Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 15
LÉTT
SUMARSAGA EFTIR
JOHA MEYER
kvmni að vera á verði gegn veröldinni, en var þó jafnframt
ósegjanlega kvenleg. En nú voru tveir dagar síðan hann sá
hana standa uppi á stökkpallinum svo hrífandi fagra, og
hann var ekki vitund nær því að fá færi á að kyssa hana,
en kvöldið góða.
Hann hafði leikið golf og spilað bridge við hana, hann
hafði synt með henni og dansað við hana, en aldrei hafði
honum gefist tækifæri til að þoka henni á afvikinn stað,
sem hentugur væri til kossa. Það er að segja, ekki fyrr en
á þeirri heillastundu, þegar Gloría sló golfkúluna yfir fyrir
runnann við elleftu holu.
„Við hljótum að geta fundið hana,“ sagði Jim ákveðinn.
Þegar þau voru komin í hvarf við runnann, lagði hann
handlegginn þétt um herðar Gloríu, og lýsti því yfir, að
nú vildi hann fá þennan umrædda koss.
„Þetta mátti ég vita,“ andvarpaði Gloría. „En ég ætla
mér þó ekki að hljóða, ef yður er nokkur huggun í að vita
það.“
Jim kyssti hana eftirminnilega og fann til undrunar og
gleði yfir því, að Gloría kyssti hann á móti. Hjarta hans
barðist um eins og bilaður stimpill. Loks tókst honum að
stynja upp: „Viltu giftast mér, Gloría?“
Gloría veik sér örlífið frá honum. „Nú, en þú hefur ekki
einu sinni hugmynd um það, sem þú ættir fyrst og fremst að
vita um mig.“
„Ég veit, að mig langar til að giftast þér,“ sagði hann og
kyssti hana aftur. „Viltu það, Gloría?“
„Nei, væni minn, ekki ennþá.“
„BRÓÐIR ÞINN vill giftast mér,“ sagði Gloría.
Anna lét sem ekkert væri. „Ertu viss um, að það hafi ver-
ið þú? Nefndi hann þig með nafni?“
„Nei, hættu nú,“ öskraði Jim.
„Nei,“ svaraði Anna. „Hjúskapartilboð frá gömlum pip-
arsveini ætti ævinlega að vera skriflegt.“
„Ég er ástfanginn og þrái að kvænast,“ æpti Jim rauð-
glóandi. „Er það nokkuð óvenjulegt?“
„Óvenjulegt með þig, já,“ anzaði Anna miskunnarlaus.
„Hann gæti nú orðið indæll eiginmaður.“
„Hættið þið nú að gera grín að mér, báðar tvær,“ sagði
Jim í örvæntingu sinni.
„Gloría,“ hélt Anna áfram. „Hvers vegna fer þú ekki með
litla bróður minn svona saklausan, út á einhverja afskekkta
sjávarströnd, og segir honum þar ævisögu þína?“
„Mér stendur á sama um fortíð hennar. Það er framtíð
hennar, sem ég vil eignast."
„Hypjið ykkur þá í burtu, börnin góð,“ mælti Anna, „og
reynið að gera út um málið.“
Tuttugu mínútum síðar lagði Jim bifreið sinni bak við
afskekktan sandhól með útsýn til hafsins. Ætlaði hann þeg-
ar í stað að taka Gloríu í faðm sinn, en hún ýtti honum
frá sér. „Elskar þú mig í raun og veru, Jim,“ mælti hún al-
varlegum rómi.
„Já.“
Gloría varp öndinni. „Þú mátt annars kyssa mig.“
Það gerði Jim fúslega, mörgum sinniun.
Þau sátu þegjandi litla stund. Því næst sagði Gloría:
„Það eru vissar manneskjur, sem mig langar til að séu við-
staddar brúðkaupið." Framh. á bls. 32.