Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 9
Klemens Jónsson leikari kennir leik- araefnum skylmingar. Hann hefur numið þessa list í London við Royal Academy og kennt íþróttina um árabil í skylmingafélaginu Gunnloga. Hann stendur nú þarna og skipar fyrir: Einn. tveir og þrír, og leggja. Og leikaraefnin taka sér stöðu, stíga öðrum fæti fram og leggja sverðunum beint fram. Þau gera þetta yfirleitt fallega, en það er oft. sem Klemens finnur að. Og þau reyna að laga það eftir því sem þau geta bezt. Við horfum á æfing- arnar um stund, er miða allar að því að gera leikendurnar sem liprasta á sviði. Réttar hreyfingar eru ætíð fallegar. Og skylmingar hafa lengi verið kennd- ar í leikskólum, ekki aðeins vegna þess að leikendur öðlist við þær mýkt og lipurð á sviði, heldur grípa þær svo inn í margt annað. Oft er líka barizt á sviði og þá er gott að kunna eitthvað í þessari list, jafnvel þótt allt öðrum gerðum af sverðum sé beitt. Leikaraefnin setja nú á sig grímur. Skylmingamenn bera alltaf grímur fyrir andlitinu, þegar þeir skylmast. Leikurinn færist í aukana og menn þeytast um gólfið þvert og endilangt. Korðinn er handleikinn fimlega. Annar- hvor aðilinn er stunginn og bíður þess vegna lægri hlut. Annars eru leikreglur þannig, að stungurnar mega vera nokk- uð margar og í keppni þegar leikurinn er oft svo hraður, að ekki er hægt að fylgjast með er korðinn stingst í and- stæðinginn, þá er notað tæki, sem mæl- ir, hve oft stungurnar verða. Við horfum á bardagann um stund, en leikaraefnin tóku nú að þreytast á þessu. Klemens Jónsson kennir fleira en skylmingar við leikskólann. Hann kennir líka látbragðsleik og ætluðu leikaraefnin að sýna okkur nokkuð af þeim svipbrigðum. Þau hafa æft lát- bragð, og nota einkum gömul ævintýri til að styðjast við. ★ Látbragðsleikur er ævagömul list- grein. Hún hefur þekkst allt frá grárri forneskju. Kínverjar og Japanir hafa löngum stundað þessa list og er hún í ’ hávegum höfð meðal þeirra.. Ef til vill er hún upprunnin þaðan. En þar er hún á vissan hátt bundin dansi. Til eru þeir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.