Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 6

Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 6
PANDA OG LANDKDNNUÐURINN MIKLI Húsmunir alls konar tóku að fljúga fram hjá þeim. Landkönnuðurinn leit upp varlega. „Ég' sé það núna, það er Aloysius frændi aftur. Hann er alltaf að valda mér óþægindum, eins og þú hefur séð.“ Hinn illgjarni frændi kastaði öllu niður, sem hann gat fundið. Fólkið niðri á götunni fylgdist með þessu af mikilli for- vitni. Lögreglumaðurinn var orðinn órór. „Ég held, að þetta hljóti að mæla gegn lögunum,“ sagði hann. Litskrúðugur blómvasi kom þá í höfuð honum. „Þetta mælir gegn lögunum. Ráðizt á lögreglumann að störf- um. Og lögreglumaðurinn blés hátt í flautuna. Landkönnuðurinn byggði fljótt eins konar þak yfir höfuð þeirra úr regnhlífinni og öxunum. Þannig gátu þeir varizt hinum þungu munum, sem flugu framhjá þeim. Landkönnuðurinn gaf Panda nánari fyrirmæli um hvað gera skyldi, þegar svona stæði á, og hvernig bezt væri að verjast árásum. Á meðan á fyrirlestr- inum stóð, hættu húsmunirnir að falla. „Mun ekkert geta fengið þá til að falla niður,“' muldraði Aloysius frændi. En niðri í borginni hafði allt lögreglulið borg- arinnar safnazt saman umhverfis Risa-bygginguna. Hver lögreglubíllinn á eftir öðrum þaut áleiðis til byggingarinnar og tugir lögreglumanna fóru upp stiga og lyftur byggingarinnar. En Panda og landkönnuð- urinn héldu nú upp múrinn með meiri hraða og ör- yggi en nokkru sinni fyrr. Allt í einu birtist nýr vegartálmi. í hverjum glugga birtist lögreglumaður, sem bar merki, er gaf til kynna, að þeir ættu að stanza. „Þessi umferðarmerki nú á dögum, hindra mann í að komast allt, sem maður vill,“ sagði land- könnuðurinn. 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.