Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 33
„Elsku Anna mín,“ sagði hún. „Ég er komin til þess að kveðja.“ „Nú, er þriðjudagurinn þegar kominn?“ Gloría yppti öxlum. „Já, tíminn líður, er ekki svo?“ „Ertu að — kveðja?“ stamaði Jim og trúði varla. Gloría brosti blíðlega. „Já, þetta hefur verið ósköp indælt, Jim, en allir dagar taka enda. Þú hugsar kannski til mín við og við, Jim?“ „Bróðir minn hugsar aldrei,“ greip Anna fram í. „Gloría — ég veit hreint ekki, hvað ég á að segja.“ „Jæja, þegiðu þá,“ sagði Anna hörkulega. „Þér — svo þér hefur þá alls ekki verið alvara,“ fékk Jim loks stunið upp. „Fyrir konur á mínum aldri er svolítið daður miklu betra en nýr hattur,1 sagði Gloría. „En maður þreytist á því.“ Hún tyllti sér á tá og kyssti hann lauslega. „Vertu sæll, Jim.“ Síðan brosti hún og kinkaði kolli til Önnu, svo var hún horfin. Jim sneri sér að systur sinni með svip, sem var blátt áfram sauðarlegur í allri sinni undran. „Hún — hún fleygði mér frá sér,“ hvíslaði hann. Það vottaði ekki fyrir meðaumkvun í svip Önnu, en Jim sá það ekki. Hann var þegar lagður af stað til gistihúss Gloríu. Gloría var að láta niður farangur sinn þegar hann rudd- ist inn. „Þér — þér er þó ekki alvara að ætla að fara?“ spurði hann móður og másandi. „Jú.“ Þessa Gloríu þekkti hann ekki, hún var svo reið. „En — en ég elska þig!“ sagði hann yfirkominn. „Já, svo heitt, að þú reynir að koma mér af þér, er það ekki satt?“ „Hver hefur sagt þér það?“ spurði Jim og það sló út um hann köldum svita. „Konur á mínum aldri kunna að leggja saman tvo og tvo, herra Burton,“ svaraði hún kuldalega. „Þegar maður ætlar blátt áfram all í einu að kafna í einhleypum mönn- um, þá — en ég get fullvissað yður um, að það var ekki nauðsynlegt. Ég hef fengið nóg af hjúskapartilboðum — þrátt fyrir barnabörnin.“ „Gloría,“ mælti Jim örvæntingarrómi. „Getur þú alls ekki skilið mig? Reyndu bara að setja þig inn í tilfinningar mínar.“ „Ég ímynda mér, að ég viti hvað það er, að verða ástfang- in,“ svaraði Gloría án þess að gerast mýkri í máli. „Ágætt!“ anzaði Jim hinn æstasti. „Hvernig hefði þér fundizt það, ef þú hefðir verið ógift og búin að lofa að kvænast manni, sem þú hefðir svo allt í einu fengið að vita, að var afi?“ „Þessi var góður!“ Gloría fór allt í einu að skellihlæja. „Ég viðurkenni, að það hefði verið ægilegt áfall.“ „Viltu þá giftast mér?“ „Ertu alveg viss um, að þú viljir mig?“ spurði Gloría. „Þrátt fyrir fortíð mína?“ „Hvort ég er!“ Jim greip hana í faðm sinn og kyssti hana. Aftur fann hann til þessarar undursamlegu kossagleði, sem Gloría var svo þrungin af. „Ástin mín,“ mælti hann hásri röddu. „Ekki fæ ég skilið hvernig amma getur tekið aðrar eins dýfur og þú.“ „Já, en afi þó!“ Gloría setti stút á munninn. „Veiztu það ekki, að á okkar tímum eru ömmur alveg jafn mikið gefnar fyrir glaðværð og skemmtanir og annað fólk?“ „Það er alveg eins og Anna systir mín hefði sagt þetta,“ mælti Jim efablandinn. „Heldurðu, að Anna systir þín geti ekki verið smitandi?“ Gloría hló. Þannig atvikaðist það, að Jim Burton varð afi á sjálfan brúðkaupsdaginn sinn. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.