Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 14
EKKJUR ER(J AELTAF 29 ÁRA Jim Burton varð litið út um gluggann mikla á borðsal íþróttafélagsins — og missti þegar áhuga fyrir miðdegis- verðinum. Á stökkpallinum hátt yfir sundhöllinni stóð ítur- vaxin, sólbrún persóna í nærskornum baðfötum. Og það var áreiðanlega ekki karlmaður. Anna systir hans sat andspænis honum og brosti. „Hún heitir Gloría Whiting,“ sagði Anna vingjarnlega. „Ég held ég fari út og athugi, hvernig vatnið er,“ sagði Jim. „Fertugur maður ætti nú að vita hvernig vatnið er,“ systir hans sagði þetta fremur þurrlega. „Fertugur! Eins og það sé nokkuð? Veizt þú eiginlega, hvað Clark Gable er gamall?" anzaði Jim og stóð upp. „Gable er gerður úr ævarandi efni,“ sagði Anna. „Eins og þeir James Stewart og Charles Boyer.“ Það hnussaði í Jim. Hann var hreykinn af gráu hárunum við gagnaugun. Hann kom út á hjallann jafnsnemma því er hin íturvaxna kona skaut sér eins og ör ofan af pallin- um, gegnum loftið og stakkst niður í sundlaugina með ofur- lítilli skvettu. „Hvernig er vatnið?“ spurði hann þegar henni skaut upp aftur. „Dásamlegt!" Hann tók eftir því, að hún hafði fallegar tennur — þessar hvítu og heilbrigðu, sem fara svo vel við hvít baðföt og brúnt andlit. Auk þeirra var og margt annað, sem mátti dást að. „Finnst þér ekki þurfa að láta kynna þig almennilega fyr- ir stúlkunni?“ Jim hrökk við, þegar Anna sagði þetta allt í einu yfir öxl hans. „Gloría, elskan, þetta er bróðir minn, Jim Burton. Hann er fjörutíu og eins og hefur verið að eltast svo lengi við hænsnin í garðinum, að kjúklingarnir eru allir flognir leið- ar sinnar. Og nú hefur hann einmitt svo mikla þörf fyrir að fá sér konu. Jim — þetta er Gloría Whiting. Hún er ekki neinn kjúklingur, skal ég segja þér. Hún er ekkja — en viltu láta það vera, að spyrja mig hvort hún sé kát. Gloría skellihló. „Og fyrst nú er búið að ganga frá því formlega, vildi ég gjarna vita, hvort þér ætlið yður að busla framvegis í sund- lauginni, eða hvort þér viljið koma inn og snæða miðdegis- verð með mér?“ Gloría hugsaði sig ekki um. „Ég mæli með því síðara,“ sagði hún. Þegar hún var komin inn til að klæða sig, sneri Jim sér að systur sinni og spurði: „Hvað er langt síðan þú kynntist henni?“ „Viljir þú fá nákvæmar upplýsingar, þá hef ég þekkt hana í rétta fjóra daga. Ég hef tvisvar spilað bridge við hana hérna í félaginu, og mér hefur tekizt með nokkrum hnit- miðuðum spurningum, að komast eftir því að hún er ættuð frá San Franciskó, borg, sem er fáeinar þúsundir kílómetra héðan. Ertu forvitinn ennþá?“ „Mér þætti gaman að vita, hve gömul hún er.“ „Ekkjur eru ævinlega 29 ára gamlar, skal ég nú segja þér, vinur minn. Annars er uppi sá orðrómur, sem ég hef frá henni sjálfri, að hún ætli að fara aftur til sinnar fjarlægu Franciskóborgar á þriðjudaginn kemur.“ „Hún fer alls ekki til San Franciskó á þriðjudaginn kem- ur,“ sagði Jim íbygginn. „Svo? Hvers vegna ekki?“ ' „Vegna þess, að ég er að husa um að giftast henni.“ „Nú já,“ anzaði Anna rólega. „Það væri þér undir öllum kringumstæðum góð lexía.“ JIM BURTON var maður, sem trúði á gagnsemi leiftur- árásar, ef aðstæður kröfðust þess. Og næsta þriðjudag virtust honum aðstæður með þeim hætti, að þess væri full þörf. „Mér finnst rétt að segja yður það undir eins, að ég hegða mér samkvæmt ákveðnum tilgangi,“ sagði hann við Gloríu, er þau dönsuðu saman hið fyrsta sinni. Hún hló. „Já, en herra Burton. Þér ættuð að vera nógu gamall til þess að vita, að sé kona rænd öryggiskennd sinni, er það sama og að slíta hana sundur með hægð.“ Jim lét ekki slá sig út af laginu. „Hvernig getum við los- að okkur við Önnu, mína ágætu systur?“ sagði hann og varp öndinni. „Nú, á hún ekki mann?“ „Jú, það er einmitt það,“ sagði Jim dapurlega. „Hvernig getum við fært honum hana, áður en ég ek yður heim?“ „Er það svo bráðnauðsynlegt, herra Burton?“ „Já, ef ég á að geta komizt eftir því, hvort það er svo yndislegt að kyssa yður, sem mér sýnist útlit fyrir.“ „Gætuð þér ekki rannsakað málið undir eins?“ „Hér úti á miðju dansgólfi?“ spurði Jim og fékk hjartslátt. „Já, ég er viss um, að það yrði klappað óspart um allan salinn.“ Tónlistin hætti. Jim leiddi Gloríu að borðinu, þar sem 1 Anna og uxasteikin biðu þeirra. „Jæja, hvort ykkar steig svo fyrsta sporið?“ vildi Anna fá að vita. „Bróður þinn langar til að kyssa mig,“ anzaði Gloría. „Ég skil svei mér ekki, hvernig á því stendur,“ mælti Anna. „En það hlýtur að leiða af sér heilmikla þvælu um að fylgja mér heim fyrst.“ „Alveg rétt,“ mælti Gloría. „En hvað er svo hlægilegt við það?“ „O, ekki annað en það, að gistihús þitt er hinum megin við hornið, en fjörutíu kílómetra vegur heim til mín.“ „Ég stakk upp á því, að hann kyssti mig undir eins á miðju dansgólfinu," hélt Gloría áfram. „Já, konur eru ævinlega hagsýnni en karlmenn,“ svaraði Anna. „En þá hefur bróðir minn, blessaður, hlotið að tala um tilgang sinn?“ „Auðvitað gerði hann það.“ „Bróðir minn stingur engu undir stól,“ mælti Anna. „Það er eigind, sem hann hefur þroskað með sér, síðan hann náði fertugsaldrinum. Gloría, elskan, ég er handviss um, að hann verður innilega þakklátur þeirri konu, sem tekur honum.“ „Hættu nú, Anna,“ greip Jim fram í, „og segðu mér hvort ég á að aka þér heim fyrst, eða ekki.“ Anna leit hálfforviða upp frá uxasteikinni. „Hvers vegna spyr þú ekki Gloríu? Það er hún, sem þú átt erindið við.“ „Gott!“ anzaði Jim ákveðinn. „Gloría, á ég að fara heim með Önnu fyrr?“ „Nei,“ svaraði Gloría. „Það er of áberandi." Jim fannst komandi þriðjudagur nálgast allt of hratt. Hann fann engan vafa á því í huga sér, að Gloría Whiting væri einmitt sú stúlka, sem hann óskaði að kvænast. Hún 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.