Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 10
fræðimenn, sem halda því fram, að menn hafi lært að tala með alls konar handapati og látbragði. Enn fremur voru látbragðsleikir mjög mikils virtir með ýmsum fornum menningarþjóðum. Honum var beitt í fleiru en gleðileikj- um, því að látbragðaleikur kemur inn víða í trúarbrögðum og helgisiðum. Ef til vill halda sumir, að látbragðs- leikur eigi eitthvað skylt við handapat og alls konar látalæti. Lítið er samt til í því, af því að látbragðið er byggt á háttbundnum hreyfingum handa og fóta ásamt ýmislegum svipbrigðum, sem tjá eiga alls konar geðbrigði. Ekki eitt einasta orð er talað. í hinum gömlu leikjum, sem leiknir voru á miðöldum í Evrópu, var iát- bragðsleikur mikið notaður. í þeim försum, þar sem hinar gömlu og skemmtilegu persónur eins og harlek- in og scarmouchio komu fyrir var hann mjög í hávegum hafður. Sá lát- bragðsleikur, sem nú er tíðkaður, bygg- ist mjög á þessari gömlu hefð í þessum försum. Látbragðsleikur er enn mikið notaður í leikritum og hinir ungu höf- Hugrún Gunnarsdóttir og Briet Héðinsdóttir handleika sverðin fim- lega (efri myndirnar). Myndaröðin hér að neðan er tekin í tíma í lát- bragðsleik. Sævar og Bríet leika æv- intýrið um Rauðhettu. Á fyrstu þrem- ur myndunum hittir úlfurinn Rauð- hettu, á fjórðu myndinni hefur úlf- urinn fengið sér blund eftir að hafa gleypt ömmu gömlu. Fimmta og sjötta mynd: „Hvers vegna* hefurðu svona stóran munn, amma?“ — „Það er til þess að ég geti gleypt þig.“ (Ljósm. FÁLKINN, Jóhann Vilberg). undar í leikritagerð láta persónurnar oft tjá sig á ýmsan hátt með svipbrigð- um. Annars má segja að gullöld þessar- ar leikaðferðar hafi verið þöglu kvik- myndirnar. Látbragðsleikur kemur víðar við sögu en í leikritum og kvikmyndum. Við get- um nefnt til gamans hinar vinsælu teiknimyndir. Flestir hafa mjög gaman af þeim og margar teikniseríurnar eru án nokkurs texta. í þeim tala svipbrigði og látbragð sínu máli, svo að allir skilja. Það er nauðsynlegt hverjum leikara, að kunna eitthvað fyrir sér í þessari list. Látbragðsleikur er kenndur þarna í leikskólanum og við fengum nú að sjá, hvað leikendur kynnu fyrir sér í þeim efnum. Þeir ætluðu að leika Rauðhettu fyrir okkur. Þeir hafa einkum æft gömul leikrit eftir ævintýrum. Að þessu sinni völdu þau Rauðhettu. En hana lék Bríet Héðinsdóttir, ömmu hennar og mömmu lék Hugrún Gunnarsdóttir, úlfinn lék Sævar Helgason og veiði- manninn Guðjón Sigurðsson. Þær mæðgur mynntust, þegar Rauð- hetta lagði af stað til ömmu sinnar, létt í lund og valhoppaði í gegnum hinn ímyndaða skóg. Þar liggur úlfurinn í leyni og það speglast bæði gleði og girnd í svip hans þegar hann sér Rauð- hettu litlu. Hann hleypur á móti henni og í fyrstu verður Rauðhetta litla svo- lítið skelkuð, en jafnar sig brátt og trítlar áfram um hinn ímyndaða skóg. En úlfurinn hleypur heim til ömmunnar og gleypir hana með húð og hári af mikilli græðgi, ef dæma má eftir svipn- um á leikaranum. Litlu seinna ber Rauðhetta að dyrum full af barnslegri einlægni. Þar hefst sorgarleikurinn. Að honum loknum kemur veiðimaður- inn á vettvang. Hann rekur smiðshögg- ið á leikinn, því að hann gerir út af við úlfsgreyið með einu handbrag'ði og út úr kviði úlfsins skríða amman og Rauðhetta litla. Leiknum er lokið. Litlu seinna sýnir Sævar okkur hvernig ljósmyndari ber sig að, þegar hann tekur myndir af litlum börnúm. Fyrst situr hann við lítið borð. Enginn kemur að láta taka mynd af sér. Og Ijós- myndarinn situr þarna auðum höndum. Þá er barið að dyrum. Lítill krakki kem- ur inn og Ijósmyndarinn brosir allur og bugtar sig, klappar litla drengnum á höfuðið og smellir nokkrum sinnum af. Þetta var listilega leikið og mátti at látbragði Sævars vel þelckja handbragð og vinnulag barnaljósmyndarans. „Hér er alltaf kennt tvo tíma á dag“, sagði Klemens, ,,en það er bara einu sinni í viku, sem skylmingar og lát- bragðsleikur er kenndur. Leikaraefnin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.