Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 31
Alli cr ókeypis
Framhald af bls. 11.
himna kom fram á enni hans. Hann
þekkti engan með þessu nafni, og það,
sem meira var: Enginn þekkti nafnið,
sem hann hafði valið til að skrifa í
gestabókina. Það var aðeins til ein
skýring á þessu: lögreglan var komin
á sporið.
Hann hugsaði sig um eitt andartak
og sneri sér síðan að Maureen:
— Viltu bíða andartak eftir mér?
Ég kem aftur eftir fimm til tíu mín-
útur.
— Auðvitað, John.
Mike Darby fór á eftir drengnum
að stóra glerveggnum, sem sneri út að
anddyrinu.
— Sýndu mér fyrst þennan Brown.
Ég held þetta hljóti að vera einhver
misskilningur.
— Drengurinn kinkaði kolli í átt-
ina til Peters, sem stóð þarna enn og
naut þess að horfa í kringum sig í þess-
um glæsilegu húsakynnum.
Já, hugsaði Mike Darby. Hann varð
þurr í hálsinum. Hér var ekki um að
villast. Framkoma hans og klæðaburð-
ur ber það með sér, að hann er dulbú-
in leynilögreglumaður. Þeir kjósa allt-
af svona ópersónulegar manngerðir í
slíkt.
— Takk, sagði hann við drenginn.
— Þetta er þá í lagi.
Hann sneri sér við og kveikti sér
skjálfhentur í sígarettu. Það var ekki
annað að gera en flýja undir eins.
Hann fann hvernig kaldur sviti spratt
fram um allan líkama hans. Nú hafði
farið illa, og ekki fyrsta skipti: Hann
hafði flúið borg úr borg eins og hund-
eltur . . . og í þetta sinn var netið farið
að þrengjast ískyggilega.
Hann reyndi að ná stjórn á sjálfum
sér, meðan hann flýtti sér að hliðar-
dyrum, til að komast út. Hann þorði
ekki einu sinni að gefa sér tíma til að
fara upp á herbergið sitt og ná í hafur-
task sitt. Honum fannst allir horfa á
sig undrunaraugum, og hann grunaði,
að þetta væri byrjunin á endalokunum.
Taugar hans voru ekki lengur jafn-
sterkar og í gamla daga. Gott að hann
var með skammbyssuna á sér. Hann
flýtti sér gegnum lystigarðinn að hópn-
um, sem beið við áætlunarbílinn. Með
honum kæmist hann til ítölsku landa-
mæranna . ..
Þegar liðinn var hálftími fann Maur-
een ekki lengur til áhrifanna af kampa-
víninu, hún var farin að hugsa skýrt,
og skyndilega greip hana skelfing —
hún hefði aldrei átt að segja já við
þessu. Nú, þegar John hennar var far-
inn, fannst henni hann vera sem hver
annar ókunnugur maður. Hún leit illum
augum á glasið, sem enn var hálffullt.
Hún hugsaði enn um skáldsögurnar,
sem hún hafði lesið um ástarævintýri
við Rivieruna. í þessum sögum hafði
staðið ýmislegt um samvizkulausa æv-
intýramenn, sem helltu ungar stúlk-
ur fullar. Hún hafði aðeins þekkt þenn-
an John í einn lítinn sólarhring, og
hún hafði þegar fallizt á að fara með
honum upp á herbergið hans. Hana
hryllti við, þegar hún sá fyrir sér
áhyggjufull andlit foreldra sinna. í
þokkabót hafði hún hlegið að þeim. í
fyrsta sinn. Nei ... nei. Bezt að grípa
tækifærið, á meðan hann var í burtu.
Þá mátti hann halda það um hana, sem
hann vildi. Hún lét ekki bjóða sér slíkt
framar.
Þegar hún kom inn í anddyrið, fór
hún fram hjá litlum jmanni í ljósum
frakka, sem var fullstuttur.
Peter Brown elti hana með augun-
um, þar til hún hvarf út um væng-
dyrnar.
Yndisleg stúlka, hugsaði hann.
Síðan leit hann í síðasta sinn inn í
veitingasalinn og gekk burt úr þessu
glæsilega gistihúsi.
Þetta var mikil lífsreynsla, eins og
ég hafði búizt við, hugsaði hann og
brosti ánægður með sjálfum sér, þegar
hann gekk niður tröppurnar með mar-
maraljónunum. Ókeypis. Og — eins
og Bob hafði sagt: — Þetta er alveg
óhætt.
Kæri Astró,
Mig langar ákaflega mikið
að biðja þig að lesa eitthvað
úr stjörnunum um framtíð
mína. Ég er fædd (fæðingar-
dag, ári og stað sleppt úr birt-
ingunni) klukkan 4.15 að degi
til. Til sjö ára aldurs átti ég
heima í sveit, en flutti þá í
smá þorp við sjávarsíðuna.
8. júlí 1961 kynnist ég pilti,
sem á heima langt í burtu og
höfum við haldið uppi sam-
bandi bréflega okkar á milli.
Þessi piltur er fæddur (fæð-
ingardag og ári sleppt samkv.
ósk úr bréfinu) en klukkan
hvað veit ég ekki. Ég hef
mjög mikinn áhuga á að vita
hvað þú getur sagt mér í sam-
bandi við ástamál mín og
hvort þessi piltur á eftir að
koma við framtíð mína. Vin-
samlegast ekki birta ár og
mánaðardaga og ekki vil ég
heldur vita hver — hvenær
endir ævi minnar verður.
Iris.
Svar til Iris,
Það sem fyrst vekur at-
hygli manns í stjörnukorti
þínu er hve margar plánetur
eru í níunda húsi eða níundu
grein hringsins. Níunda hús
stendur meðal annars fyrir
útlönd, heimspeki, trúarbrögð
og heildsölu. Af þessu verður
ekki dregin önnur ályktun en
sú að þú eigir eftir að eyða
ævi þinni að mestu leyti
erlendis og þar virðist mér
gifting þín eiga eftir að eiga
sér stað, þótt þetta hljóði ef
til vill undarlega í eyrum.
að minnsta kosti þá er gæfu
þinnar að leita erlendis en
ekki hér heimafyrir.
í níunda húsi er Sólin,
Venus, Merkúr, Júpíter, Mars,
Plútó og höfuð Drekans.
Sól í níunda húsi bendir til
að í útlöndum munirðu hljóta
mikla virðingu og viðurkenn-
ingu fyrir vel unnin störf.
Sérstaklega virðist þetta
standa í sambandi við
heimilislíf þitt, því urmull af
heimilisvinum virðist umlykja
þig þar. Ég er heldur ekki
frá því að vinir þínir séu
eitthvað í sambandi við trúar-
brögð, dulfræði og heimspeki,
en í þá átt mun hugur þinn
sveigjast að nokkrum tíma
liðnum.
Merkúr í níunda húsi þykir
benda til tíðra ferðalaga er-
lendis, og svo virðist vera
sem þú kjósir þér að mestu
ferðir á vötnum eða sjó.
Merkúr bendir til að þessi
ferðalög geti bæði verið í
sambandi við nám og við-
skipti.
Venus í níunda húsi bendir
til að þú munir fá áhuga á
að þroska og bæta félagslíf
þess fólks, sem þú umgengst
Bendir einnig til þess að
skyldfólk þitt í gegnum maka
þinn verði konur í meirihluta.
Júpíter í níunda húsi bendir
til þess að þú tileinkir þér
háar hugsjónir og oft kemur
þetta fram í kortum þeirra,
sem gegna mikilvægum hlut-
verkum í hópi trúbræðra
sinna.
Höfuð Drekans er sérstak-
lega hagstætt fyrir fólk, sem
mikið ferðast einnig í sam-
bandi við trúmálin. Bendir
einnig til mikils stuðnings
ættingja makans.
Nautsmerkið í geisla sjö-
unda húss bendir til að þú
verðir sérstaklega trygglynd
þínum maka. Nautsmerkið hér
er algengt í kortum þeirra
hjóna, sem skilja ekki fyrr
en dauðinn tekur í taumana.
Hins vegar á giftingin sér
fremur seint stað og er oft
lengi að komast á það stig að
verða að giftingu, en þegar
til hennar hefur einu sinni
verið stofnað þá stendur hún
á traustu bjargi.
Merki Fiskanna á geisla
fjórða húss þykir benda til
tíðra breytinga á bústað. Þess
þó fremur sem Máninn var
staddur þar á fæðingarstund
þinni.
FÁLKINN 31