Fálkinn - 15.08.1962, Síða 11
hana bálskotna í sér. Svona litlar ó-
reyndar og ævintýrasjúkar stúlkur af
fínu fólki komnar, heilluðust allar af
honum. Hann hafði séð bæði hana og
foreldra hennar, þegar þau komu í
spilavítið nokkrum dögum áður. Síðan
hafði hann orðið sér úti um mikilvæg-
ar upplýsingar.
Hann leit í kringum sig, og þegar
hann var búinn að ganga úr skugga
um, að fólkið við næsta borð væri nið-
ursokkið í samræður, greip hann tæki-
færið og þrýsti kossi á háls Maureen.
Hún opnaði augun og leit á hann.
— Ertu reið, Maureen? spurði hann
r blíðlega.
— Nei. Hún brosti angurvært til
hans. Þetta var einmitt það, sem hana
hafði dreymt um, og sem hún hafði
svo oft lesið um í skáldsögum.
— Og þú treystir mér fyllilega, er það
ekki? Þú getur ekki sagt nei við neinu,
sem ég bið þig um, er það?
Hún dró andann djúpt. Þetta var svo
heillandi og spennandi, að hún réði sér
ekki. Og það var næstum ótrúlegt, að
þessi veraldarvani höfðingsmaður
skyldi líta við henni.
Mike Darby sagði henni í stuttu máli
söguna, sem hann hafði búið til: Hann
hafði skyndilega og óvænt tapað stórri
fjárhæð í spilavítinu ... eins og er hafi
hann ekki nægilegt reiðufé ... ef þú
vilt bara lána mér þessa perlufesti,
þangað til ekki á morgun heldur hinn
. . . hún verður mér trygging fyrir því,
sem ég þarf að borga, og eftir tvo daga
kemur ávísun frá bankanum mínum.
Hann leit alvarlegur á hana. Jú, augu
hennar voru í móðu eftir kampavínið,
og ástin virtist ekki láta á sér standa.
Varir hennar titruðu af löngun til að
verða kysstar, og ef honum bara tæk-
ist að tala við hann undir fjögur augu,
þá . . .
— Maureen, mig langar til að segja
svolítið við þig, en ég get það ekki
hérna, af því að hér er allt fullt af
asnalegu fólki í kringum okkur. Treyst-
irðu mér það vel, að þú viljir koma með
mér upp á herbergið mitt?
Hún leit á hann. Það var svo hreinn
og fallegur svipur í augum hans. Það
myndi vafalaust særa hann mjög, ef
hún treysti honum ekki. Kannski var
hann í rauninni einmana maður, sem
þarfnaðist þess, að honum væri sýnt
traust.
— Já, hvíslaði hún undurlágt.
Einkennisklæddur drengur kom að
borði þeirra.
— Hr John Smith frá Sheffield?
spurði hann og hneigði sig.
Mike Darly kinkaði kolli og hnykl-
aði brýnnar. John Smith. Það var ein-
mitt nafnið, sem hann hafði skrifað í
gestabókina, þegar hann fluttist á
gistihúsið fyrir nokkrum dögum. Mr.
John Smith frá Sheffield, falskt nafn,
til að blekkja lögregluna.
— Hr. Peter Brown bíður í anddyr-
inu og vill tala við yður.
Mike Darby fann, að þunn raka-
Framh. á bls. 30.
r
Hann var fljótur að verðsetja hring-
inn og perlufestina, sem hann bar. Hún
var eina von hans. Stóri vinningurinn
var uppurinn og sennilega átti hann
ekki fyrir reikningnum á gistihúsinu.
Smásaga
eftir
Holger
Boetius