Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 34
Mesti lygari . . . Framhald af bls. 17. ar, og oftast lá skurður meðfram þeim. Sölutorgin voru alþakin kjöti af fugl- um og veiðidýrum, fiski og ávöxtum, svo að það er skiljanlegt að honum hafi fundizt „gott að lifa í Kambúlak", eins og hann kemst svo yfirlætislaust að orði. Umhveris torgin voru veitingastað- ir, þar sem fram voru reiddar hinar dýrustu krásir: Steiktir apar, tuttugu gerðir af fuglahreiðrum, ófæddir kiðlingar, smáfuglar, tveggja punda perur, sem voru á bragðið eins og bezta munngæti — og kryddað hrís- vín af ýmsum tegundum. Því miður vantar upplýsingar um menningarlífið í hinu kínverska keis- aradæmi á miðöldunum. Þó getur Marco Polo þess, að íbú- arnir séu vingjarnlegir, friðsamir og ákaflega gestrisnir. „Þeir taka ókunnum mönnuum, er heimsækja þá í verzlunarerindum, af miklum innileik og veita þeim alla þá hjálp og leiðbeining, er þeir mega.“ „Maður gæti haldið, að fólk sem býr við sömu götu, væri ein stór fjöl- skylda, svo gott samkomulag er milli allra og slíkur velvilji, bæði milli karla og kvenna. .... Maður sem dirfðist að reyna að fleka gifta konu, væri álitinn argasti þorpari." Landar Marcos gátu blátt áfram ekki gert sér í hugarlund stærð Kam- búlak. Borg, sem var tíu sinnum stærri en Róm á stórveldisdögum Rómverja! Og hvernig hlýtur samtíð hans ekki að hafa litið á alla þá furðulegu hluti, sem hann var að lýsa fyrir þeim? Ótaljandi frásanir eru af telekinese, en það eru þau fyrirbrigði, er hlutir geta hreyfzt um loftið, án þess að Trúlofunarhringar Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12 Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu. 34 FÁLKINN nokkur mannshönd snerti við þeim. Eru nútímavísindi mjög vantrúuð á þessi fyrirbrigði, en vilja þó ekki neita þeim með öllu. Enn í dag er fremur litið á þau sem sjónhverfingar andatrú- armanna, ímyndun eða sefasýki Allt eru þetta skýringar, sem ekki þekkt- ust á þeim tímum. Það er því engin furða þótt Evrópumenn brygðust illa við árið 1300, er Marco Polo skrifaði annað eins og þetta: „Töframennirnir í höll keisarans geta framkvæmt hin mestu furðuverk. Er hann situr við borð sitt, bera þjónarnir fyrir hann gullbikara, fyllta víni og krydduðum drykkjum. Þegar svo keis- ari óskar að drekka, láta töframennirn- ir bikara svífa gegnum loftið að vörum hans, án þess nokkur mannshönd snerti þá. Þetta hefur verið staðfest af öllum, sem viðstaddir voru, en oft voru yfir tíu þúsund manna staddir í höllinni í einu.“ Kínverjar grafa svarta steina úr jörðu, sem þeir svo brenna, og framleiða þeir mikinn hita, segir Marco. Við sjáum í anda hvernig kaupmennirnir í Feneyj- um beygja sig dýpra yfir bikara sína, til þess að dylja háðsbrosið — fimm hundruð árum áður en Evrópumenn vissu, hvað kol voru. Og skyldu ekki hafa orðið umræður um sagnir Marcos af sið þeim hinum fui’ðulega, er tíðkast hjá austurlenzka ættbálkinum í Júnnan: „Þegar kona í Zaradandan héraði hef- ur alið barn, er það laugað og vafið reifum. Því næst klæðist móðirin og gegnir sínum venjulegu heimilis- störfum, en maður hennar leggst á sæng. Er barnið lagt við hlið hans og liggur hann rúmfastur í fjörutíu daga, en vinir hans og ættingjar koma að heimsækja hann og halda stórar veizlur. Segjast þeir gera þetta sökum þess, að konan hafi strítt í svo ströngu, að ekki s'é nema réttlátt og sanngjarnt, að karlmaðurinn taki sinn þátt í þján- ingunum." Nokkuð barnaleg skýring — en al- kunnugt er fyrirbrigðið enn í dag. MARCO POLO hefur séð dreka með sínum eigin augum. Óskaplega stóra og ofsagrimma. Hann sá þá í Carajan, en þar veiddu íbúarnir þá vegna þess, að þeir töldu gallið úr þeim gott lækn- islyf, meðal annars gegn biti óðra hunda. Nú er mönnum ljóst, að hér á Marco við krókódíla — og það er ekki honum að kenna, þótt dráttlistamenn miðalda hafi fyrir hans hönd málað þá með klofinni tungu, eldstroku úr nös- um og heljarmiklum herðakambi. Ég hef séð dýr með eitt horn í miðju enni, segir Marco. Úr því skóp samtíð hans furðudýr, einhyrninginn. Enginn renndi grun í það þá, að það hafði ein- faldlega verið nashyrningur, er Marco Polo sá. Sömu sögu er að segja um lýsingu hans á ættbálki einum á eyjunni Anga- manain, sem var með hundshöfuð. Nú er það löngu vitað mál, að á sínum tíma bjó sérkennilegur ættbálkur á Andamanneyju, er líktist mjög hinum loðnu Ainóum í Japan. Sjálfsagt hefur líka verið flissað að sögu hans um eyjarnar tvær undan Indlandsströndum: Á annari þeirra bjuggu einvörðungu karlar, en konur einar á hinni. Sáu íbúarnir ekki hvorir aðra nema um þriggja mánaða skeið árlega, en þá komu karlmennirnir allir í hóp til heimsókna á kvennaeynni. Nú viðurkenna vísindin þessa frásögn án þess að depla augunum, með tilliti til kunnleika af kvennaþjóðflokkum þeim, sem fundizt hafa í þessari álfu. KÍNAKEISARI hefur fengið miklar mætur á Marco Polo, og aðdáunin hefur verið gagnkvæm. Því Marco lýsir keis- ara svo, að hann hafi verið „hinn vitr- asti og menntaðasti maður, mikill her- foringi, hinn hæfasti til að stjórna mönnum og stýra ríki, og eigi síður hinn hraustasti maður, er nokkru sinni hefur uppi verið meðal ættkvísla Tatara.“ Sú er og án efa orsök þess, að hann lýsir svo nákvæmlega dýrð þeirri og dásemdum, er hvarvetna ríkti við hirð keisarans. „Keisarinn var borinn af fjórum fíl- um, en á baki þeirra var reistur turn, klæddur slegnum gullþynnum innan- vert, en fóðraður utan með ljónshúð- um. Þar sat þjóðhöfðinginn og stjórn- aði ríki sínu, þegar hann var ekki á veiðiferðum sér til ánægju.“ Samkvæmt þekkingu þeirri er við höfum nú á fyrirkomulagi þeirra tíma, verður að teljast trúlegra, að einn fíll- inn hafi borið turninn og keisarann, en á hinum hafi farangur hans og ferða- skrúði verið reiddur. En það er bara aukaatriði, því keisari átti sem sé yfir sjö þúsundir tamdra fíla. Og þannig mætti halda áfram. Marco Polo hefur aðeins sagt frá því, sem hann hefur séð og heyrt. Það sem fyrir hann sjálfan kom, hefur yfirleitt allt verið sannað. Sagnir þær, er hann hefur frá öðrum, hafa ef til vill aflagazt í meðförum manna á milli. Og er þó kjarni af sannleika í ýmsum þeírra. Hvort hann hefur sagt þær með nokkr- um snefil af háði, er nútímamönnum of- vaxið að segja með nokkurri vissu. En er nokkuð við því að segja, þótt Feneyjaborg útnefni Marco Polo opin- berlega sem mesta landkönnuð, er nokkru sinni hafi uppi verið? Þegar það er vitað, að japönsku hermennirnir, sem tóku Kanton herskildi árið 1938, kusu hann sér fyrir verndarvætt. Hann var nefnilega fyrsti maðurinn, sem fræddi Vesturlandabúa um syni sólar- innar, með hinum furðulegu frásögnum sínum af „gullhöllunum í Japan“. Hann þekkti þá — og þeir viður- kenndu hann. ★

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.