Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 21
G I BORGARFIRÐI verið sendur á vettfang til þess að fram- kvæma verkið. Ekki lét nú neinn til- leiðast, nema Auðbjörn Fésteins og stakk hann af til Sviss ásamt sendi- manninum, en þar áttu peningarnir í múturnar að vera á banka. Ríkisstjórnin í Reykjavík hafði sent sendimann sinn með múturnar og átti » hann að leggja þær í banka í Sviss. En svo illa eða vel tekst til, að sendimaður þessi lendir heldur betur á því og fer aldrei til Sviss. Liggur leið hans upp í Borgarfjörð og þar biðst hann hælis sem pólitískur flóttamaður. Litlu seinna stofnar hann þar nektarnýlendu og þótti þá ýmsum ráðamönnum, að all nærri lýðveldi þeirra Borgfirðinga væri gengið. Næst er gerð uppreisn í Vestmanna- eyjum. Líður nú að því að stjórnin í Borgarfirði stendur uppi félaus. Kemur þá hinn pólitíski flóttamaður til hjálpar og styrkir Kolbein Málbeins með þeim peningum, sem hann átti að fara með til Sviss. Leiknum lýkur með því að stjórninni í Reykjavík er steypt af stóli og kastað út í Tjörnina af Borg- firðingafélaginu. Revíunni var vel tekið. Þetta var græskulaust gaman. Ýmislegt í fari Borgfirðinga var hent á lofti og skop- ast að. Höfundar þessarar revíu voru tveir ungir menn, sem ekki vildu láta nafns síns getið. Ragnar Olgeirsson lék sjálfan höfuðpaurinn, Kolbein Mál- beins. Guðmundur Þorsteinsson lék Auðbjörn Fésteins, heilbrigðismálaráð- herra, Friðjón Árnason lék hinn póli- tíska flóttamann, sem stofnaði nektar- nýlenduna, Pétur Guðmundsson lék ósköp venjulegan bónda, sem var á móti byltingunni í byrjun, en varð Frh. bls. 32 Nýlega varð bylting í Borgarfirði. Nýr Jörundur hundadagakonungur hrifsaði völdin í sínar hendur ásamt klíku sinni. Maður þessi er nefndur Kolbeinn Mál- beins, alþekktur fyrir skörungsskap og hreysti. Af vizku hans fara hins vegar litlar sögur. AðaLhjálparmaður Kolbeins var Auðbjörn Fésteins, maður blendinn og óáreiðanlegur. Lýst hefur verið hernaðarástandi í sýslunni og landsstjórnin í Reykjavík veit ekki sitt rjúkandi ráð fremur en endranær, þegar voða ber að höndum í þessu róstusama landi. Sagt er að Egill Skallagrímsson hafi gengið út úr haugnum að Mosfelli og sótt í keldur tvær kistur miklar, fullar af silfri. Segja menn hann ríða upp í Borgarfjörð og inn á Mýrar því að viðsjár eru með Mýra- mönnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.