Fálkinn - 11.04.1962, Side 15
tæki t. d. Bergmann Boch og A. E. G.
í sambandi viS þessi viðskipti fór
Eiríkur til Þýzkalands, kynnti sér nýj-
ungar og gerði út um viðskipti. Bræð-
urnir Ormsson fluttu inn mikið af alls
konar vélum og tækjum unz stríðið
sleit öll viðskiptasambönd við Þýzka-
land árið 1939. Frá öðrum löndum gekk
þá einnig illa að fá vélar og verkfæri.
Þegar svo var komið, tók Eiríkur upp
þráðinn þar sem frá var horfið og fór
að smíða raístöðvar á verkstæði sínu
við Vesturgötu, þar voru smíðaðir raf-
alar, rafmagnshreyflar og vatnstúrbín-
ur, en allt þetta hafði hann flutt inn
fyrir stríð.
Alla þessa framleiðslu teiknaði Eirík-
ur og reiknaði út, og smíðaði sumt sjálf-
ur, eins og t. d. túrbínuhjólin. Einu
sinni kom til hans smiður ofan af Akra-
nesi, sem vantaði nauðsynlega jafn-
straumshreyfil í fræsara. Þetta þurfti
að vera mjög hraðgeng vél og eftir að
hafa hugsað málið nokkuð var smíðin
hafin og henni lokið á skömmum tíma.
En þótt hinir tæknilegu hlutir séu
Eiríki hugstæðir, hefur hann ekki
gleymt uppruna sínum. Bóndinn hefur
alla tíð blundað í honum; minningin
um ilminn úr skaftfellskri jörð hefur
verið honum hugstæð. Fyrir allmörg-
um árum keypti Eiríkur Skeggjastaði
í Mosfellssveit, reisti myndarlegt hús,
fullkomna rafstöð og bætti jörðina að
öðru leyti.
Hann dvelur oft á Skeggjastöðum og
þar er fjölmennt á stundum: Börn
tengdabörn og barnabörn og jafnvel
barnabarna-börn.
Eins og að er vikið hér að framan,
hefur mikill fjöldi rafvirkja lært hjá
Eiriki Ormssyni. A verkstæði hans
við Vesturgötuna hefur jafnan verið
betri vinnuaðstaða en víðast hvar ann-
ars staðar og það ásamt áhuga meistar-
ans fyrir því að nemendur lærðu sem
mest og yrðu sem beztir fagmenn og
færir í flestan sjó er námstíma lyki,
hefur aukið gildi mannsins. Jafnhliða
mikilli vinnu við rafvélar á verkstæði
hafa störfin verið við raflagnir og vélar
í skipum, lagnir í hús og síðast en ekki
sízt við röntgentæki sjúkrahúsanna
hér á landi.
Á ferðum sínum í Þýzkalandi kynnti
Eiríkur sér meðferð og viðgerðir þess-
ara tækja, sem nú þykja ómissandi á
hverju sjúkrahúsi. Hann og starfsmenn
hans, settu síðan upp og héldu við
Frh. á bls. 34
FÁLKINN 15