Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 19
Sæluvika kom út um haustið 1951, þá
var ég tuttugu og fimm ára. Hryggurinn
í þeirri bók er tvær sögur, systur, Blá-
stör og Vígsluhátíðin. Annars er bókin
hraðaverk og hroðvirkni, sögurnar all-
ar unnar upp úr eldra dóti, því sem
ekki hafði fordjarfast í flutningum og
flækingi. Mér hefur stundum dottið í
hug að betra hefði verið að bíða, kannski
ár eða tvö, — en þá er reyndar óvíst
að sögurnar hefðu nokkurn tíma kom-
ið út. Og þessar sögur varð ég að skrifa
og birta, þær eru kveðja og reiknings-
skil við ákveðin tímabil ævinnar. Til
að mynda elzta sagan í bókinni, Dalur-
inn, það er þannig saga að mér verður
bumbult ef ég sé hana sem sjaldan kem-
ur fyrir núorðið. En einhvern veginn
bjargast maður frá þessu, frelsast næst-
um ósjálfrátt — þegar búið er að skrifa
söguna.
Ég gekk frá bókinni til prentunar á
þrem vikum norður í Tungusveit í
Skagafirði. Ég hef ævinlega góðan
vinnufrið í Skagafirðinum ef á liggur,
þar lá ég upp á venzlafólki og vanda-
lausum í heil tvö ár, var skráður lausa-
maður á manntal, og það var mikið orð
að sönnu. Þar tóku allir mér vel, fannst
sjálfsagt að hjálpa stráknum úr því
hann var að basla við að skrifa. Þessi
umhugsunarvist mín í Skagafirði var
mér dýrmætur tími, og ég er einlæg-
lega þakklátur því góða fólki sem hjálp-
aði mér þar.
79 AE STÖÐINNI? Æ, ég er hættur að
geta talað um hana, hún er orðin svo
ósköp leiðinleg. Það er dálítið annar
handleggur að skrifa litla sögu en þurfa
svo að standa í stöðugu spjalli og spurn-
ingafjasi um hana! Hitt get ég sagt þér
að ég skrifaði söguna á mjög stuttum
tíma, eitthvað tveimur mánuðum, norð-
ur á Akureyri, á hótel Goðafossi, sem
nú er víst búið að leggja niður. Þar voru
breima kettir í portinu, og á hótelinu
bjó mikið af ungu og glöðu fólki, og
það brakaði og brast og söng í þessu
gamla og virðulega húsi ... Þetta var
haustið 1954, rétt fyrir jól, og þegar
sagan var tilbúin lá mikið á að koma
henni í prentun, maður var svona í þá
daga þó nú sé allur taugaæsingur í sam-
bandi við handrit löngu úr sögunni.
Nema það var blind hríð og ekki flogið
í marga daga svo ég varð að fá leigu-
bíl með mig suður, fór eins og ég stóð
í rykfrakka og götuskóm. Við urðum
víst fimm saman í bílnum, og þetta
varð einhver versta ferð sem ég farið,
við urðum næstum að bera bílinn á
sjálfum okkur yfir mestalla Holtavörðu-
heiði, ýta og draga, og vorum marga
klukkutíma að paufast þarna í hríð-
inni. Og þegar við vorum loksins kom-
in yfir heiðina var ég allur klakaður,
allt samfrosta hattur, rykfrakki og götu-
skór, og munaði víst minnstu að saga
Blástararskáldsins yrði ekki lengri. —
Annars er ekki margt að segja um 79
af stöðinni, hún er ekki annað en stutt
saga, línan i henni er hörð og bein þar
sem skáldsaga á að vera breið og stór og
19
FALKINN