Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 14
ÍSLENZKIR FRAMKVÆMDAMENN Það var á öndverðum kreppuárunum að nokkrir menn í Hafnarfirði keyptu togara og hófu útgerð. Ekki væri þetta í frásögur færandi, ef flestir eigendurn- ir hefðu ekki verið á skipinu og þeirra kaup var það sem aflaðist og ekki meira. Einn var í landi og stjórnaði útgerðinni. Rétt áður hafði Hafnarfjarðarbær efnt til fyrstu bæjarútgerðar hér á landi Forustumaður beggja þessara fyrirtækja, sem sett voru á stofn af brýnni nauðsyn vegna atvinnuleysis- ins, var Ásgeir G. Stefánsson. Ásgeir G. Stefánsson fæddist í Hafn- arfirði hinn 28. marz 1890. Foreldrar hans voru þau Sólveig Gunnlaugsdótt- ir og Stefán Sigurðsson trésmiður. Ásgeir var snemma bráðþroska og mikill á velli eftir aldri, einn 8 syst- kina og fór snemma að taka til hendi svo sem lenzka var í þá daga. Um og fyrir aldamót var hann langdvölum suður á Vatnsleysuströnd hjá Sæmundi Jónssyni er þar bjó. Eftir að sveinninn hafði gengið í barnaskóla, hóf hann nám í Flensborg hjá hinum ágæta skólamanni Jóni Þórarinssyni, sem þá var skólastjóri þar syðra, en kennarar voru Ögmundur Sigurðsson og fleiri. Vel líkaði Ásgeiri í Flensborg og kom snemma fram kapp- girni og dugnaður samfara óþrjótandi starfsorku, sem alla tíð síðan hafa ein- kennt hann. Að lokinni veru í Flensborg, hugðist 14 FÁLKINN * Asgeir Stefáns- son í Hafnar- firði Ásgeir gerast verzlunarmaður, og var ráðinn til verzlunarstarfa hjá Ágústi Flygenring, sem þá var umsvifamikill kaupmaður í Hafnarfirði. Skyldi samn- ingstíminn vera fjögur ár. Ásgeir sá þó fljótlega að „innanbúðar- störf“ hentuðu honum ekki og eftir ár hvarf hann frá áforminu um að gerast kaupmaður og hætti í búðinni. Stefán Sigurðsson. faðir Ásgeirs reisti á þess- um árum mörg hús í Hafnarfirði, stund- aði skipasmíðar og strax að lokinni ,,kaupmennskunni“ hóf Ásgeir trésmíða- nám, þá á sextánda ári. Hér komst pilturinn á rétta hillu og fékk útrás starfsorku sinnar og krafta. Er enn í minnum haft í Hafnarfirði, hve mikilvirkir þeir feðgar voru við smíðar og voru enda eftirsóttir. hvort heldur þurfti að byggja hús, eða gera við eða smíða skip. Stefán Sigurðsson lézt árið 1907 og hélt Ásgeir þá áfram námi hjá eldri bróður sínum, Sigurði Jóel, sem þá var fyrir nokkru fullnuma, í trésmíðinni. Ásgeir vann síðan við smíðar í mörg ár og þóttu fáir menn röskari til vinnu og meiri afkastamenn en hann. Á heimsstyrjaldarárunum fyrri bár- ust nýir straumar í þjóðmálum til lands- ins. Gömlu stjórnmálaflokkarnir höfðu þá að margra áliti gengið sér til húðar og boðföll frá því umróti sem ætti sér stað úti í hinum stóra heimi barst allt að ströndum íslands. „Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð“. Skáldin ortu ættjarðar og hvatningarljóð. Ungir menn þrungnir eldmóði hins nýja tíma komu fram á sjónarsviðið og ný samtök mynduðust. Aiþýðuflokkurinn var stofnaður árið 1916. Flokkurinn náði sterkri rótfer.lu í Hafnarfirði og þar hefur síðan verið eitt helzta vígi hans hér á landi. Ásgeir og samherjar hans, sem á unga aldri tileinkuðu sér þessa stefnu sýndu, er þeim gafst tækifæri, að jafnaðarstefn- an var þeim meira en orðin tóm eins og síðar verður að vikið. Árin 1922 og 23 dvaldi Ásgeir í Þýzkalandi. Eftir heimkomuna tók hann að sér byggingu sjúkrahússins á ísa- firði ásamt þrem öðrum, þeim Ingi- bergi Þorkelssyni, Einari Sveinssyni og Friðfinni Stefánssyni bróður sínum. » Að þessari sjúkrahúsbyggingu lokinni hófst bygging St. Jósefs spítalans í Hafnarfirði og síðan hvert húsið af öðru. Er hér var komið sögu var at- vinnuleysi orðið all tilfinnanlegt í Hafnarfirði Brezkt útgerðarféiag hafði um mörg ár haft aðsetur í Firðinum og veitt drjúga atvinnu en er það hætti starfsemi hér á landi dróst vinnan saman. í bæjarstjórnarkosningum 1926 náði Alþýðuflokkurinn í fyrsta sinn meiri- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hin- ir ungu bæjarstjórnarfulltrúar, og þeir sem að baki þeim stóðu hugðu á mildar breytingar á mörgum sviðum í samræmi við stefnu flokks síns. Um þetta leyti

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.