Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 7
Biðskýli. Kæri Fálki! —• Ég bý í Reykjavík í einu úthverfinu. Og núna í óveðrunum sem hafa geisað, þótti mér satt að segja ekkert gott að standa úti í bylnum eða slyddunni og bíða eftir strætisvagni. Ég skil ekk- ert í því, að ekki skuli fleiri biðskýli vera komin upp. Mér finnst það ekki nema sjálfsagt, að yfirvöldin komi upp bið- skýli fyrir fólk á sem flestum stöðum. Hvernig ætli að standi á þessu? Einn, sem notar strætó. Svar: Fyrir fáeinum árum voru reist allmörg biðskýli í út- hverfunum. Þótti mörgum golt að hafa þar skjól í vondum veðrum. En því miður gengu sumir þar annarra erinda en til var œtlazt, og mun þess vegna hafa verið horfið frá því að byggja fleiri slík skýli. Smásögur Kæri Fálki. — Ekki get ég annað en sagt að val ykkar á smásögum hafi yfirleitt verið gott. Gamansögurnar eru yf- irleitt alveg afbragð. Þið ver- ið fyrir alla muni að birta meira af þeim, því að satt að segja veitir ekki af, því að ís- lendingar hafa fremur litla kímnigáfu. J. J. Svar: Úr þvi aS fólk getur hlegiS aS þessum gamansögum, þá hlýtur þaS aS hafa einhvern snefil af kímnigáfu. F ramkvæmdamenn. Kæri Fálki — Mér líkar vel vel sú nýbreytni ykkar að birta þætti um íslenzka fram- kvæmdamenn. Þeir þættir, sem hingað til hafa birtzt hafa verið alveg ágætir. Maður hefur fengið fremur greinar- góða frásögn um ævi þessara athafnamanna .... — D. . .Blessaðir haldið þið á- fram að birta þessa þætti um íslenzka athafnamenn. G. Kvörtunarþættir. Kaeri Fálki — hvimleiðasta fyrirbæri í ís- lenzkum blöðum eru þessar kvörtunardálkar, þar sem alls konar fólk hellir úr skálum reiði sinnar yfir smámunum, þar kvartar fólk yfir hyrnum og biðskýlum, bíóum og ekki er til svo auðvirðilegur hlut- ur að það sé ekki kvartandi yfir honum. Mér finnst að blöðin ættu að taka sig til og hætta við þessa þætti. Æ. Þ. Svar: Þér eruS ekkert betri sjálfur, þér eruS aS kvarta og kveina út af þessum kvörtunardálkum. Krossgátur. Heiðruðu herrar. — Ég get ekki látið vera að þakka þeim, sem búa þessar krossgátur til, þær eru alveg draumur. Ég get aldrei látið vera að kaupa Fálkann mest vegna krossgát- unnar. Þó að ég verði að fara á bak við kallinn með það, því að ég kaupi mikið af blöðum, t. d. dönsku blöðin Hjemmet og Fameliejournal. Honum finnst Fálkinn of dýr. Þess vegna sendi ég krossgáturnar til þess að vita, hvort það gæti ekki álpast vinningur á mig eins og einhvern annan, svo að ég fengi eitthvað upp í svindlið. (En hvað varðar ykkur um það). Látið samt aldrei vanta krossgátuna í blaðið. L. B. Hafnarfirði. Sjálfsalar. .... Hvernig er það eigin- lega? Kunna íslendingar yfir- leitt ekki að meta neina þjón- ustu. Ég hef tekið eftir því að alls konar tæki, sem sett eru upp til þess að gera al- menningi léttara fyrir,. eru meira og minna eyðilögð. Um daginn las ég í blöðunum, að sími í klefa niður við höfn hafði verið eyðilagður. Ekki alls fyrir löngu þurfti ég nauðsynlega að setja bréf í póst á sunnudegi og ætlaði að frímerkja bréfið með merkjum úr sjálfsalanum, en hann klikkaði alltaf, svo að ég gafst upp og fékk merki annars staðar. . . . B. Svar. ViS viljum beina því til fólks, aS þaS gangi vel um slík þarfa- tæki og eySileggi þau ekki, því aS þaS eySxleggur bara fyrir sjálfu sér. Eitthvert FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.