Fálkinn - 15.08.1962, Page 36
LITLA SAGAN
Framhald af bls. 24.
getið notið fegurdarleyndardóms Pascale Petit
„Fersk og hrein húð er
undirstaða fegurðarinnar“
segir Pescale Petit.
hvít, bleik, blá,
græn og gul
&
Kvikmyndastjörnur á borð við Pascale Petit
nota LUX til þess að halda húðinni hreinni og
ferskri. Öðlizt jafn fallega húð og kvikmynda-
stjörnurnar! Pascale Petit segir: „Varðveitið húð-
ina á sama hátt og ég geri. Notið LUX HAND-
SÁPU reglulega.“
:iíi miMw':'.
9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu
X-LTS 925/lC-8041-5O
kostlegt, gjörsamlega ótrúlegt. Seðla-
búntin hrúguðust upp. Nú átti hann
næstum tvær milljónir franka. Ef hann
héldi svona áfram mundi hann sprengja
bankann. Umsjónarmaður borðsins
blikkaði bankastjórann. Þetta var orðið
geysi spennandi.
— Mesdames et messieurs. Spilið,
spilið og leggið ykkar til málanna,
hljómaði tilbreytingalaus rödd banka-
stjórans, og allir við borðið fylgdust
spenntir með hverri hreyfingu Herberts.
Hann yrði varkárari eftir þetta. Hann
ætlaði að fara hægar í sakirnar. Bara
að hann gæti tvöfaldað upphæðina, þá
mundi hann vera ánægður. Hann tók
skjótt ákvörðun og ýtti allri upphæð-
inni á pair.
Klukkan sló og rúllettan fór af stað.
Hvað mundi hvíta kúlan færa honum
í þetta skipti. Hann þorði ekki að
fylgja rúllettunni eftir, lokaði augunum
og beið úrslitanna.
Pair.
Fjórar milljónir franka. Herbert var
of ruglaður til þess að vita, hvað hann
ætti til bragðs að taka.
— Mesdames et messieurs. Leggið í
púkkið. Hættið einhverju.
Herbert lét fjórar milljónirnar vera í
pair. Síðan lokaði hann augunum og
beið. Hann opnaði þau fyrst aftur, þeg-
ar hann heyrði undrunaróp þeirra, sem
stóðu í kringum borðið. í annað skipti
hafði talan komið upp. Nú átti hann
átta milljónir franka. Það var svimandi
há upphæð. Gjörsamlega ótrúlegt.
Hann varð að hætta núna. Bíllinn beið,
Alice beið eftir honum. Aðeins einu
sinni enn, og svo varð hann að fara.
Mundi hann verða jafn heppinn aftur?
Hann lét peningana vera á sömu tölu.
Það fór hrollur um alla sem stóðu við
borðið. Hann varð óöruggur og á síð-
asta augnabliki flutti hann alla upp-
hæðina yfir á impair.
Rúllettan snérist, kúlan dansaði inn
í henni, og stanzaði.
Þá heyrðist hin tilbreytingalausa
rödd bankastjórans: — 22, pair.
Gjaldkerinn ýtti höllum seðlunum
yfir í kassann. Það voru aðeins átta
milljónir franka. Herbert stóð kyrr í
nokkrar sekúndur, síðan hneppti hann
að sér jakkanum, lagaði bindið og fór
fljótt út úr spilavítinu.
Menn biðu hans í bílnum, óþolin-
móðir.
— Jæja, sagði Alice, þegar hann sett-
ist í sætið við hliðina á henni, — hvern-
ig gekk? Þú tapaðir auðvitað, var það
ekki?
— Jú, sagði Herbert og kinkaði kolli,
það voru fimm frankar.
36 FÁLKINN
Willy Breinholst.