Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Síða 28

Fálkinn - 15.08.1962, Síða 28
FIMM MÍNÚTUR UM FURÐULEG FYRIRBÆRI Þegar barið var. Þegar ég var strákur haíði ég mjög gaman af öllum frásögnum um dular- full fyrirbæri og las allt sem ég komst yfir um þau efni. Sérstaklega var það hátíð á heimilinu þegar nýtt hefti af MORGNI kom út. Móðir mín sáluga hafði líka mikinn áhuga á þessum málum og við lásum oft hvort fyrir annað í rökkrinu, ef við höfðum slíkt efni undir höndum, og á eftir ræddum við gjarna um efnið. Var þetta sér- staklega á veturna, þegar faðir minn og bróðir voru úti við að sinna um skepnurnar En þrátt fyrir þennan á- huga okkar bar það sjaldan við, að nokkuð það kæmi fyrir okkur per- sónulega, sem væri yfirskilvitlegt á einn eða annan hátt. Þó var það kvöld eitt síðla vöku, þegar allt heimilis- fólkið var samankomið inni í bað- stofu, hver við sína iðju, við strákarn- ir að lesa, pabbi að flétta reipi úr hrosshári, sem hann gerði töluvert að, og mamma eitthvað að sauma, að það gerðist sem nú skal sagt frá. — A ganginum fyrir framan stofudyrnar höfðust við tveir hundar, sem vana- lega höfðu mjög hægt um sig, og lágu gjarnan fram á lappir sínar og sváfu. En nú heyrðum við að annar þeirra fór allt í einu að urra, fyrst hægt og með hvíldum, en síðar ákafar og ofsalegar, og svo tók hinn undir. Pabbi opnaði hurðina og hastaði á þá. Þögnuðu þeir þá í bili, en áður en varði byrjuðu þeir sama sóninn. Og þegar að var gáð voru þeir báðir staðnir upp og snéru hausum að úti- dyrum, eyrun sperrt og hárin á bak- inu á þeim risu. Við skömmuðum þi 28 FÁLKINN og skipuðum þeim að þegja, og dálitla stund urðu þeir sneiptir og lúpulegir, en voru eftir sem áður mjög óværir tvístigu fram og aftur og snéru sér alltaf að útidyrunum, urruðu lágt og ráku upp smábofs við og við. En við létum þá eiga sig um sinn, en þá byrjuðu þeir sama leikinn og áður en varði voru þeir farnir að gelta, hátt og ofsalega, en um leið eru barin þung högg á skúrinn, sem var framan við gangdyrnar, og þá gjör- samlega ærðust hundarnir. Pabbi fór út og við strákarnir eltum hann, en hvorugur hundurinn fylgdi. Þeir stóðu kyrrir í ganginum og ýmist geltu eða urruðu. Það var tunglskin og bjart og snjór yfir öllu. En þegar við komum út á hlaðið var hvergi neitt að sjá. Við gengum kringum bæinn en urðum einskis vísari. Þegar inn var komið fórum við að ræða um þennan atburð og vorum öll á einu máli um það, að hann hlyti að boða eitthvað sérstakt. Og ég mann það, að við strákarnir vorum töluvert smeikir um kvöldið, þegar við fórum að sofa og drógum sængurnar upp fyrir höfuð. Og ekki bætti það úr skák, að fram eftir allri nóttu voru hundarnir að reka upp smá bofs eða urra. En ekki var barið aftur, og engin ókennileg hljóð heyrðust. Svo líður nóttin og næsti dagur allt til kvölds, án þess neitt bæri til tíð- inda. En þá kemur gestur af næsta bæ, sem m. a. segir okkur andlát manns nokkurs, sem við að vísu þekktum nær ekkert, en könnuðumst við, og hafði eitt sinn verið heimilismaður á bæ foreldra minna áður en þau fluttu þangað. Hafði hann dáið kvöldið áður. -— Ekki er gott um það að segja, hvort höggin hafa staðið í einhverju sam- bandi við brottför þessa manns, hvort hann hafi í andlátinu verið með hug- ann við fornar slóðir, en ekki fráleitt að hugsa sér slíkt. Bj. Oskin hans afa. Þetta var uppi í sveit fyrir þrjátíu árum síðan. Ég var þá ellefu ára gam- all og það var síðari hluti vetrar. Þetta var á sunnudegi og ég var einn heima, sem kom þó mjög sjaldan fyrir, því mér var lítið um það gefið. En foreldrar mínir höfðu farið til kirkju á næsta bæ og eldri bróðir minn var úti við gegningar. Ég hafði verið að hugsa um að fara með honum, en ekki orðið úr því einhverra hluta vegna, enda gerði ég ráð fyrir því, að kirkju- fólkið kæmi heim áður en færi veru- lega að dimma. En heimkoma þess dróst lengur en ég hafði gert ráð fyrir. Ég var einn inni í baðstofu og var eitthvað að dunda, lesa eða skrifa, — man það ekki vel. Það var orðið nokkuð rokkið, en loftbjart og stillt og gott veður. Ég leit öðru hverju út um gluggann og undraðist að foreldr- ar mínir skyldu ekki fara að koma heim. Ég vissi að langur tími gat liðið þar til von væri á bróður mínum, þar sem féð var töluvert rásgjarnt, og hann gat þurft víða að fara, enda mundi hann ekkert flýta sér með það í hús í svona góðu veðri. Ég var samt hinn rólegasti, og þó ég skyggndist út um gluggann öðru hvoru var ég að mestu niðursokkinn í mitt dund. Skyndilega hrökk ég þó upp við það, að mér fannst ég heyra umgang í bæjardyrunum, og taldi ég víst að nú væri pabbi og mamma að koma. Heyri ég að það er gengið inn bæj- argöngin og sagt þar stundarhátt: „Hér sé guð í bænum.“ Þessi orð voru sögð með skýrri og hægri rödd afa míns, svo ég efaðist ekki um, það, hver komumaður var, enda var hann oft vanur að heilsa með þessum orð- um. Ég stóð því upp og opnaði bað- stofudyrnar og kallaði: „Afi,“ en það anzaði mér enginn. Gekk ég því fram göngin út á hlaðið nokkrum sinnum, en fékk ekkert svar. Fannst mér þetta mjög furðulegt en varð þó ekkert hræddur, heldur lagði leið mína upp á bæjarhólinn og svipaðist um, og þó orðið væri nokkuð skuggsýnt, sá ég hvar pabbi kom ríðandi nokkuð utan við túngarðinn. Ég tók á sprett á móti honum, til að segja honum hvað fyrir mig hafði borið og eins að spyrja hann hvernig á því stæði að mamma kom ekki líka. Þá sagði hann mér þær sorgarfrétt- ir, að afi minn, sem ég þóttist hafa heyrt í fyrir nokkru hefði orðið bráð- kvaddur þá um morguninn. Afi hafði búið í Hvammi, næsta bæ við kirkjustaðinn. Pabbi og mamma höfðu farið þangað yfir þegar þeim barst fréttin og mamma síðan orðið eftir. Og þessi frásögn er ekki lengri. En hvað var það sem ég heyrði? Hvernig stóð á því og hvaðan kom það? Var afi minn kominn til þess að blessa bæinn í síðasta skipti, áður en hann hyrfi fyrir fullt og allt til sælli og betri heima? — Um það getum við spurt, en við fáum ekkert svar. Bj. Súðin sviðnar. Það er alltaf ýmislegt að koma fyrir, sem við hvorki skiljum né getum skýrt. Flestir verða varir við það, án þess að gefa því verulegan gaum, og gleyma því gjarna. Eins er það, að margir sem verða fyrir svokallaðri dularfullri reynslu vilja sem fæst um hana tala. Þessvegna eru slíkar sögur oft óstaðfærðar og nafnlausar. í sumum tilfellum er það lakara, og heimildagildi sagnanna ekki það sama. En þrátt fyrir það geta þær ver- ið þess virði að skrást og geymast. Kunningi minn, sem ekki vill láta Framhald á bls. 29

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.