Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 20
viðamikil. Ég á enn eftir að skrifa mína fyrstu skáldsögu. Og nú er verið að kvikmynda 79! Ég leiði það nú hjá mér, en náttúrlega verð ég ósköp glaður ef hann Rósinkranz verður lukkulegur með filmuna. SVO KOM SAGAN út um vorið 1955 .. . Ja, það verkar kannski eins og stæri- læti þegar það er komið á prent, en undirtökur og umtal um þessar bækur mínar hefur alltaf skipt mig litlu. Það kom víst hálfgert pat á suma samvinnu- menn þegar Blástör fékk verðlaunin sællar minningar, — þeim fannst vanta í hana samvinnuhugsjón. En það voru vaskir menn sem stóðu fyrir keppn- inni, Árni Kristjánsson á Akureyri og Benedikt Gröndal sem þá var ritstjóri Samvinnunnar og þeir létu engan bil- bug á sér finna. Það má vera að Grönd- al hafi fengið bágt fyrir hjá sínum yf- irmönnum, en ekki hefur það staðið honum fyrir þrifum eins og sjá má á hans makt og veldi í dag. Annað er það, að margir virðast alls ekki skilja hvað fyrir mér vakir í sögunum og þá ekki sízt í 79 af stöðinni. Þar er mér aðalatriði að lýsa þjóðlífinu almennt á vissu árabili, — bókin er ekki ástands- bók og ekki gleðikvennabók og ekki heldur bílstjórabók þótt leigubílstjórar séu vissulega góð stétt og mættu vera meira virtir í þjóðfélaginu. Já, í þeim hópi á ég marga góða kunningja, eink- anlega eru margir góðir skarfar á Ak- ureyri, svo sem Guðmundur vinur minn Snorrason vörubílstjóri. Hann er mik- ill kommúnisti og skákmaður, ég reyni alltaf að komast í tafl við hann ef ég kem norður og hann mátar mig ævin- 20 FÁLKINN lega, — kannski er Guðmundarnafnið í sögunni komið frá honum. Annars er ekki annar upplifaður veruleiki í sög- unni en tilfinningin í henni, tilfinning- in fyrir ákveðnum hlutum sem hafa gerzt og eru að gerast, og kannski eitt- hvað af umhverfinu. Umhverfi er mér ævinlega mikið tilfinningamál, það varðar mig engu hvað einhver bær heit- ir við veginn, en ég verð að vera á landi, finna sál landslagsins í kringum mig. Maður talar nú ekki um sína heimabyggð, — ég er alveg sannfærður um að Skagafjörðurinn er bezta hérað á landinu og þó víðar væri leitað, og þá á ég ekki við snobbstaði eins og Hóla, þar hef ég aldrei komið og ætla mér ekki. Nei, það sem er ,,satt“ í 79 af stöðinni er umhverfið, landslagið til- finningin 1 sögunni, — ekki samkvæmt einhverri kenningu eða kreddu heldur eins og ég hef lifað þetta sjálfur. Það er sveitamaðurinn í fólki sem mér þyk- ir vænt um, og við vitum að stór hluti íslendinga er nú staddur einhvers stað- ar mitt á milli sveitamennsku og borg- arbúa í lífi sínu. Maður sem þarf að ganga um brekku oft á dag 1 einhverj- um erindum, kannski að leita að hross- um eða kúm eða huga að kindum, lær- ir á persónuleik brekkunnar, kynnist brekkuandlitinu hægt og hægt eins og andliti lifandi fólks. íslendingar eru þúsund ára sérfræðingar í brekkum, og sú sérfræði týnist ekki niður með einni eða tveimur kynslóðum þótt menn flytji í bæinn. Og þetta gildir um allt landslag. Tökum til dæmis: engin tvö vöð eru eins og engar tvær brekkur heldur. Lengst inni í Vesturdal í Skaga- firði, innan við alla byggð, er Lamba- mannavað sem er mjög sérkennilegt, stórgrýtt og óræktað, það er almúga- vað. Og svo vaðið neðan við Glaumbæ, þetta fína og hofmannlega og ræktaða vað og bara fyrir gæðinga, háir bakk- ar að því og rennisléttar grundir beggja vegna að hleypa gæðingunum. Þannig er karaktér landsins, sem myndast í viðkynningu fóiks sem þarf að eiga við landið, skoða það ekki gegnum bíl- glugga eins og túristi. „Landslag yrði lítilsvirði, ef það héti ekki neitt,“ segir Tómas Guðmundsson, og er þetta ekki týpiskt fyrir viðhorf borgarbúans? Það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.