Fálkinn - 15.08.1962, Page 10
Stóri ferðamannavagninn nam stað-
ar undir pálmunum fyrir framan lysti-
garð spilavítisins, og bílstjórinn til-
kynnti ferðamönnunum, að nú hefðu
þeir tvær klukkustundir til eigin af-
nota. — Einn farþeginn, Peter Brown
frá London, lítill, óásjálegur maður
með vingjarnlegt andlit í ljósum frakka,
steig út úr vagninum og stóð lengi og
horfði á blátt Miðjarðarhafið og sól-
bakaða klettana. Þetta var fögur sjón,
en hann hafði þegar séð svo mikið af
slíku í þessari ferð, sem hann hafði
safnað fyrir í svo mörg ár. Peter Brown
horfði um stund á hið nafntogaða gisti-
hús, sem lá á móti spilavítinu. Það var
þáttur í ferðaáætlun hans að anda að
sér a. m. k. einu sinni hástéttarandrúms-
lofti innan um fínt fólk frá öllum
löndum ... og fá kannski að sjá ein-
hvern hneykslanlegan fyrrverandi ein-
vald. Hann ákvað fljótt að fara inn fyr-
ir hina glæstu veggi, hvíta með tignar-
legum svölum og risavöxnum glerrúð-
um.
Sendisveinn kom til hans og spurði
með hneigingum: „Hvað er hægt að gera
fyrir yður, herra minn?“
— Ég ætlaði að finna hér John
nokkurn Smith frá Sheffield, svaraði
Peter og brosti vingjarnlega. — Hann
stefndi mér hingað, og ég held hann
búi á gistihúsinu. Ef hann er ekki kom-
inn, bíð ég bara eftir honum.
Drengurinn hneigði sig.
— Ég skal tala við gestayfirþjóninn.
Nafn yðar?
— Peter Brown frá London, svaraði
Peter af hreinskilni, því að hann vildi
umfram allt forðast vandræði í ókunnu
landi.
Drengurinn hvarf, og Peter hélt á-
fram að líta í kringum sig.
Við stórt gluggaborð inni í veitinga-
salnum sat ákaflega vel klæddur mað-
ur, sem virtist vera um þrítugt. Við
hliðina á honum í sófanum sat heill-
andi, kornung stúlka. Þau voru að ljúka
snæðingi, og kampavínsflaskan var
næstum tóm.
heldur einnig, að hann var sannur
sjentilmaður. Hann hafði útskýrt fyr-
ir henni, hvernig hún átti að fara að
við chemin-de-fer borðið, og hún hafði
meira að segja tekið með sér tvo væna
vinninga, þegar hún fór. Hann hafði
ráðlagt henni að hætta í tíma. Þetta
sýndi, að hann var heiðvirður maður.
Á eftir hafði hann boðið henni smá-
drykk fyrir framan spilavítið, þar sem
þau höfðu setið í sólinni og horft út á
blátt Miðjarðarhafið. Foreldrar henn-
ar myndu gera lítið úr þessum kynnum,
ef þau fréttu af þessu. Þessir karlar
væru hættulegir. Hún brosti yfirlætis-
lega. Svona byrjuðu flest kynni. Mað-
ur kynntist ekki á einni svipstundu.
Hann var kaupsýslumaður, og líklega
þá ekki af verra tæinu. Það sannaði ör-
ugg og ríkjandi framkoma hans, föt
hans og orkídeurnar, sem hann hafði
gefið henni. Hann hafði auðvitað strax
heyrt, að hún var frá Bandaríkjunum,
og hann hafði kinkað kolli með skiln-
ingsríku brosi, þegar hún hafði sagt
ALLT EK
OKEYPIS
Hvernig mátti þetta nú samræmast
naumum fjárhag Peters Brown og sí-
felldum sparnaði? Jú, hann hafði feng-
ið smáhugmynd hjá gamla vini sínum
honum Bob, áður en hann lagði í ferð-
ina. Gamla góða hugmynd: „Eyddu
ekki peningunum þínum í allt of dýra
máltíð, ef þú vilt endilega sjá slíkt
gistihús að innan. Það geturðu gert
ókeypis. Þú ferð bara inn og spyrð eft-
ir einhverjum, sem þú bara býrð til,
og á meðan verið er að leita að hon-
um, geturðu litið í kringum þig. Það
er alveg óhætt.“
Peter Brown gekk upp miklar tröpp-
ur með stórum, dottandi marmaraljón-
um á báða bóga. Einkennisklæddur
dyravörður með snjóhvíta hanzka
hneigði sig fyrir honum og kom vængja-
hurðinni á hreyfingu. Og svo stóð Peter
Brown inni í hinu mikla anddyri, þar
sem teppalagt gólfið var eins og snjó-
breiða, þegar stigið var á það. Nokkrar
konur í loðfeldum fóru framhjá hon-
um, og nasir hans titruðu, þegar hann
fann ilminn af göfugu ilmvatni. Símar
hringdu. Sendisveinar komu hlaupandi
með símskeyti á silfurbökkum, og
blómastúlkur vögguðu framhjá með
bakka fulla af orkídeum. Einn veggur-
inn var næstum einvörðungu úr gleri,
og gegnum hann sá í miðdegisverðar-
gestina við borðin inni í stóra veitinga-
salnum, hvítklædda matsveina og göf-
uga yfirþjóna á þönum um salinn. Kjól-
klædd strengjahljómsveit lék, og vínið
tindraði í slípuðum glösum. Peter
Brown stundi af undrun. Nú var hann
kominn inn í heim fína fólksins.
10 FÁLKINN
— Svolítið meira, Maureen? spurði
maðurinn og sneri kampavínsflöskunni
í ísköldum kælinum.
— Nei takk, John, sagði hún bros-
andi. — Mér finnst ég þegar finna svo-
lítið á mér. En hvað þeir spila dásam-
lega.
— Er það, Maureen? Ég heyri það
ekki. Ég hef ekki augu og eyru fyrir
öðru en þér. Hann greip hönd hennar,
blíðlega en þéttingsfast.
Augu hennar lokuðust dreymandi.
Það var eitthvað þessu líkt, sem hana
hafði dreymt um, þegar hún hafði fyrst
heyrt foreldra sína tala um Miðjarðar-
hafsferðina, sem til stóð. Auðvitað
væru þau dauðskelkuð, ef þau vissu,
að hún hefði átt stefnumót með bráð-
ókunnugum manni. Þannig voru for-
eldrar hennar. Þau litu alltaf á hana
sem barn. Eins og hún væri ekki nógu
fullorðin og skynsöm til að horfast í
augu við heiminn. Maður, sem gat
leyft sér að bjóða stúlku á stað sem
þennan, hlaut vissulega að vera mesti
sómamaður.
Hún hafði kynnzt honum daginn áð-
ur, þegar hún laumaðist ein inn í spila-
vítið, á meðan foreldrar hennar fengu
sér síðdegisblund. Henni hafði dottið í
hug að reyna spilaheppni sína, en þeg-
ar hún hafði ráfað milli borðanna,
hafði henni verið allt annað en rótt inn-
anbrjósts. Þá hafði hann skotið upp
kollinum við hliðina á henni og hafði
á kurteislegan og ofureðlilegan hátt
spurt, hvort hann gæti ekki leiðbeint
henni. Hún hafði strax tekið eftir því,
að hann var ekki einungis glæsilegur,
honum frá föður sínum. Auðvitað
þekkti hann vel hinn mikla olíukóng
af afspurn. Þá hafði hann stungið upp
á, að þau snæddu miðdegisverð daginn
eftir. Hún hafði tautað eitthvað á þá
leið, að líklega ætti hún að kynna hann
fyrir foreldrum sínum, og hann hafði
brosað og sagt, að auðvitað hefði hann
ekkert á móti því, en — og þá hafði
hann starað í augu hennar — væri það
ekki dálítið töfrandi á sinn hátt, ef þau
héldu þessu leyndu svona rétt í fyrstu?
Hann hafði sagt þetta svo blíðlega og
heillandi, að hún hafði strax fallizt á
þetta. Og þá hafði henni dottið í hug að
fá þennan hræðilega höfuðverk, svo að
hún gat ekki farið í ferðina, sem ráð-
gerð hafði verið til Genua og Portefino
með foreldrum sínum, og þar sem hún
hafði til þessa verið hlýðin og prúð
dóttir, hafði þau ekkert grunað og leyft
henni að vera eftir einni á gistihúsinu.
Mike Darby lét hönd sína strjúkast
eftir nöktum handlegg Maureens. Hann
horfði á litla sólbrennda hönd hennar
og einkum á leikandi spilið frá stein-
unum í hringnum, sem hún bar. Þaul-
vön augu hans voru fljót að verðsetja
hringinn og perlufestina, sem hún bar.
Þetta voru engir smámunir, enda ekki
furða, þar sem hún var dóttir olíu-
kóngs. Hún var eina von hans núna,
því að hann var að verða auralaus.
Vinningurinn stóri frá London var upp-
urinn, og líklega átti hann ekki einu
sinni nóg til að borga reikninginn á
gistihúsinu. En skyldi Maureen ekki
vera öruggt fórnarlamb? Hann þóttist
viss um, að honum hefði tekizt að gera