Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Page 23

Fálkinn - 15.08.1962, Page 23
stól. Hún þreif hana í snatri og hraðaði sér aftur niður. Hann stóð á miðju gólfi niðri í forstof- unni. Rautt og úfið hárið hékk niður á ennið, og stígvélin og frakkinn voru rök af þokunni. Lafði Channing talaði við hann og var bersýnilega æst. Katrín heyrði ekki hvað hann sagði, en hann var kaldhæðinn á svipinn. Ian Glenmore! Hvernig í ósköpunum stóð á því, að hann var hér? Þau voru einmitt að leggja af stað til Skotlands til þess að heimsækja hann. Hann átti að vera í Buckley Hall og búast við komu þeirra. Þá leit hann upp og kom auga á Katrínu. Andartak fannst henni hún sjá bregða fyrir ljóma í grænum augum hans. Hjarta hennar tók að slá ákaft, en þá færðist aftur yfir andlit hans þetta kalda, yfirborðs- kennda bros. Og hann sagði: — Nei, sjáið bara! Catherine Bourne! Hin hvíta lilja Afríku í eigin persónu. Og nú hafið þér sem sagt ákveðið að kynna yður svona til tilbreytingar líf hinna innfæddu í Skotlandi. Frænku minni geðjast ekki að því að þurfa að breyta áætlun sinni, en ég á því miður áríðandi erindi að reka í London og þess vegna verðið þið því miður að vera án mín í Bucking Hall. — Bölvuð vitleysa, sagði lafði Chan- ning. — Auðvitað förum við ekki til Skotlands, ef þú ert þar ekki. Það hlýt- ur þú að skilja. Katrín hafði gengið niður stigann. Augu hennar skutu gneistum af reiði. Hún gekk fast upp að honum og sagði í kaldhæðnum tón nauðalíkum hans eigin: — Ég er persónulega sannfærð um, að Buckley Hall sé talsvert skemmti- legri staður — þegar eigandi hans er fjarverandi. Hann svaraði ekki, heldur glotti framan í hana. Síðan snéri hann sér að lafði Channing og sagði: — Mér þykir leitt, að ég skyldi koma of seint. Sir Richard var maður, sem ég hefði gjarnan viljað þekkja betur. Umfram allt vildi ég hafa átt við hann langt og ítarlegt samtal um mál, sem ég hef mikinn áhuga á. Allan tímann fannst Katrínu eins og hann beindi orðum sínum beint til henn- ar, enda þótt hann snéri sér að lafði Channing. Það var eins og hann vildi hræða Katrínu, eins og hapn vildi gefa ýmislegt í skyn. Klukkutíma síðar sat hún gegnt hon- um og lafði Channing í vagninum, sem ók rakleitt til London. Lafði Channing hafði allt í einu ákveðið að fresta Skot- landsförinni. Katrín sat í hnipri í vagn- inum og hlustaði á þau tala um sam- eiginlega vini og kunningja, um búskap og uppskeru og veiðar og sitthvað fleira, sem hún bar ekki hið minnsta skyn- bragð á. Öðru hverju reyndi lafði Channing að leiða Katrínu inn í sam- talið, en hún svaraði aðeins með eins- atkvæðisorðum og brátt höfðu þau bæði gleymt henni. Samt fannst henni öðru hverju eins og Ian skotraði til hennar augum í laumi. En þegar hún hreyfði sig, var hann þegar í stað á kafi i samtali sínu við frænkuna. Hún hataði hann, að minnsta kosti vildi hún hata hann. Samt gerði hann hana stöðugt óttaslegna með þessum dularfullu athugasemdum. Hún bjóst hálft í hvoru við, að hann vissi allt saman og mundi slegja því beint fram- an í hana þá og þegar. En hún hafði jú ekkert gert af sér. Allt hafði þetta verið leikur einn milli hennar og sir Richards. Ég get sagt sannleikann núna — og horfið svo burt frá þessu öllu saman, hugsaði Katrín. Farið aftur til East End og þi’öngu gatnanna, sem lyktuðu af í’otnum fiski, skít og fátækt. Ég get fengið aftur vinnu á krá og afgreitt ríka karlmenn, þénað drykkjupeninga og verið boðið út á stefnumót. Jú, það hljóta að vera margir möguleikar fyrir mig, hugsaði hún með sér. En allt í einu varð hún máttvana. Hún hafði ekki styrk til þess að berjast gegn neinu, hafði ekki kjai’k til þess að ákveða neitt. Henni fannst hún vera ein á báti úti á rúmsjó og stox-msveipir feiktu henni fram og til baka. — Ég var að gera mér vonir um að geta trúlofað þig núna, Ian. Maður á þínum aldri þarf að fara að festa ráð sitt og fá sér konu. Rödd lafði Channing var sumpart biðjandi og sumpart hvetjandi. Katrín hrökk við, þegar hún heyrði til hennar. Oi’ð hennar vöktu hana af dvalanum. — Konu seríir þú, kæra frænka. Það finnst mér heldur leiðinleg tilhugsun og tilbreytingarlítið. Ég leik mér yfirleitt að stórum tölum í lífinu. Ef maður elsk- ar fleiri en eina konu, verða vonbrigðin minni. Gleymdu því ekki að oft geta svik leynzt undir liljuhvítu yfirbragði konu! Katrín greindi hæðnislegt augnaráð hans í myrkrinu. — Að heyra til þín, sagði lafði Chan- ning. — Þú getur haft slík orð um götu- stelpur í East End, en .... — Kæra frænka. Hugsaðu um þessi litlu saklausu eyru, sem hlusta á samtal okkar hérna beint á móti okkur. Og hvað veizt þú um East End? Jú, jú, ég veit vel um góðverkin þín og að þú gerir þér stundum upp erindi í fátækrahverf- in. Lafði Channing vai’ð gröm á svip og dæsti mæðulega. East End! Orðin ein voru nóg til þess að Katrín vai’ð kafrjóð í framan. Og þegar Ian nefndi þetta með góðverkin, var eins og hún ætlaði að kafna. — Kæra Katrín, ertu ekki vel heil- brigð? Djúp og dálítið karlmannleg rödd lafði Channing var hvort tveggja í senn óróleg og undai’leg. Katrín gei’ði sér ekki Ijóst, að hún hafði hniprað sig enn- þá meir saman í sæti sínu eins og hrætt dýr og starði á þau galopnum óttaslegn- um augum. Lafði Channing starði rann- sakandi á hana. Minning um háfgleymt atvik fór eins og leiftur um hug hennar. Það var eins og klukka hringdi einhvers staðar. Hvað var hún að í'eyna að muna? Hvað? Þetta föla óttaslegna andlit undir rauðu hái'inu! Hversu Katrín var allt í einu oi’ðin ólík sjálfri sér, ólík hinni fögru unnustu Bruce Glenmore frænda hennar! Undai’legt, henni fannst eins og hún hefði séð þetta andlit einhvern tíma áður. En hvar? Það var leiðinlegt hvað hún var oi’ðin gömul og gleymin í seinni tíð. Mögurn klukkustundum síðar ók vagninn inn í Lundúnaborg. Kvöldið var myrkt. Götuljósin voru kveikt fyrir löngu síðan, leikhúsin voi’u í fullum gangi. Hvarvetna var fólk, sumir einir síns liðs, sums staðar voru ástfangin pör og loks hópar fólks. Kvöldið var nístandi kalt og vott. Katrínu fannst gott að vera komin heim. Hún þráði FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.