Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 8

Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 8
Þegar ekið er um á Sauðárkróki vek- ur eftirtekt ferðamannsins hversu mjög byggð staðarins hefur aukizt á örfáum árum og hversu fagurlega er byggt. Nýju húsin bera svipmót einfaldleikans í húsgerðarlist nútímans — í stíl við það sem nýjast er í þessum efnum er- lendis. En allt kallar á andstæðu sína og þegar horft er yfir Skagafjörðinn rifjast upp lítil saga, sem gerðist, þegar öðruvísi var umhorfs í þessum myndar- lega kaupstað. Þetta er saga af enskum togara, sem bar heiti hins fræga gríska harmleikjaskálds, Euripides, sem strand- aði á Innstalandsskerjum skömmu eftir aldamótin. Það vill svo vel til að sjálf söguhetja þessa atburðar, Þorvaldur Sveinsson, hefur skráð frásögn af strandinu og til gamans verður hún birt hér á eftir: „Miðvikudaginn 6. nóvember 1907 var ofsa sunnan rok á Sauðárkróki. Urðu menn þess varir, að togari sat fastur á svonefndum Innstadalsskerjum út með Skagafirði að vestanverðu. Höfðu skips- menn sett upp neyðarflagg. Sem þessi fregn hefur borizt út, kemur til mín Páll sýslumaður Bjarnason og biður mig að fara með sig út að skipinu. Þá var einn vélbátsgarmur hér á Sauðár- króki. Páll vildi endilega að við færum á honum, en ég átti sexæring og kaus hann heldur. En Páll varð að ráða. Ég fékk svo með mér vélaverkfræð- ing okkar Sauðárkróksbúa, Sölva véla- mann Jónsson, og einvalalið á skipið að öðru leyti, þá Benedikt Jóhannsson og Björn Magnússon, sem báðir voru búsettir hér á staðnum, og Stefán Jóns son frá Veðramóti. Við erum komnir niður á bryggju og í þann veginn að fara, er sýslumann ber að, en með honum voru tveir menn, þeir Kristján kaupmaður Gíslason og Fr. Michelsen, úrsmiður. Segist sýslu- maður ætla að taka menn þessa með sér, en ég brást reiður við og spurði, hvort ekki mætti ætla, að fullskipað yrði í bátnum í bakaleið, þótt þessir menn færu ekki að fara að óþörfu, — enda byggist ég við, að þetta yrði engin skemmtireisa eins og veður væri. Páll var hinn þverasti og urðum við félagar að láta undan síga. Við urðum því átta með bátnum úteftir, og gekk ferðin slysalaust. Lögðum við að skip- inu og fórum um borð. Reyndist skipið vera enskur togari, er hét Euripides, og var áhöfn brezk. Páll tekur skipstjóra 8 FALKINN tali, og vill hann endilega að skipverj- ar séu fluttir í land þegar í stað, og kveðst hann hafa stóra „jullu“ sem taki allan mannskapinn, 17 manns, ef ég man rétt. Eg tek ekki í mál að farið sé á jullunni, því að vélbáturinn var ekki svo traustur, að vogandi væri að festa julluna aftan í hann. Þeir fallast á þetta og verður úr, að allir fara ofan í vélbátinn. Og er nú lagt af stað. Veðrið var engu betra en áður. Þegar við erum rétt komnir frá skipshliðinni, bilar vélin, og er ekki annað sýnna en bátinn muni reka á skerið. Því bið ég Jóhann og Björn að taka árar og reyna að snúa bátnum undan veðrinu. Og það tókst. Hann rann undan veðrinu út með skerinu austanverðu. í þessu kemst vélin aftur í gang hjá Sölva, en var svo kraftlítil, að aldrei má snúa beint í veðrið. Meðan þessu hefur farið fram, er skollið á niðamyrkur, en veðurofsinn sami og áður, og gekk jafnan yfir bát- inn, þegar verst gegndi. Höfðu menn- irnir staðið í bátnum til þessa, en það jók veltuna svo mjög, að ekki tjóaði annað en láta þá liggja eða húka. Alltaf varð ég að slá bátnum á ská undan veðrinu — út og vestur — í von um, að okkur tækist þá að lenda ein- hvers staðar vestan fjarðarins. Og það tókst. Við gátum lent heilu og höldnu eftir nokkurt þóf á svokölluðum Fagra- nessandi, og svo vel var undir bátinn gengið, að hann komst alveg upp á kamb. Og mikill var fögnuður manna við landtökuna, enda von. Er þetta gerðist bjó í Fagranesi Jón Þorsteinsson. Hélt nú allur hópurinn heim til hans, því að þangað var stytzt. Innti Páll bónda eftir, hvað hann gæti lánað af hestum, en Jón getur lánað þrjá hesta. Fjórða hestinn verður hann að hafa sjálfur til þess að geta fylgzt með og tekið klárana og rekið heim. Sýslumaður leggur svo fyrir, að þeir Michelsen og Kristján skuli fara með honum niður á Sauðárkrók og hefjast handa um að útvega skipsmönnum mat og húsaskjól. Og Jón bóndi skyldi fara

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.