingað til hefur hann séð svo um, að konur sínar skemmtu sér við lestur og til þeirra afnota á hann bóka- safn eitt mikið, sem eingöngu telur stórt úr- val af ástarsögum. Nú finnst honum tími til kominn, að kon- urnar kynnist samtímanum betur og hefur þess vegna pantað frá bóksala í New York fjögur þúsund geimferðasögur og annan vísindalegan skáldskap. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.