Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 23
Tvær liendiir tómar Frh. af bls. 13 — Með spegli, át konan upp eftir honum og varð dreymin á svip. — Stúlkur hafa gaman af að líta í spegil og hún skal eiga þann bezta. —• Já, með spegli, endurtók maður- inn. —- Kannski ég spyrji um verðið næstnæst. — Og ég á saumapeninga. Hún stóð á fætur og opnaði litla hirzlu á gamaldags saumavélinni sinni og tók öskju upp úr henni. — Sjáðu Þetta ætti að minnsta kosti að nægja fyrir speglinum. Síðan skrifuðu þau aftur bréf og dreifðu þeim um allt landið og vonuðu það bezta. — Nokkuð nýtt, spurði maðurinn næsta laugardag. Að þessu sinni svaraði hún: — Já, hún býr í Montpellier hjá madame Villefrance . .. ★ Þau skrifuðu ekki meira. Það var svo margt, sem þurfti að rannsaka og svo mörg formsatriðin sem þurfti að koma í kring. Auk þess hafði dóttir þeirra verið löglega ættleidd. Nei, þau urðu að fara sjálf til Montpellier. Það var löng og dýr ferð yfir þvert Frakk- land. Þau urðu að vera heila nótt í París og hírðust alla nóttina í klefa á þriðja farrými, af því að þau höfðu ekki efni á að vera í svefnklefa. Það var bjart veður og ferskt loft, er þau gengu frá járnbrautarstöðinni. Þau hröðuðu sér eins og lúin bein þeirra leyfðu. — En hvað hér er fallegt, sagði konan. Stóra húsið var umlukt trjám, og umhverfis það var hár múrveggur. Það mátti rétt naumlega greina þak þess milli trjákrónanna. — Já, svaraði maðurinn. Hér var alltt svo framandi. Loftið var svo óvenjulega ferskt og hreint og hér var allt svo hljóðlátt í samanburði við hávaðann í hinni nýbyggðu Bou- logne. — Hérna er það, sagði konan. Þau stönzuðu við hliðið. Það var allt hlaðið úr smásteinum. Madame Villefrance sá þau úr glugg- anum, þar sem þau komu gangandi hségum skrefum, tvær gamlar, grá- hærðar og þreyttar manneskjur og hún vissi strax hvert erindi þeirra var. Allt tók að hringsnúast í höfði hennar. Hún var ein heima og varð sjálf að fara til dyra, þegar bjallan hringdi. Hún vissi ekki hvernig hún komst fram í for- stofuna. Henni var efst í huga að flýja þessa hættu og forða sér út um bak- dyrnar. Síðar sátu þau í stofunni í silkiklædd- um hægindastólum og horfðu hvert á annað, óstyrk og óttaslegin. — Hún er svo hamingjusöm hérna, hvíslaði madame Villefrance. Gömlu hjónin litu bæði á húsgögnin og mjúk og þykk teppin á gólfunum. —• Já, sagði konan og leit um leið á madame Villefrance. Það var hyldýpi hryggðar í augum hennar. — Guð blessi yður. Við munum vera yður þakklát meðan við lifum. Við héldum jú, að hún væri látin. — Já, greip maður hennar fram í. . . látin. En þó vonuðum við stöðugt. Hann leit upp frá tötralegum stígvélunum sínum og varð starsýnt á hendur ma- dame Villefrance. Þær voru hvítar og fíngerðar og steinsettur hringur glitr- aði í sólskininu, sem barst inn um LITLA SAGAN: STÚLKAN FRÁ MÁNANUM Pete Roberts, bandarískur geimfari, hafði verið lengur úti í geimnum en nokkur annar maður. Samt sem áður töldu menn geimför hans hafa mis- heppnazt algjörlega. Þegar hann kom aftur úr förinni gat hann ekki munað neitt, hann hafði ekki hugmynd um hvort hann hafði verið í tunglinu, Marz eða Venus eða hvort hann hefði bara verið í heimsókn hjá ömmu sinni í Valnut Creek í Colorado. Það var alveg sama, hvað læknar geimvísindanna reyndu, Pete gat ekki munað nokkurn skapaðan hlut. Dag nokkurn kallar augnlæknir herstöðvarinnar á hann og skyldi sjón hans vera reynd á venju- legan hátt. -—• Getið þér lesið bókstafina á þessu spjaldi? spurði læknirinn og benti á spjald, þar sem þessir stafir stóðu: A T P R B X W Y O M N L Q K P Z — A T P R ... byrjaði Pete Roberts. Svo varð hann þögull og það kom fjar- lægur glampi í augu hans. — Haldið áfram skipaði augnlækn- irinn, dr. Haywood. — B X W Y O . . . hélt Pete áfram, en varð svo þegjandalegur aftur. — Þér eruð ekki almennilega með hugann við þetta, sagði dr. Haywood gramur. gluggann. Þannig voru hendur Denise nú 1 — Við erum svo þakklát, sagði hann. Hann sagði þetta sem gjöf, sem hann rétti madame Villefrance. Hann átti ekkert annað að gefa en hjarta hans var stórt og fullt af þakklæti. Madame Villefrance sundlaði í andar- tak en síðan herti hún sig upp og reis á fætur. — Þið verðið að sjá herbergið hennar. Hún gekk á undan og fast á eftir henni fylgdu þessir tveir skuggar, hljóð- laust yfir þykk teppin. Á leiðinni stanz- aði hún og opnaði glugga. Sólskinið streymdi inn. Framhald á bls. 32. — Hún var öll blá, muldraði Pete í barm sér, algjörlega eins í vexti og stúlkurnar hér í Bandaríkjunum, en bara blá, blá húð, blá augu, blátt hár, bláar neglur, öll sömul blá. Öll blá eins og króna blágresisins. Dr. Haywood nálgaðist geimfarann fullur áhuga. — Um hvað eruð þér að tala? — Stúlkuna á mánanum. Ég hitti hana þar. Dásamleg vera, svo silki- mjúk og yndisleg. Alveg gagnsæ. Maður gat séð, þar sem hjartað barðist í brjósti hennar. Og það leið ekki á löngu, fyrr en ég uppgötvaði að hjarta hennar barðist fyrir mig .. . — Hafið þér verið á tunglinu? spurði dr. Hawood ákafur. Voru það þá í raun og veru lifandi persónur? — Lifandi, sagði Pete, hvort hún var? Hún var mesti fjörkálfur, sem ég hef nokkru sinni þekkt. Hún var frá stað, sem hún kal.laði Zwaquluxqucuzx í héraði, sem hún kallaði Xuqalucqkuxq. Hún var alveg vitlaus í mig, alveg bandvitlaus. — Húsin þarna uppi, hélt dr. Hay- wood áfram, segið frá húsunum. Voru Frh. á bls. 32 fXlkinn 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.