Fálkinn - 15.08.1962, Page 32
Ekkjur eru alltaf ...
Framh. af bls. 15.
„Sjálfsagt,“ svaraði Jim. „Hverjir sem þér sýnist.“
Gloría tók mynd upp úr tösku sinni og rétti Jim. Hún
var af tveim Ijómandi fallegum smábörnum, sem horfðu
brosandi framan í hann. Jim brosti líka ósjálfrátt við þeim.
„Átt þú þessi börn?“ spurði hann.
„Nei,‘ svaraði Gloría fljótmælt. „Það eru barnabörn mín.“
JIM BURTON færði sig nær systur sinni, með álíka móðg-
unarsvip á andlitinu og köttur sem fleygt hefur verið niður
í baðker.
„Anna, vissir þú að hún var orðin amma?“
„Já, það eru dásamlegir tímar sem við lifum á, finnst þér
ekki?“
„Já, en amma, Anna! Hvernig getur hún eiginlega verið
orðin amma?“ Jim stundi við.
„Með venjulegum hætti, geri ég ráð fyrir,“ svaraði Anna.
„Hún hefur séð um sig, meðan þú gerðir ekki annað en
slæpast.*
„Anna,“ hélt Jim áfram skelfdum rómi. „Búa þessi barna-
börn hjá henni?“
„Hja. Sennilega heimsækja þau hana við og við, til þess
að „ríða heim til Hóla“ á hné ömmu.“
„Ömmu! Hættu að nota þetta orð, Anna!“ öskraði Jim.
„Ja-há, þetta er náttúrlega svolítið viðkvæmt mál,“ sagði
Anna brosandi. „Væri líklega betra, að brúðkaupið færi
fram í kyrrþey.“
„Mig langar ekki til að byrja hjúskap með barnabörnum,“
hélt Jim áfram í æstu skapi.
„Maður gæti svei mér haldið, að þú vildir heldur að hún
hefði lifað misjöfnu lífi,“ sagði Anna.
„Það vildi ég líka heldur,“ anzaði Jim með áherzlu.
„Ja, maður,“ andvarpaði Anna.
„Og þú sagðir, að hún væri aðeins tuttugu og níu ára
gömul.“ Jim leit ásökunaraugum til systur sinnar.
„Ég sagði, að ekkjur væru alltaf tuttugu og níu ára, og
við það stend ég. En ef þér líður eitthvað betur að vita það,
þá er hún fjörutíu og eins árs — alveg eins og þú.“
„Anna!“ stundi Jim. „Ég fæ mig blátt áfram ekki til þess.
Ég get ekki til þess hugsað, að verða afi á brúðkaupsdag-
inn minn.“
„Og svo á að fleygja vesalings Gloríu, vegna þess eins, að
hún er heiðarleg kona,“ svaraði Anna.
„Nei, nú veit ég hvað ég get.“ Það birti yfir Jim. „Ef ég
get ekki til þess hugsað sjálfur, að kvænast konu sem orðin
er amma, get ég þó að minnsta kosti fundið mann handa
henni. Ég er ákveðinn í að sjá henni fyrir góðum eigin-
manni.“
„Það er ég líka,“ sagði Anna.
Þegar Jim kom niður í félagsheimilið morguninn eftir,
til að taka sér sundferð með Gloríu, var Anna þar fyrir,
ásamt Frank Sellers, sem var fjörutíu og tveggja ára gam-
all og að því er Jim bezt vissi, argasti svallari.
„Gloría,“ kallaði Anna til hennar þar sem hún stóð, sól-
brún og íturvaxin. „Komdu, ég ætla að kynna Frank Sellers
fyrir þér!“
„Gloría!“ Nú var það Jim, sem kallaði gremjulega. „Þekk-
ir þú Fred Somter hérna?“ Fred Somter var 58 ára gamall
og hinn virðulegasti maður.
Gloría brosti yndislega til þessara tveggja nýkomnu herra,
og það hafði sín áhrif. Jim dró Önnu lítið eitt afsíðis og hvísl-
aði fokreiður: „Hvað á það að þýða, að draga hingað mann
eins og Frank Sellers. Þú veizt vel, hvílíkur kvennabósi
hann er.“
Anna brosti. „Ég get vel boðið henni marga aðra karl-
menn, ekki síður álitlega. En hvað kemur þér það annars við,
nú orðið, bróðir sæll?“
Jim leit til hennar heiftaraugum. „Ef þú heldur að ég
láti hana giftast manni, sem ég verð afbrýðisamur út 1,
skaltu endurskoða ætlun þína,“ anzaði hann beizklega.
Anna brosti ennþá breiðara.
Engum var það ljósara en Jim Burton sjálfum, að hann
var kominn í hræðilega klípu. Hann var ástfanginn af
Gloríu Whiting upp fyrir bæði eyru, en hann var sannar-
lega ekki skotinn í þeirri hugsun, að verða afi. Honum tjáði
lítt að hugga sig við að hann yrði þó ekki nema aðeins
,,stjúpafi“. Amma var amma og eiginmaður Gloríu hlaut að
verða afi. Og loks lék Anna hann svo grálega að stefna
hingað hverju mannsefninu öðru unglegra. Þeir hópuðust
utan um Gloríu, svo hann var næstum hættur að komast
að henni. Og það sem verst var, Gloría virtist njóta allrar
þessarar karlhylli, er allt í einu vafðist um hana.
„Anna,“ mælti hann loks í örvæntingu. „Hættu nú þess-
ari vitleysu.“
„Vitleysu! Ég skil ekki við hvað þú átt.“
„Þú skilur það ósköp vel. Sérðu ekki, að það endar með
því, að hún fellur fyrir einhverjum af þessum kvennabós-
um og kvænist honum.“
„Jú, og hvað um það? Ef ömmur hafa ekki rétt til að
ákveða framtíð sína, veit ég sannarlega ekki hverjum ber
það,“ svaraði hún ákveðin. „Hugsast gæti, að Gloría væri
svo þreytt af að vera amma, að hana þyrsti í glaðværð með
geðslegum manni, eins og Frank Sellers. Og því ræður hún
sjálf.‘
„Nei, því ræður hún ekki,“ svaraði Jim fastmæltur. „Ég
ætla að giftast henni sjálfur.“
„En hvað það er fallegt af þér5“ sagði Anna háðslega.
„Sjáðu þá um að koma þessum kvennabósum brott.“
„Ekki til að meina,“ svaraði Anna. „Ömmur hafa sín rétt-
indi og ég set ekki fótinn fyrir það.“
Þau sátu úti á hjallanum og biðu þess, að Gloría kæmi
út úr búningsklefanum. Fyrir framan þau stóðu há glös
með kældum drykkjum, en svipurinn á Jim lýsti því helzt,
að í þeim væru andstyggilegar sýrur. „Líttu nú á,“ sagði
hann. „Þeir sitja beinlínis um hana.“
Gloría kom nú út, óviðjafnanlega hressileg og fögur í kjól
úr hvítu organdí. Hún kastaði brosandi kveðju á aðdáenda-
hópinn, og sér til furðu heyrði Jim hana segja: „Hér hefur
verið svo skemmtilegt! Sælir! Sælir!“
„Hún snýr bara við þeim baki,“ hvíslaði hann í uppnámi.
Þegar hún kom upp á hjallann, þaut hann á fætur.
„Gloría!“ En hún gekk framhjá honum og til Önnu.
32 rftLKINN