Fálkinn - 11.04.1962, Blaðsíða 34
GABRIELA
Framhald af bls. 32.
degisverðinn. Henni til mikillar gleði
bauðst Minna til þess að hjálpa henni
og gerði það óspart. Þetta var í fyrsta
skipti sem Julian og Gabriela fengu
gest — ef frá var dregin gestamóttakan
á brúðkaupsdaginn — og þess vegna
vildi hún, að allt væri fyrsta flokks og
færi hið bezta fram. Hún var Minnu
afar þakklát fyrir að rétta henni hjálp-
arhönd. Reynsla hennar í þessum efnum
var ómetanleg.
Hvílík gæfa! Brátt mundu þau losna
við Tiibingen og allt sem þeim ógæfu-
bæ fylgdi. Þau mundu fá sitt eigið
heimili, hún og Julian... og Jurgen.
Ef þau fengju aðeins að vera út af fyrir
sig eins og aðrar fjölskyldur, þá mundi
Júrgen án efa hætta að líta á stjúp-
föður sinn sem ókunnan mann, sem tók
alltof mikið af tíma móður hans. Og
Julian... hann var innst inni barn-
góður maður ...
Það mundi taka eitt ár, í allra mesta
lagi eitt ár, þangað til þau gætu flutt,
hafði Julian sagt. Við verðum fyrst að
hefja framleiðslu lyfsins. Hvað hefur
eitt ár að segja, hafði Gabriela svarað.
Aðalatriðið er, að við fáum tækifæri
til þess að vera hamingjusöm. Þú verð-
ur þinn eiginn húsbóndi og það er óend-
anlega mikilsvirði fyrir þig, hafði hún
bætt við.
Gabriela lagði síðustu hönd á mið-
degisverðarborðið, lagfærði blómin og
flutti til einstaka hluti, en fór síðan að
klæða sig. Hún stóð fyrir framan stóra
spegilinn í stofunni og grandskoðaði
útlit sitt. Þá heyrði hún fótatak í stig-
anum og rödd Julians:
— Gerið þér svo vel og gangið í
bæinn!
Ánægð og spennt strauk hún í snatri
annarri hendi yfir hár sitt, en sneri sér
síðan við brosandi. Hár og herðabreiður
maður í dökkbláum fötum stóð í dyr-
unum.
Brosið á vörum Gabrielu stirnaði og
hönd hennar fálmaði eftir stólbaki. Eins
og í draumi heyrði hún rödd Julians:
— Gabriela! Má ég kynna ...
(Framhald í næsta biaði).
Ilundrað |»<ijsund . . .
Frh. af bls. 25
mynda páskaeggið. Þegar búið er að
slá þær úr mótunum, eru þær sendar
í kössum niður í annan sal, þar sem
hafizt er handa um að láta sælgæti
inn í eggið ásamt málshætti einum á
bréfmiða.
í þessum sal vinnur fjöldi stúlkna við
að skreyta páskaeggin, Einn hópurinn
setur helmingana saman, annar skreytir
eggin með alls konar útflúri og svo er
þriðji hópurinn, sem setur á eggin
hænuungana. Einn hópur sér svo um
34 FÁLKINN
að pakka eggjunum inn, annaðhvort í
skrautlegar pappaöskjur, sem er ný-
ung hér, eða setja þær í sellófanpoka.
Það er geysimikil vinna við páska-
eggin og stór hópur manna og kvenna
vinur ár hvert við þau um páskaleytið.
Nói framleiðir nú páskaegg í 11 stærð-
um, og mest af millistærðunum. Hálf-
um mánuði fyrir páska koma svo egg-
in á markaðinn.
Á skrifstofunni eru kaupmenn sem
óðast að gera pantanir. Fyrir utan páska-
eggin selst annað sælgæti vel yfir pásk-
ana. Sumir kaupa súkkulaði í staðinn
fyrir páskaeggin til þess að hafa til há-
tíðabrigða. Páskarnir eru að verða eins
konar sælgætishátíð, gósentími sælker-
anna. Og á því leikur enginn hafi, að
vatn mundi koma í munninn á mörgum,
ef hann liti úrvalið af páskaeggjunum,
sem blasir við á hillunum í sælgætis-
verksmiðjunni Nóa.
LITLA SAGAN
Frh. af bls. 28.
sama andblæinn og leikið hafði um
mann, þegar maður var upp á sitt bezta
og enn ókvæntur. Það gat ekki verið
neitt ljótt á bak við þetta. Aðeins að fá
sér einn wiskysnaps oð ef til vill bjóða
einhverri stúlkunni upp á einn ....
Ring, ring.
Síminn hringdi. Það var Marianna,
sem hringdi frá Holsterbro. Hún vildi
bara vita, hvort allt gengi sinn gang
og hvort ég hefði munað eftir að vökva
blómin, og hvort ég hefði nóg að borða.
Hún mundi koma á þriðjudaginn.
Þegar hún hafði kvatt mig, vökvaði
ég blómin.
Það eru 322 kílómetrar til Holster-
bro.
Ef ég hef nokkru sinni tækifæri, þá
hafði ég það nú. Féll öðrum eiginmönn-
um þungt, þegar konur þeirra voru í
burtu? Maður þurfti samt ekki að gefa
sér alveg lausan tauminn. Var maður
kannski ekki bundinn í báða skó, venju-
lega? Hafði maður ekki þörf fyrir svo-
litla uppörfun? Og hvað er einn manns-
aldur? Var ekki til gamalt orðtæki,
sem sagði, að oft mætti satt kyrrt liggja?
Einbeittur á svip setti ég vatnskönn-
una frá mér og fór í hvíta skyrtu og
nýju, fallegu, bláu fötin mín .
Hálfri klukkustund seinna tók ég
hattinn niður af henginu í forstofunni,
kveikti mér í sígarettu, lagaði bindið í
síðasta sinn, og ég sannfærðist um það,
er ég leit rannsakandi í spegilinn, að
ég gat vel litið út sem 32 ára. Eg var
glæsilegur maður.
En einn lítill, þaulhugsaður, djöful-
legur hiutur, eyðilagði þetta allt. Hann
kom mér til á örfáum sekúndum að
leggja hattinn á hilluna í fatahenginu
og ég leit nú tíu árum eldri út en áð-
an. Og ég læddist aftur skömmustu-
legur inn, fór úr fallegu bláu fötun-
um, tróð mér í gamla, slitna og ljóta
hversdagsjakkann, settist niður í hæg-
indastól og tók að lesa reyfara eftir
Cooper til þess að gleyma þessu öllu.
Það sem einfaldlega gerðist var það,
að þegar ég stóð fyrir framan spegil-
inn og skoðaði mig með ánægjusvip,
þá stakk ég hendinni í vasann og dró
þar upp svolítinn bréfmiða. Ég kuðl-
aði honum saman og ætlaði að fleygja
honum. En þá hugsaði ég mig um og
fletti honum í sundur. Með hendi Mari-
önnu stóð þar skrifað:
— En hvað þú ert fínn. Hvert ertu
að fara?
Willy Breinholst.
ísl. framkvæmdamenn
Framh. af bls. 15.
röntgentækjum sjúkrahúsanna í Rvík.
og nágrenni og einnig á sjúkrhúsum
annars staðar á landinu.
Eiríkur er nú kominn á þann aldur
að margir eru farnir að unna sér nokk-
urrar hvíldar, en slíkt er honum fjarri.
Hann fer á hverjum morgni um sjö-
leytið að heiman frá Laufásvegi 34
niður á skrifstofu og vinnur þar langan
dag. Eftir að stríðinu í Evrópu lauk og
sérstaklega eftir endur-iðnvæðingu
Þýzkalands hafa viðskipti fyrirtækja
hans við útlönd aukist hröðum skrefum
og þótt maðurinn sé með afbrigðum
starfsamur vill hinn venjulegi skrif-
stofutími stundum verða helzt til
stuttur.
Eins og margir þeir er dvelja í Þýzka-
landi, varð hann hrifinn af þýzku þjóð-
inni. Hrifinn af hinni þýzku nákvæmni
og dugnaði og tæknilegri getu. Það er
líka annað sem sá finnur er þar dvelst
og býr við sömu kjör og hinn venju-
legi Þjóðverji: heiðarleiki, tryggð og
vinfesta. Er heimsstyrjöldin síðari skall
á og Bretar hernámu ísland lá það orð
á að þeir hinir brezku dátar væru Eiríki
engir aufúsugestir. Er Bandaríkjamenn
tóku að sér vernd landsins fannst hon-
um það litlu betra.
Sagt er að einu sinni á stríðsárunum
hafi bandarískur liðsforingi komið inn
í afgreiðsluna á verkstæði Eiríks að
Vesturgötu 3. Afgreiðslumaður var
eitthvað slakur í enskunni og bar
Eirík þar að. Bandaríkjamaðurinn sneri
sér þá að honum og bar upp erindið,
Eiríkur ætlaði að snúa hann af sér og
spurði hvasst. ,,Sprechen Sie Deutsch“?
Liðsforinginn tókst á loft. Jú, hann
hélt nú það, fæddur og uppalinn í
Þýzkalandi. Upp frá þessu spratt góður
kunningsskapur sem hélzt meðan liðs-
foringinn dvaldi hér á landi.
Eiríkur Ormsson er manna spengi-
legastur að vallarsýn, í hærra lagi og
tá-grannur. Hann var á yngri árum
talinn heljarmenni að burðum og skák-
ar mörgum sér yngri mönnum enn í
dag.
Hann hefur alla tíð ástundað reglu-
semi og vinnusemi svo til fyrirmyndar
er og hann hefur á þessum næstum
sjötíu og fimm árum ævi sinnar vart