Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 21
er allt annað en sveitamannsins. Nöfn á landslagi eru ekki til annars en greina eitt vað frá öðru, eina brekku frá ann- arri. ÞEGAR HÉR ER KOMIÐ sögu lítur Indriði Guðmundur Þorsteinsson stað- fastlega yfir barminn á ölglasinu á við- mælanda sinn og segir: Ekki skil ég k hvað menn eru að tala um að hingað þurfi sterkan bjór! Nei, við eigum að drekka miklu meiri íslenzkan pilsner en við gerum, það er heilladrykkur, ljúfur og góður og svalandi og ekki nokkur vegur að verða fullur af hon- um! Við ætluðum að fara að tala um blaða- mennsku. Þar hefur Indriði fetað bein- an veg og á liðlega tíu árum hafizt til ritstjórnarstöðu á Tímanum. Þar starf- aði hann fram til 1958 en hætti þá í bili — ,,var orðinn dauðleiður og uppgef- inn“ — réðist síðan til Alþýðublaðsins og var þar unz hann tók við ritstjórn Tímans um næstiiðin áramót við hlið þeirra fornkunningja sinna Þórarins Þórarínssonar, Andrésar Kristjánssonar og Jóns Helgasonar. Og nú er rætt um borg og blaðamennsku: Ég er víst hálfgerður villimaður í borginni, veit varla hvað ég á að segja um hana. Maður hugsar meira um ann- að en sitt daglega umhverfi, það verður vani, hálfgerður kækur, að vinna við dagblað í borginni, standa í þessu dag- lega þrasi. En íslenzk blöð og blaða- mennska hafa tekið stórum stakkaskipt- um síðan ég byrjaði á Tímanum 1951, þá var siðurinn að sitja og dóla sér á skrifstofunni og bíða þess að fréttirnar gæmu inn úr dyrunum, manni þótti það kannski gott dagsverk að svara tvisvar eða þrisvar í síma. Nú vinnur fjölmenni af hörku og kappi í tíu og tólf tíma á sólarhring og samt hefst ekki undan, það kemur af því að nú sækjum við fréttirnar sjálfir, blaðamennskan er ekki lengur eins tilviljanakennd og var, hún er orðin erfiðari og um leið skemmtilegri, og blöðin hafa orðið manneskjulegri, það er minna í þeim af pólitík, meira fair play í blaða- mennsku. Nú eru menn farnir að verja með oddi og egg eitthvað sem þeir kalla blaðamannsheiður sinn og var öldung- is óþekkt hugtak fyrir nokkrum árum, það er bara í pólitíkinni sem leikurinn er free for all. Blaðamennska og póli- tík eru alveg óskyldir kapítular, þó menn rugli bessu stöðugt saman, en það er erfitt fyrir almenna lesendur að gera sér grein fyrir þessu af því að enn hef- ur ekki tekizt að afmarka pólitíkinni básinn í blöðunum þó þetta þokist í áttina. Og þetta mætir líka auknum skilningi stjórnmálamannanna sem eiga blöðin: þeim er að vitrast að það er líka nokkurs virði að blað sé mikilsvirt sem fréttablað burtséð frá pólitík og áróðri. En sú kynslóð sem las blöðin í tíð Jónasar frá Hriflu er enn að lesa blöð, og fyrir þessu fólki er breytingin til miklu verri vegar. Þetta fólk vill fá að lesa jónasarpólitíkina sína dálk upp og dálk niður, og nú sér það allt í einu ekkert nema fyrirsagnir og myndir. Og það er líka sáróánægt með pólitíkina í blöðunum, finnst vanta í hana allan merg og á þar við að hún er ekki lengur nógu grimm og svívirðileg. Það kemur til af því, að flokkarnir eru reyndar allir á eitt sáttir í pólitíkinni, um hvað eigi að gera, spurningin er bara hver eigi að gera það, og þegar málin standa þann- ig komast menn ekki upp með meira en í bezta lagi hógværar laumulygar í staðinn fyrir þær hörðu hugsjóna- skammir sem áður tíðkuðust. Þá máttu menn búast við að vakna upp þjófar og óbótamenn í bóli sínu einhvern morg- uninn af því einhver hugsjónamaður var á næsta leiti við þá í pólitíkinni. SKÁLDSKAPUR OG BLAÐA- MENNSKA, — það eru líka tveir óskyld- ir kapítular. Mér lærðist snemma að skáldskapargrillur í starfinu jafngiltu bara lakri blaðamennsku og engu öðru. En starfið sníður af manni ýmsa agnúa sem eru rithöfundi til meins, rithöfund- urinn þarf að vera svolítið blaseraður, hann má ekki týna sér í persónulegum hégómamálum. Kona sem fengið hefur flís upp í fingur og kemur í selskap hef- ur tilhneigingu til að tala um þessa flís og ekki annað, finnst hún ein skipta öllu máli. Af svona flísum geta rithöf- undar fengið háskalegar meinsemdir, rithöfundur má fyrir engan mun tala um tóm trivia, missjá sig á hégómanum. Hér getur blaðamennskan hjálpað, þar hefur maður svo mikið samneyti við öfgarnar í þjóðlífinu að maður blaser- ast alveg hæfilega, og sextíu prósent af allri blaðamennsku, sem aldrei kemur fyrir augu lesenda, er einmitt slags- mál við hégóma. Þetta getur orðið rit- höfundi lærdómur á við mikil ferðalög og margvíslega lesningu. Síðasta bók mín er, Þeir sem guðirnir elska, sem kom út 1957 og varð til í beinu framhaldi af 79 af stöðinni. Þeg- ar ég gekk frá henni var ég nýkominn frá Ameríku og Kína, orðinn ruglaður og uppgefinn á sál og líkama, og bók- in líklega eitthvað það lakasta sem ég hef gefið út, síðan hef ég skrifað sögur sem ég er miklu ánægðari með. En ég get ekki skrifað mikið samhliða blaða- mennskunni, helzt stöku smásögu, sem maður getur stolizt til að eiga við á helgum. Til þess að vinna stærri verk verð ég að taka mér frí, og hingað til hef ég aldrei fengið nógu löng frí. Það Framh. á bls. 28. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.