Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 13
hendur tómar SMÁSAGA EFTIR KAREN BRASEN eldrar hennar fyndust. Hún kom frá verkamannsheimili í Dijon og var því vön erfiðum kjörum. Stóra húsið, sem nú átti að vera heimili hennar, var henni ofurlítið framandi. Madame Villefrance var mjög glöð yfir því að hafa fengið barnið, en jafn- framt hrædd um að fæla það frá sér. Hún hafði verið nær viti sínu fjær af einmanaleik, og fyrstu nóttina sem Denise svaf í húsinu, stóð hún fyrir utan herbergið, sem hún hafði svo um- hyggjusamlega útbúið fyrir hina nýju dóttur sína og hlustaði á léttan andar- drátt hennar. Hann veitti húsinu fyll- ingu og gerði það byggilegt. Það var nú aftur orðið lifandi og fagurt. Og Denise varð fljótt vör við viðkvæmni og góðvild þessarar einmana konu. Þær áttu margt sameiginlegt og lærðu æ betur að méta hvor aðra því lengur sem þær voru saman. Dag nokkurn kallaði Denise hana mömmu, og þá var allt eins og madame Villefrance hafði frek- ast óskað sér. Denise dáðist að heimili sínu og um- hverfi þess, sem var hátt yfir Miðjarðar- hafinu meðal fjallanna, þar sem Frakk- land er hvað fegurst. Þetta var gamall og sérkennilegur háskólabær. Denise óx upp og dafnaði. Hún var gædd góð- um námsgáfum og var tekin til við há- skólanám. Velgengni hennar og vellíðan gerði það að verkum, að hún gleymdi smátt og smátt uppruna sínum og fyrri heimkynnum. Madame Villefrance var hamingjusöm. Kvíðinn og óttinn, sem hún hafði alið í brjósti allt frá því er hún missti mann sinn og syni, hvarf hægt og hægt. ★ Fólkið sem hafði bjargazt má þjóð- veginum milli Dijon og Besancon dreifðist um Frakkland. Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir stríðið, að tímarnir höfðu batnað svo, að hægt var að hugsa um þann möguleika að snúa aftur heim Gömul og gráhærð hjón, sem stóðu hvort öðru svo nærri, að frúin grét, þegar hún var skilin frá manni sínum og komið fyrir í kvennabúðum, sneru afur til Dijon. Þau fengu ofurlitla fjár- upphæð sem styrk frá ríkinu, en að öðru leyti var ekkert að byrja með. Þau stóðu með tvær hendur tómar. Húsin voru horfin, göturnar horfnar — staðurinn var að byrja að fá á sig nýjan svip, en þann svip þekktu gömlu hjónin ekki. Þau hörfuðu frá og héldu norður á bóg- inn og höfnuðu loks í litlum bæ, Carly, skammt frá Boulogne. Allt hafði svo gott sem verið jafnað við jörðu þar í stríðinu, en endurbyggingin var í full- um gangi, svo að handverksmaður var velkominn og fékk nóg að starfa. Þau fengu tvær litlar kytrur í Carley. Enn þá gátu þær naumast kallast herbergi, en maðurinn smíðaði og múraði og þegar hann ók snemma á mánudags- morgnum til Boulogne á reiðhjólinu sínu. hélt konan hans vinnunni áfram. Hann svaf gjarna á vinnustað sínum á sumrin, þar sem þetta var löng leið að aka hvert kvöld. Konan hans tók einnig til við að sauma aftur, en í Dijon hafði hún haft litla saumastofu. A laugardögum kom maður hennar heim þreyttur og fölur. — Ekkert bréf? var ævinlega hið fyrsta sem hann spurði um. Nei, ekkert bréf hafði borizt. A sunnudögum settust þau niður við bréfaskriftir. Um allt Frakkland spurð- ust þau fyrir um barn sitt. Víða voru þau hvött og styrkt í voninni. Á hverj- um degi gerðist það kraftaverk, að fólk hittist aftur eftir óáran stríðsins. Hví skyldu þau ekki hafa heppnina með sér? Herbergin þeirra tvö voru fábrotin og fátækleg, en hrein voru þau að minnsta kosti og höfðu tekið miklum breytingum frá því er þau fluttu í þau. í öðru var stórt rúm, þar var einnig borð og nokkrir stólar, skápur og sauma- vél. Ekkert af þessu var það sama sem þau höfðu átt í Dijon. Hitt herbergið stóð autt. Það var fóðrað Ijósbláu vegg- fóðri með rauðu rósamynstri. — Nú er hún tuttugu ára, sagði konan. — Hún getur áreiðanlega fengið skrifstofuvinnu og þá getur orðið fínt hjá henni með tímanum. Hún kinkaði kolli í áttina til tóma herbergisins og hélt áfram: — Hún er orðin svo stór núna, að hún þarf að hafa sitt eigið herbergi. — Herbergið hennar skal verða búið húsgögnum eftir tvo mánuði, lofaði maðurinn. — Ég sá einmitt fallegan skáp með spegli í fornsölu í gær. Framhald á bls. 23. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.