Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 17

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 17
lega matmálstíma með eigin- manni í vel pressuðum bux- um. Hreinar rúður í glugg- um og útsaumaða sófapúða. Lítil og falleg börn í hálf- sokkum. Mikið hlaut hún að vera hamingjusöm! — Gjörið svo vel, nú er laust sæti. . Inga settist fyrir framan spegilinn. Elsa gekk út úr hár- greiðslustofunni og leit á minnisblaðið, meðan hún gekk niður þrepin — Mjólk og kex — hrein- lætisvörur — kaupa kjöt... Hún fór sniðhallt yfir göt- una, til kjötbúðarinnar. Alltaf þessi eilífa matseld — eins og hún var nú skemmtileg! Ef það væri nú að minnsta kosti svo vel, að allir gætu borðað hið sama. En maðurinn hennar gekk með magasár og varð að fara varlega í mat. Og ekki gátu hún og börnin alltaf étið eggjaköku og fiskbollur. Búðin var þéttskipuð og hún tók sér stöðu aftast í biðröðinni. Ekki var nú lífið spennandi, nei, það var þó synd að segja. Á fætur klukk- an sjö_ hvern einasta morgun, til að koma manni og börnum af stað í tæka tíð Síðan var það eilífur erill — hver dag- urinn öðrum líkur. Út að kaupa í matinn, svo heim að stoppa í sokka — 'aldrei var augnabliks frelsi. Ef maður stal sér nokkurri stund, til að hressa upp á út- lit sitt ætlaði allt af göflun- um að ganga. Maturinn varð of seint tilbúinn og öll fjöl- skyldan í uppnámi. Að hún skyldi geta unað þvílíku lífi, þræla og púla frá morgni til kvölds, til þess að allt liti þokkalega út og allir gætu verið ánægðir. Þarna var þrýstin kona í loðfeldi, með ljómandi arm- bönd. Hún keypti nautasteik, ál, rækjur, fína sósu og þrjár tegundir af osti. Og gjörið svo vel að bera það út til bíl- stjórans . .. Elsa glápti á eftir henni, þegar hún gekk út úr búðinni. Þessar áttu nú góða daga, — bara kaupa það sem þeim datt í hug, og aka svo heim í indælis bifreið. Sjálfsagt hafði hún ágæta eldhús- stúlku, og þurfti ekki að hirða hót um matinn fyrr en hann var kominn á borðið. Og í morgun hafði hún auðvitað sagt stofustúlkunni fyrir verkum fram til hádegis, koma svo heim til sín að öllu í röð og reglu, fékk sér te- bolla í rólegheitum. Svo varð hún auðvitað að hvíla sig, en síðan þurfti hún ekki annað en að stritast við að bollaleggja, hverjum af sínum mörgu kjólum hún ætti að klæðast í leikhúsinu í kvöld. Á morgnana færði stofustúlkan henni kaffið á sængina. Hún hafði nægan tíma til að lesa, sauma út og sinna hugðarefnum sínum. mikið hlaut hún að vera hamingjusöm! — Jahá — nú er það víst frúin . . . Kjötkaupmaðurinn leit spyrjandi til Elsu, en hún tók upp minnisblaðið. María vafði betur að sér loðkápunni og hagræddi sér í bílsætinu. Svo hallaði hún sér aftur á bak og lygndi augunum, en lét hugann reika. Mikið var það, sem maður mátti standa í, hún hélt það naumast út öllu lengur. Eldabuskan hafði sagt upp vistinni af óskiljanlegum ástæðum, — og það einmitt nú, þegar þau þurftu að halda tvær miðdegisveizlur, hverja eftir aðra. Og svo kjóllinn, sem aldrei gat farið vel. Efnið kostaði stórfé og saumaskap- urinn var dýr, en hvernig sem honum var breytt, var hann alltaf eins og poki. Og hún sem ætlaði endilega að láta hann fara svo fjarska vel — Þó ekki væri til annars en ergja hana frú Móberg, sem alltaf hélt að hún væri sú eina sem kynni að bera uppi kjóla. Þá var það ekki síður ergi- legt með þessi pund, sem hún hafði bætt við sig upp á síð- kastið. Það var svo örðugt að halda aftur af sér í öllum þessum miðdegisveizlum, með indælis mat og dýrum vín- um . . . Og þó eyddi hún ærnu fé í nudd. Nei, það var sannarlega engin furða, þótt taugarnar væru farnar að gefa sig. Það var líklega bezt að tala við lækninn og fá nýjar pillur ellegar bendingu á einhvern fagran stað suður á Miðjarðarhafsströnd. Hún andvarpaði sáran af kvíða fyr- ir öllum komandi erfiðleikum. — Staðnæmast fyrir utan tízkuskemmuna.. Frh. á bls. 34 FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.