Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 27
Strákahúfa á 2—3 ára. Hlífir vel eyrunum og situr kyrr á sínum stað. Efni: Nál. 50 g ljósblátt, 4 þætt ull- argarn (Bechine Fingering), af- gangur af hliðstæðu hvítu garni. Prjónar nr. 2%. Lítill hnappur. 20 1. sléttprjón = 5% cm. Hægri hliðarstykki: Fitjið upp 9 lykkj- ur með bláu garni og prjónið brugðn- ingu (1 sl., 1 br.) í nál. 10 cm (höku- bandið), endið á prjón, þar sem fyrsta og síðasta lykkjan er brugðin. Á næsta prjón (réttan) er byrjað að auka út beggja vegna við miðlykkjuna þannig: prjónið brugðningu að miðlykkjunni, takið þar upp band og prjónið það slétt þannig að tekið sé aftan í bandið (nefnt neðan af bandlykkju), 1 sl., bandlykkja, prjónið brugðningu út prjóninn. — Næsti prjónn er prjónaður sem brugðn- ing án útaukningar; athugið að 3 mið- lykkjurnar eru allar brugðnar. — Næsti prjónn: prjónuð brugðning að mið- lykkjunni, bandlykkja, 1 sl., band- lykkja, brugðning út prjóninn. — Næsti prjónn, sem er án útaukningar er prjón- uð brugðning, sem passar. Endurtekið þessa 4 prjóna, þar til 611. eru á (endið á prjón frá röngunni). Nú er hætt að auka út í miðjunni, ávali búinn til hnakkamegin á þann hátt, að prjónað- ar eru 2 1. saman í annarri hverri um- ferð þeim megin 4 sinnum. Nú eru felldar af 2 1. í byrjun næstu 12 prjóna og 3 1. í næstu 4 prjónum. 21 1„ sem eftir eru, felldar af í einu. Vinstra hliðarstykkið: Prjónað eins og hægra hliðarstykkið, hökureiminni sleppt. Ath. að þetta stykki á að vera eins og spegilmynd af því fyrra. Miðstykkið: Byrjið að framanverðu. Fitjið upp 48 1. með bláu garni. Prjón- ið 6 umf. brugðningu ( 1 sl. 1 br.), takið jafnt úr í síðustu umf., svo 40 1. séu á. Prjónið sléttprjón eftir mynstr- inu: beint áfram þar til komnir eru nál. 10 cm. Þá er 1 1. tekin úr hvoru megin í 10. hverri umf. þrisvar sinnum, síðan í 8. hverri umf. fjórum sinnum. Prjónið beint áfram með þessum 20 1., sem eftir eru, þar til komnir eru nál. 27 cm, þá er 1 umf. prjónuð slétt með bláu garni á réttunni og tekið jafnframt úr svo 24 1. séu á. Prjónið því næst 5 umf. brugðningu með bláu garni. Fellt af. Frágangur: Pressið miðstykkið á röngunni. Saumið hliðarstykkin við miðjuna, þannig að fremri brún mið- stykkisins nemi við fyrstu úrtökuna að framanverðu á hliðarstykkjunum. Látið miðstykkið hafast dálítið við, at- hugið að það gangi jafn langt aftur á hnakkann á báðum hliðarstykkjunum. Hnappagat heklað á hökureimina, hnappur saumaður í vinstra hliðar- stykkið að innanverðu. hhawnLiréttuu* Yi kg makkaroni eða spaghetti % kg nautahakk 125 g bacon 1 stór laukur ögn af heillauk 2 dl tómatkraftur (250 g sveppir) V-í msk ensk sósa salt rifinn, sterkur ostur. Makkaronið brotið smátt, soðið í miklu léttsöltuðu vatni í 15—20 mínútur. Hellt á sigti, köldu vatni rennt yfir það. Baconsneiðarnar skornar í bita, steiktar í þykkbotnuðum potti, gróftskornum lauknum og hvítlauk hrært saman við. Brúnað. Kjötinu hrært út í, hrært í með gaffli, þar til kjöt- ið hefur aðskilið sig. Tómatkrafti og örlitlu vatni hrært saman við. Kryddað. Látið sjóða við hægan eld í 15 mínútur, en þá er smáttskornum sveppunum blandað saman við. Lát- ið sjóða þar til þeir eru meyrir. Eldfast mót smurt. Helmingnum af makkaroninu látið í botninn, kjötjafningurinn látinn þar ofan á og svo makk- aroni. Mikið af rifnum osti stráð yfir. Sett inn í heitan ofn, þar til osturinn er bráðnaður og orðinn fallega gulbrúnn. Borið fram með hráu salati, sem búið er til úr hvítkáli, óflysjuðum eplum, appelsínum og rúsínum. Notuð salatsósa úr sítrónusafa, matarolíu, salti og dálitlu hunangi. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.