Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 29
Sál laiidsins . . .
Framhald af bls. 21.
sem mig langar að skrifa? Ja, ég var
áðan að tala um sveitamennskuna og
sveitamanninn í okkur öllum. Sú sam-
félagsbylting, sem hér hefur orðið, og
er að verða er auðvitað jafnmerkileg
og hún er óhjákvæmileg, og auðvitað
eru margir erfiðleikar í sambandi við
breytinguna úr fornfálegu bændaþjóð-
félagi í nútíma borgaþjóðfélag. En mér
finnst rangt og mér sámar að menn
skuli skiljast við gamla bændaþjóðfé-
lagið eins og himd, berja það niður með
nýsköpunarstærilæti í staðinn fyrir að
yfirgefa það með bravúr og hofmann-
legri kveðju.
Kjördæmabreytingin síðasta var t. d.
alveg eðlileg og sjálfsögð, en aðferðin
fannst mér skítleg. Þarna var í raun og
veru verið að kveðja hið forna bænda-
þjóðfélag, og bændastéttin gamla var
aldrei neitt undirmálsfyrirbæri í þjóð-
félaginu, — þurfti þá endilega að svíkj-
ast aftan að henni og sparka svo í hana
fallna?
Auðvitað miða ég að því að losna úr
blaðamennskunni og gefa mig allan að
skáldskap, — hver sem verkefnin verða.
En til þess að svo megi verða þurfa
víst mikil kraftaverk og fróðárundur
að gerast, vafasamt það dugi að erfa
ömmu sína. Ég veit sem sagt ekki hvað
verður. Það eina sem ég veit með sanni
er, að það er eitthvert dýrasta og erfið-
asta sport sem gefur að skrifa bækur á
íslandi — að minnsta kosti ef það eiga
að verða góðar bækur.
KATRÍX
Framh. af bls. 24.
þýddi fyrir hana að streitast lengur á
móti því sem hún vissi? Hún hafði vitað
það innst inni allt frá því er þau sáust
fyrst. Hún elskaði Ian Glenmore lávarð.
Hvers vegna er hann ekki bara venju-
legur og fátækur maður, sem gæti haft
rúm fyrir stelpu eins og mig í lífi sínu,
TRÚLOFUNAR
H
R
I
N
G
A
R
ULRICH FALKNER
AMTMANNSSTÍG 2
hugsaði hún biturlega. Hvers vegna
þurfti hann endilega að vera þessi und-
arlegi og óútreiknanlegi Ian lávarður?
Bruce hafði viljað eiga hana, Bruce
hafði beðið hennar og hún hafði sagt
já, en eingöngu af hégómaskap. Nú
hékk heitorðið eins og myllusteinn ut-
an um hálsinn á henni. Ian gat ekki
tekið unnustuna af bróður sínum.
— Sefur þú, Catherine?
Lafði Channing starði forvitnislega á
hana.
Katrín hristi höfuðið og sagðist aðeins
vera ofurlítið þreytt eftir þessa löngu
ferð. Hún þorði ekki að líta á Ian....
— Þegar ég sat inni hjá Mary gömlu,
þá datt mér í hug, hversu mikil not
við hefðum fyrir nýja og unga starfs-
krafta í hjálparstarfsemi okkar meðal
hinna fátæku hér í London, sagði lafði
Channning. — Þú mundir vera velkom-
in í litla félagið okkar, Catherine, og
ég er viss um, að Bruce mundi mæla
með því eindregið. Og ekki sízt þurfum
við á ungu fólki að halda til þess að
tala um fyrir þeim vesalings ungling-
um, sem leiðzt hafa út á hina breiðu
vegi glötunarinnar......
Hvers vegna starði lafði Channing
svona einkennilega á hana? Eða var
það aðeins ímyndun? Það var eins og
hún ætlaði aldrei að geta hætt að stara
á hana.
— Allt er gott svo lengi sem þú hugs-
ar þér ekki að senda hana út af örkinni
til þess að snúa vesalings negrabörnun-
um. En þú hefur kannski hugsað þér
að hún geti komið að gagni þar líka?
Þurfti hann nú að kvelja hana á þenn-
an hátt? Augu Katrínar mættu Ians. Nú
minnti svipur þeirra á lafði Channing.
Þau voru skörp og rannsakandi næstum
ásakandi...... Og þó, — mátti ekki
greina einhvern vott af sársauka í þeim?
— Ég skal gera það sem ég get til
þess að hjálpa yður, lafði Channing,
sagði hún lágt.
Hún hafði fengið leyfi til þess að
kalla hana „Edith frænku“, en nú
gleymdi hún því og lafði Channing leið-
rétti hana ekki.
Þau höfðu ekið yfir Leicester Square
og beygt inn á Shaftesbury Avenue.
Allt í einu fældust hestarnir. Vagninn
hentist til svo að Katrín flaug beint í
fangið á Ian. Hann hélt henni fastri
brot úr sekúndu, en síðan^ færði hún
sig aftur á sinn rétta stað. Úti heyrðust
skrækir og skammaryrði og hröð fóta-
tök.
— Það er bara þessi vanalegi skríll
frá Shaftesbury, sem truflar okkur,
sagði ekillinn þegar hann opnaði litla
gluggann til þess að fá að heyra hvern-
ig farþegunum liði.
Katrín gægðist út og í þokunni sá
hún nokkrar illa klæddar verur sem
bunuðu hinum áköfustu ókvæðisorðum
út úr sér. í þokunni hafði vagninn næst-
um ekið á hóp slæpingja. Fölt og óhugn-
anlegt drengsandlit glotti allt í einu
til þeirra við glugagnn. Hann stóð svo
nærri, að Katrín hefði getað náð til hans,
ef glugginn hefði verið opinn.
Einmitt þannig leit það út, hugsaði
hún. Þannig var það, fólkið í götunni
okkar. Það var 1 hópi þeirra, sem ég
átti heima einu sinni. Hún starði eins
og dáleidd út í þokuna á þessar aumk-
unarverðu manneskjur, sem nauðugar
viku til hliðar svo að vagninn kæmist
leiðar sinnar.
Katrín heyrði hrossahlátra, hróp og
grófar athugasemdir um vagninn. Hún
lét augun aftur og þrýsti enninu á rúð-
una. Þá veitti hún því allt í einu eftir-
tekt, að einhver horfði á hana á mjög
einkennilegan hátt. Hún leit upp og rétt
fyrir utan gluggann sá hún andlit ....
nei, það gat ekki verið satt. Katrínu
langaði til þess að hrópa upp yfir sig.
Þessi föla, ljóshærða stúlka með magurt
andlitið og í þessum klæðum, sem að-
eins gátu tilheyrt ákveðinni tegund
kvenfólks — það gat ekki verið Nellie,
æskuvinkona hennar?
Þá sá hún að varir stúlkunnar hreyfð-
ust. Þær mynduðu nafn hennar. Góði
guð, láttu hana ekki hrópa! Góði guð,
þú getur ekki látið hana gera það, bað
Katrín.....
(Framhald í næsta blaði).
Fnrðnlcg fyrirliæri
Framhald af bls. 28.
nafns síns getið, sagði mér eftirfar-
andi. Hann var þá vinnumaður á bæ
einum í Skagafirði.
Kvöld nokkurt að vetri til sat hann
í stofu ásamt öðru heimafólki. Fannst
honum þá, sem sér væri ómögulegt að
sitja kyrrum, hann yrði að standa
upp og fara fram. Hann barðist á móti
þessu ákalli og gat ekki skilið hverju
það sætti. Hann reis upp nokkrum
sinnum, en settist alltaf aftur. En loks
var þetta afl, sem í hann togaði svo
svo sterkt og ákveðið, að hann stóð
enn á ný á fætur og gekk fram úr
stofunni. Fannst honum þá, frekar en
hann sæi, að einhver gengi á undan
sér inn gang og að stiga sem lá upp
á loft, og upp stigann.
Sagði sögumaður minn, að hann
hefði, nauðugur, viljugur — orðið að
fylgja á eftir alla leið í suðurenda
loftsins, þar sem stúlknaherbergið
var. Og í einhverju hugsunarleysi,
sem hann réði ekki við, opnaði hann
dyrnar. Þar var þá engin mannvera.
En lampi stóð þar á borði og ósaði upp
úr glasinu, beint upp í súðina. Var hún
orðin nokkuð sviðin og hefði getað
kviknað í henni þá og þegar, og þá
var alvarlegur voði vís. — En svo stóð
stóð á, að fyrr um kvöldið hafði ein
af stúlkunum á bænum verið þarna
uppi í herberginu og gleymt að
slökkva ljósið. En á þessa gleymsku
var bent af einhverri veru, eða æðri
mætti, sem vildi forða slysum. Og
sögumaður hefur verið næmari fyrir
þessum skilaboðum úr óséðum heimi,
en annað það fólk, sem þarna var með
honum statt.
Bi.
FÁLKINN 29