Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 24
Onnitr grein Jóns Gíslasonar um Tyrkja- ránii fræga og Islend- inginn, sem barðist hetjulega við erfið- leika á erlendri grund Þar var áður fráhorfið, að lýst var ránum í Vestmannaeyjum árið 1614 og viðbrögðum hirðstjórans á Bessastöðum, er Tyrkir strönduðu skipi sínu rétt við Seyluna við Bessastaði. Eftir að Tyr^cir höfðu losað skipið af skerinu við Seyl- una, héldu þeir vestur með landi og hugðust ræna á Vestfjörðum. En brátt fréttu þeir eða urðu áskynja, að ensk varnarskip voru fyrir Vestfjörðum, og vildu þeir ekki verða á leið þeirra, enda höfðu þeir þegar feng góðan og sneru heim við svo búið. Eftir ránin á Austfjörðum héldu Tyrk- irnir suður fyrir land. Þeir skyggndust eftir, hvar helzt væri að leita fanga, en hin sendna strönd Skaftafellssýslu var ekki árennileg til lendingar, og kusu þeir því að halda lengra vestur með suð- urströndinni. Til eru sagnir úr Skafta- fellssýslu um það, að almenningur hafi trúað að göldróttir menn hafi varnað Tyrkjum lands. En hvað um það. Þegar ræningjarnir komu í grennd Vestmanna- eyja, hittu þeir í Fjallasjónum enska duggu, sem þar var við fiskveiðar. Þeir tóku til fanga níu menn af duggunni leituðu eftir því við þá, hvar helzt væri að finna stað, þar sem hægt væri að ræna fólki með sem minnstri fyrirhöfn. Sagnir herma, að í hópi þessara níu manna hafi verið einn íslendingur, Þor- steinn að nafni. Allt bendir til, að sögn þessi sé rétt eins og brátt mun sjást af því sem gerðist í Vestmannaeyjum. Tyrkirnir hétu níumenningunum frelsi, ef þeir vísuðu sér á góðan fang- stað. Sjómennirnir kusu auðvitað að komast aftur á duggu sína og að fá að snúa frjálsir heim til hafnar að lokinni UNDIR vertíð í norðurhöfum. Vísuðu þeir ræn- ingjunum á Vestmannaeyjar, sem skammt voru undan, og lofuðu að verða þeim leiðbeinandi um landtöku þar. Englendingunum hefur verið kunnugt um ránið sumarið 1614, og hversu auð- veldlega það tókst. En jafnframt hafa þeir sagt víkingunum frá, að varnir voru nokkrar til staðar í landi, ef leið- sögn yrði til reiðu í eyjum. Ræningjar kviðu engu, enda hafði þeim bætzt þriðja skipið til ránanna, sem þeir hittu fyrir sunnan land. Slöguðu ræningja- skipin svo upp að Vestmannaeyjum og bjuggust til árásar á eyjarnar. Snemma morguns 16. júlí sáu Vest- manneyingar þrjú skip í landsuður af eyjunum. og stefndu þau undir eyjar. Vakti þetta mikinn óhug, kvíða og ótta, enda ekki nema eðlilegt, þar sem skammt var fráliðið. að eyjamenn guldu ræningjum þungar búsifjar. Veður var hið fegursta, brimlaust við eyjarnar og lendandi hvar sem var. Vindgola var nokkur á vestan-útnorðan, svo að skip- in höfðu heldur andbyr og gekk þeim seint að slaga undir eyjar — en miðaði þó. Vestmanneyingar urðu þegar gripn- ir ótta og ugg. þegar fregnin barst um eyjarnar, að þrjú óþekkt skip sæust slag- andi í áttina þangað. Ekki bætti það úr, að fregnir höfðu borizt til eyja, að Tyrk- ir hefðu um sumarið rænt fólki og góssi í Grindavík og farið grimmdarlega að öllu. Var þegar settur vörður til að fylgjast með ferð skipanna og undirbún- ingur hafinn til þess að verja höfnina, ef ræningjar væru hér á ferðinni. Gamalt vígi var í eyjum, sem enskir kaupmenn höfðu byggt á öndverðri 15. öld. Hafði það verið endurreist að nokkru árið 1586 og eftir ránið 1614 var einnig hresst upp á virkið, en fremur var sú viðgerð losaraleg. Danski kaup- maðurinn, Lauritz Bagge, tók að sér forsjá varnarmálanna. Hann safnaði saman vopnfærum mönnum og fékk þeim byssur og iét hreinsa fallbyssurn- ar. Var ætlunin að verja höfnina, ef til yrði leitað. Leið svo dagurinn, að skip- unum miðaði lítið í áttina til eyjanna, og fóru menn heim um kvöldið og sváfu 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.