Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 29
KUNNIÐ ÞÉR AÐ PRESSA BUXUR Það er vel þess virði að eyða nokkrum tíma í að pressa buxur eiginmannsins, því fátt breytir manninum meira, fljótt á litið, og gerir hann glæsilegri á að líta, en buxnabrot hvöss eins og rakhnífar. Þegar tíminn er naumur, er dálítið freistandi að byrja strax að pressa. En það hefnir sín seinna meir. Ryk, blettir og óhreinindi, sem pressuð eru inn í efnið, verður nær ógerningur að ná burt. Látið því ekki undir höfuð leggjast að bursta buxurnar vel, bæði að utan og innan, gleymið ekki uppábroti, ef það er. Takið einnig alla bletti úr, áður en byrjað er að pressa. Mikils er vert að vinna með góðum áhöldum, verkið vinnst bæði betur og léttara. Fyrst og fremst þarf stöðugt strauborð, minnst 120 cm. langt. Auk þess pressuhnall og bursta, sem er flat- ur á bakinu. Fat með volgu vatni og pressuklút úr t. d gömlu laki (bezt eitthvað, sem hefur verið mikið þvegið), og gott straujárn. Þess skal gætt að strauborðið sé ekki of mjúkt o’g yfirbreiðslan alveg slétt og feld. Hafið í huga muninn að strauja og pressa. Þegar straujað er, drögum Mynd 1: Harðvindið pressustykkið, setjið buxurnar upp á strau- brettið eins og myndin sýnir með brotið í brún. Leggið pressustykkið tvöfalt og leggið það á buxurnar. Byrjið að pressa í skrefinu. Munið að þrýsta og lyfta járninu en verið samt létthentar. — Það er fyrst og fremst gufan, sem á að vera hér að verki, ekki þunginn. Athugið að pressustykkið má aldrei verða alveg þurrt. Mynd 2: Fjarlægið pressustykkið og þrýstið fast með pressuhnall- inum, þannig að gufan fari vel inn í efnið. Haldið svona áfrain upp að mitti og hringinn. Snúið ætíð því sem búið er frá yður. Pressið vel undir lokin á rassvösunum og brúninni að hliðarvösunum. Síðast er líningin pressuð. Mynd 3: Leggið skálmina eins og myndin sýnir. Oft er poki við hnéð og hann þarf að nást úr. Leggið pressustykkið, vel vott á hnéð og pressið inn að miðju pokans allt í kring. Verið létthentar. Stund- um þarf að endurtaka þetta. Mynd 4: Skálmarnar lagðar í brotin og þær pressaðar fyrst innan fótar. Leggið tvöfalt pressustykkið og nú verðum við að muna að draga ekki járnið eftir brotinu, bara lyfta við hvern flutning, annars er hætt við að brotið flái. við járnið fram og til baka í þráðarátt, aftur á móti er járninu lyft og látið beint niður þegar pressað er. Þegar rakur klútur er lagður yfir það, sem pressa á og síðan pressað, pressast gufa inn í efnið. Lyftið strax pressuklútnum og þrýstið fast með pressuhnallinum eða burstanum á efnið, svo að gufan fari vel inn í efnið. Látið buxurnar kólna vel, helzt til næsta dags, áður en farið er í þær. Þá endist pressingin mun betur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.