Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 18

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 18
KYSSTU MIG MAÐUR ER NEFNDUR Bob Lowery og hefur án efa með höndum eitthvert undarlegasta starf, sem um getur. Hann lifir á því að kyssa. Að sjálfsögðu er hann búsettur í Hollywood, en nafn hans er aldrei nefnt í leikskrám kvik- myndanna. Hann er sérfræðingur í koss- um. í hvert sinn er kyssa á kvikmynda- stjörnu, kemur hann til skjalanna, og ekki fyrr en atriðið er fullkomlega æft, fær sjálf kvikmyndahetjan að halda áfram hlutverki sínu.. Fullyrt er, að ekki sé hægt að líkja eftir kossatækni Bobs. Hann segist sjálfur kyssa flestar frægustu kvikmyndaleikkonur Holly- woodborgar þúsund sinnum á ári hverju — fyrir 20 dollara stykkið! Hvað er koss? í fljótu bragði virðist þetta óþörf spurning. En þegar málið er athugað betur, kemur í ljós, að hálærð- ir menn hafa eytt miklum tíma og erfiði í að reyna að fá svar við þessari spurningu. Sumir hafa skilgreint fyrir- brigðið á stuttan og skemmtilegan hátt, en aðrir hafa skrifað þykkar bækur um þáð. Margir vísindamenn hafa glímt við gátuna og fræg er hin stutta skilgrein- ing hljóðfræðingsins Ernest W. Selmer, þar sem hann segir meðal annars að kossinn sem hljóðfræðilegt fyrirbrigði sé tvívara soghljóð! En sem betur fer hafa ekki eingöngu vísindamenn lagt orð í belg í þessu efni. Hið fræga ljóðskáld Paul Verlaine segir: „Kossinn, dásamleg rós í blóma- garði ástarinnar. Kossinn, hinn eld- heiti undirleikari á slaghörpu tann- anna undir ljúfa söngva, sem ástin syngur í brennandi hjörtum." Og Byron lávarður óskar sér að allar konur á jarðríki hefðu aðeins einn rósamunn, svo að hann gæti kysst þær allar í einu. Skoðun Sören Kierkegaard á koss- inum er öllu hversdagslegri og jarð- bundnari: „Koss hjónabandsins, þar sem hjónin vegna skorts á serviettum þurrka hvort öðru um munninn, um leið og þau segja: Takk fyrir matinn og verði þér að góðu!" Vitað er um tvo menn, sem hlotið hafa doktorsnafnbót vegna kossins. Við háskólann í Oxford varð vísinda- maðurinn Paul Newman dr. philos fyrir „Menningarsögu kossins" sem hann skrifaði. Og við Harvardháskóla í Bandaríkjunum varð læknirinn Tom Durante dr. med. vegna ritgerðar sinn- ar: „Styttir kossinn líf manna?" Hann hefur komizt að þeirri niðurstöðu. að kossinn sé hættulegur heilsu manna, þar sem hann beri sjúkdóma á milli, geri starfsemi hjartans hraðari en eðli- legt er, og hafi í för með sér margs konar þjáningar. Máli sínu til stuðn- ings hefur hann gert kerfisbundnar rannsóknir stúdenta og 500 annarra manna á öllum aldri. Hann hefur mælt æðaslög og starfsemi hjartans og tauga- kerfisins hjá ástföngnu pari, sem kyss- ist. Mælingar hans og rannsóknir leiddu í ljós að „allt of ástríðufullur koss geri það að verkum, að heilsa manna fari alveg úr jafnvægi, sérstaklega hjá þeim sem komnir eru yfir þrítugt." Lesend- um til huggunar má bæta því við, að kenningar doktorsins hafa mætt harðri mótspyrnu. Tveir amerískir sálfræðingar, Anny Heller og Peter Sucker, hafa gefið út 600 blaðsíðna bók, sem ber heitið „Sál- fræði kossins". Þau birta einnig tölu- legar niðurstöður rannsókna og geta meðal annars frætt okkur á því, að meðal karlmanna telji engöngu þeir, sem eru yngri en 18 ára, kossinn mikil- vægan fyrir ástina. Þegar menn eru komnir yfir fertugt taka þeir aftur að meta kossinn mikils, en flestir vilja þá kyssa konur yngri en 24 ára gamlar! Þegar kona er komin yfir þrítugt vill aðeins 45% karlmanna kyssa hana. Kvenfólk er meira fyrir kossa en karlmenn. 77% af öllum konum frá 16 ára til fertugs lýstu því yfir að kossinn væri þeim mikil nautn. Árstíðirnar hafa aftur á móti engu hlutverki að gegna, þegar kossinn er annars vegar. Þetta með vorið er því eintóm blekking. Mjög margir vildu helzt kyssa á veturna. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.