Fálkinn - 15.08.1962, Síða 17
Leiðin sem Marco Polo fór til hinna framandi, ótrúlegu heima.
an veðurdag lögðu þeir aftur af stað
og héldu austur á bóginn til hirðar
Kublais. Og nú tóku þeir Marco með
sér, þótt ekki væri hann eldri en fimm-
tán ára. Voru það mikil viðbrigði hin-
um unga manni, en þetta varð fyrsta
spor hans á lífsleið, er síðar varð full af
frægð og ævintýrum.
Leið þeirra lá austur til Armeníu og
Persíu, yfir hina mikiu persnesku eyði-
mörk, yfir Kórassanfjöll til dalanna í
Hindu-kush og Pamírhásléttunnar, með-
fram Takla Makan eyðimörkinni og
Góbí eyðimörk. Síðan yfir Norður-Kína
til höfuðborgar Kublai Khans, Kanbalig,
eða réttara sagt Kambúlak.
Og þar bjó Marco Polo ásamt föður
sínum og frænda í samfleytt seytán ár,
þangað til minningarnar um borgarsíki
Feneyja urðu þeim of rammar. Urðu
þeir meiri virðingar aðnjótandi en æðstu
menn landsins innfæddir. Mátti ekki
sízt segja það um Marco, er ferðaðist
í opinberum erindagjörðum um hið risa-
vaxna kínverska ríki þvert og endilangt.
Komst hann alla leið til landmæra Tí-
bets, Jun Nan, Burma og jafnvel til Ind-
lands.
Það var sannkallaður sorgardagur í
Kína, er Feneyjabúarnir þrír héldu af
stað, hlaðnir gjöfum. Og á kveðjustund
sýndi keisarinn bezt, hve óskorað traust
hann bar til þessara útlendinga, er
hann fól þeim að fylgja prinsessu, sem
átti að giftast Persakonungi, til sinna
nýju heimkynna.
Þegar fyrsti gondólinn á síkjum Fen-
eyja kom í augsýn, voru þeir Matteo
og Nicolo orðnir gamlir menn. Og Marco
var kominn yfir fertugt.....
Þeir voru ekki sérlega fjölorðir um
það sem á daga þeirra hafði drifið. Og
það sem þeir höfðu frá að segja, var
skoðað sem uppspuni einn.
Þangað til kvöldið sem Marco breytt-
ist skyndilega úr svínahirði í glæsilegan
prins.....
FRÁ hverju hafði hann þá að segja,
þessi kaupmannssonar frá Feneyjum, er
varð nánasti samstarfsmaður Kínakeis-
ara? Um það má lesa, allt saman, í bók
einni, er hann reit í fangelsi í Genúa
Menn vita furðu lítið um ævi Marcos
eftir að hann kom aftur heim.
Hann kvæntist ungfrú Dónötu nokk-
urri og lézt nálægt árinu 1324. Hann
byggði sér hús við San Grisostomo —
og að því er næst verður komizt, var
hann jarðsettur í San Lorenzo kirkjunni.
Allt eru þetta lausar línur, sem ekki
verða dregnar saman í heildarmynd.
En eitt vita menn með vissu: Hann
var tekinn til fanga af verzlunarmönn-
um frá erfðaóvinum Genúu og dreginn
í dýflissu. Og árið 1298 las hann í fanga-
klefanum samfanga sínum frá Písa fyrir
áðurnefnda bók.
Árangur þess upplesturs varð „Libro
delle Maraviglie“, undrabókin, barma-
full af daglegum athugunum kaup-
mannsins, hugmyndaflugi ævin-
týramannsins, frásagnakyngi söguhetj-
unnar. í henni birtist svo einstæð mynd
af framandi veröld, að ekki virðist ótrú-
legt þótt andagarður Norðurálfunnar
hafi gargað háðslega og gefið honum
langt nef.
í Kamúlag voru milli 8 og 10 mill-
jónir íbúa! Óskiljanlegur fjöldi enn
í dag, þegar aðeins Tokíó, Lundúnir
og New York telja svo mikinn mann-
fjölda. Þetta eitt stuðlaði mjög að því,
að Marco Polo var ekki trúað.
En hann hafði rétt fyrir sér. Mann-
töl voru óþekkt fyrirbrigði þar og þá,
en hann hafði hugmynd um, hve mörg
hús og hreysi voru í borginni. Og svo
var Marco fæddur kaupmaður, og
hafði sinn sérstaka mælikvarða á
hlutina. Hann vissi hversu miklu
með,alfjölskylda eyddi af pappír á dag
til jafnaðar. Meðalfjölskyldu áleit
hann fjórar persónur, komst að því,
að tíu þúsund pund af pappír voru
flutt til Kambúlak á degi hverjum,
— og reiknaði' þannig út íbúatölu er
nam milli 7.2 og 10 milljónum!
Það hefur verið ótrúleg risaborg. í
miðju hennar voru tíu aðaltorg, hvert
þeirra þriggja kílómetra breitt. Aðal-
göturnar voru allt að 60 metra breið-
Framh. á bls. 34
Höll í
Feneyjum,