Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 22

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 22
✓ J) 4agAinA öm UM KARTÖFLUR Illmögulegt þykir flestum að vera án kartaflna. Fólk vill helzt ekki neyta matar nema soðnar kartöflur skipi heiðurssessinn á matborðinu. Þess vegna eru fá mál viðkvæmari heldur en sala og dreifing á þessum ómissandi jarð- ávexti. Ræktun kartaflna á íslandi er ýms- um vandkvæðum háð. Hinum innfæddu þykir líka hálfgerð niðurlæging að stunda slíka ræktun. Margir reyna að vísu að setja niður í smá garðholu, en ef eitthvað kemur upp hjá þeim, eru þeir búnir að reita berin af grösunum á miðju sumri, því þeim þykir nýnæmi í því að borða litlar kartöflur. Þeir losna þá líka bæði við að afhýða þær og skera. Þeir, sem reyna að rækta kartöflur í stórum stíl, eru sífellt á nálum vegna ýmissa sjúkdóma og skordýra, sem herja hinn íslenzka stofn af kartöflum. Þetta íslenzka kartöflukyn er nefnilega mjög heilsulaust. Svo er hið óútreikn- anlega veðurfar versti óvinur kartöflu- ræktenda, því oft hefur frost fellt kartöflugrás á einni nóttu, jafnvel þótt á miðju sumri sé. Og komist uppskeran óskemmd í jarðhúsin, þá vofir sífellt yfir, að kartöflumyglan leggi hana und- ir sig, og þá verður lítill afraksturinn. Það vantar því oft mikið upp á, að hér takist að rækta kartöflur, sem nægja til að seðja kartöfluhungur lands- ins barna allan ársins hring. Þess vegna verður að flytja þessa nauðsynjavöru inn í stórum stíl. Helzt 'er flutt inn frá Hollandi og Danmörku. Skaparinn gerir það þó stundum að gamni sínu, að sleppa landinu við stöngulsýki og myglu, og hefur þess vegna komið fyrir, að kartöfluuppskeran hefur verið meiri en svo, að hægt væri að éta hana á heilu ári. Þá skemmist mikið af þess- um ágæta jarðávexti. Af því, sem að framan hefur verið sagt, má sjá, að það mun ekki vera neitt auðvelt að verzla með kartöflur á íslandi. Til að gera allt eins auðvelt og mögulegt er, er hér einokun á inn- flutningi og sölu á kartöflunum. Svo er nú líka það, sem gerir málið flókið, að landsmönnum er hlíft við því að borga sannvirði fyrir kartöflur sínar. Ríkisvaldið beitir hér því einfalda bragði, að láta okkur greiða lítilræði fyrir hvert kíló, en tekur svo restina af okkur í hærri sköttum. Það liggur því í augum uppi, að sá, sem ræktar kartöflur og selur Kartöflueinokuninni, verður að fá fullt verð fyrir sína vöru. Og það fær hann líka, en þetta gefur svo ýmsum bragðarefum tækifæri til að ná sér í nokkrar krónur á ríkisins kostnað. Það gera þeir með því að kaupa kartöflurnar niðurgreiddar, en selja þær svo einkasölunni aftur sem sína eigin uppskeru. Þótt kartöflurækt þyki ekki mjög fínn atvinnuvegur, þá þykja svona viðskipti mjög virðingarverð. Smásalarnir fá ekki að leggja nema ósköp lítið á kartöflur þær, sem þeir selja. Þeim þykir því mikið stúss við að afgreiða þær og setja í poka. Mat- vörubúðirnar eru orðnar svo fínar, að þar má helzt ekki sjást skítugur striga- poki með kartöflum í. Kartöflur eru líka svo ljótar, þangað til búið er að sjóða þær og afhýða. Veslings hús- mæðurnar áttu bágt með að bera meira en eitt eða tvö kíló heim í einu. Kaup- mennirnir sögðu, að vigtun og umbúðir kostuðu svo mikið, að álagningin borg- aði ekki erfiðið. Þeir neituðu því að selja kartöflur, nema einkasalan vigt- aði þær og setti í bréfpoka, eða hús- mæðrum yrðu fengnir sterkir hand- leggir. svo þær gætu borið fleiri kíló heim í hverri ferð. Um tima var því neyðarástand í kart- öflumálum landsins. Fólk varð að kaupa blessaðar kartöflurnar sínar í einka- sölunni í hálfum sekkjum, og þrái ég ekki þá daga aftur, því þrjá poka varð ég að draga alla leið frá einkasölunni og heim til mín. En allar deilur leysast um síðir, og Frh. á bls. 34.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.