Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 37
□TTD — BARDAGINN 'tlM ARNARKASTALA
Meðan bardaginn stóð sem hæst, lagði Fáfnir af stað með
flokk manna til gömlu vatnsmyllunnar, sem var í nokkurri
fjarlægð frá og sást ekki frá kastalaveggjunum. Hópurinn
'stanzaði við mylluna. Fáfnir horfði í kringum sig, rannsakandi.
„Átta skref .... fimm frá húsinu. Lyftið steininum.“ Dimmur
gangur kom í ljós. Fáfnir glotti. „Þetta er leynigangur inn í
Arnarkastala. Jafnvel Klængur lávarður veit ekki, að þessi
gangur er til. Þá fyrst mun innrásin verða algjör, þegar við
birtumst allt í einu innan kastalaveggjanna." A meðan þetta
gerðist, hafði Ottó stanzað hópinn og sent út njósnara. Hann
beit á vörina og gekk fram og aftur. „Ég skil vel, að þú sért
óþolinmóður, Ottó lávarður,“ sagði Stefán. „En árás okkar
byggist á þvi, að við komum á réttu augnabliki. Styrkleikur
okkar er kominn undir leifturárás."
Allt í einu kom depill í ijós út við sjóndeildarhringinn. Hann
varð stærri og stærri og nú sást, að þetta var reiðmaður. Var
það einn af njósnurunum? Ottó og menn hans reyndu að greina,
hver maðurinn væri. „Hann riður eins og andskotinn sjálfur
væri á eftir honum,“ muldraði Ottó. „Horfið bara á rykskýið,
sem hann þyrlar upp.“ Stefán greindi manninn fyrst. „Það
er Uggi, Ottó lávarður," hrópaði hann undrandi. „Hann veif-
ar, nei, hann er að benda okkur að koma. Það þýðir aðeins
eitt.“ „Það þýðir, að árásin á Arnarkastala er þegar hafin,“
ályktaði Ottó strax. „Skipaðu mönnunum að fara á bak, Stefán.“
Nokkrum sekúndum seinna hafði reiðmaðurinn náð flokknum.
Hann staðfesti það, sem þeir höfðu þegar búizt við. Allur flokk-
urinn reið nú sem mest hann mátti. Mundu þeir sigra eða
mundu þeir tapa? Næstu klukkustundirnar mundu ráða örlög-
um þeirra. En á meðan þetta geröist, héldu Fáfnir og menn
hans eftir leynigöngunum. Fáfnir tók á sig mikla áhættu. Ef
þeir yrðu uppgötvaðir, yrðu þeir allir strádrepnir, því að ekki
komst nema einn í einu inn í kastalann gegnum opið. En
Fáfnir lét skeika að sköpuðu. „Fylgdu mér,“ skipaði hann.
„Og verið viðbúnir með sverðin."
Á meðan þessu fór fram, hélt bardaginn við kastalann áfram
og fór harðnandi. Heimavarnarlið skorti að vísu þ.jálfun og
vopn á við Fáfnismenn, en þeir unnu það upp með eldmóði
sínum og áhuga á að verja kastalann. Hvatningarköll þeirra
Klængs lávarðar og Lamba gerðu mikið gagn. Hver árásar-
maðurinn á fætur öðrum féll dauður til jarðar. „Árásin er ekki
eins hörð núna,“ sagði Lambi. „Það er gott, svo lengi sem
það stendur yfir.“ Hann hélt áfram: „En Ottó verður að fara
að skerast í leikinn( okkar menn eru teknir að þreytast." „Ég
sá ekki Fáfni meðal árásarmannanna," svaraði Klængur lá-
varður. „Það er augljóst, að raggeitin kýs að vera i skjóli.“
EEn gamli lávarðurinn hafði rangt fyrir sér að þessu sinni,
því að Fáfnir var ískyggilega nærri.
1
fXlkinn 37