Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 37

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 37
□TTD - BARDAGINN UM ARNARKASTALA Ottó gætti þess vel að missa ekki sjónar aí stúlkunni jafn- framt því, sem hann gætti þess að stíga ekki á sprek og runna. Ef til vill gátu óvinir leynzt einhvers staðar í þessu hálfrökkri... Stúlkan var hins vegar alveg róleg og gekk áhyggjulaus í gegnum skóginn. Það var augljóst, að hún vissi ekkert af eftirför Ottós. Skógur varð smám saman gisnari og Ottó varð að auka fjarlægðina milli sín og stúlk- unnar. Skyndilega kom Ottó auga á tjaldbúðir. „Þetta hljóta að vera höfuðstöðvar hinna einkennisklæddu bófa,“ hugsaði Ottó með sjálfum sér. Ottó faldi sig á bak við gamalt beykitré og hann horfði á stúlkuna hverfa inn í eitt tjaldið. Hann dró strax þá ályktun, að hún væri ein úr flokki Fáfnis. „Hún segist eiga rétt til Arnarkastala og hann muni verða heimili hennar fljótlega," hugsaði Ottó með sjálfum sér. „Og það getur aðeins komið fyrir ef Fáfnir nær kastalanum á vald sitt, og ef mér tekst ekki að ná í illgresi Satans á réttum tíma.“ En Fáfnir hafði nú öll tök á að stöðva hann. Allt í einu stóð hann augliti til aug- litis við tvo ríðandi menn, sem geystust á móti honum með brugðna branda ... Andartak var Ottó skelfingu lostinn. Svo dró hann sverðið úr slíðrum og bjóst til að mæta árásarmönnunum. Vissu- lega var um ójafnan leik að ræða: tveir á móti einum. Fót- gangandi maður mátti sín lítils í bardaga við ríðandi. Það var aðeins einn möguleiki fyrir hendi; ráðast til atlögu. Hann beið, unz reiðmennirnir voru í hæfilegri fjarlægð. Hann hljóp upp með hestinum og sneri síðan skjótt á hæli. Og það fór eins og hann hafði búizt við, hestur tók að ausa. Ottó flaug á reiömanninn. Og þar sem reiðmaðurinn bjóst ekki við þessari skyndilegu árás, missti hann jafnvægið og datt af baki. Ottó stökk upp í hnakkinn og snerist móti hin- um reiðmanninum. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.