Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 12
Hún opnaði aðrar dyr til vinstri, gekk inn og varð star- sýnt á hin dökku húsgögn og hina þunglamalegu himinsæng. Þetta herbergi hafði verið heimili Erics nú í marga mán- uði, og þó fannst henni hún ekki geta fellt sig við það. Þrátt fyrir að það væri ríku- lega búið húsgögnum, var samt eitthvað lamandi við það, eitt- hvað svo framandi. Hún hristi þetta af sér. Þegar Eric kæmi heim og þau yrðu ein saman, myndi allt verða í lagi aftur. En þangað til vildi hún helzt vera hjá Molly. Hún opnaði eina töskuna s'na og tók upp gjafirnar, sem hún hafði keypt handa tvíbur- unum, meðan hún tafðist á Shannonflugvellinum. Hún gekk fram á ganginn og þar dokaði hún andartak við. Allt var mjög þögult í þessu stóra húsi. Svo heyrði hún allt í einu rödd Mollyar gegnum opnar dyr, sem vissu út að gangin- um. Hún talaði hátt og skip- andi. Norma gekk að dyrunum og leit inn. Þetta var barnaherbergi, með litlum barnahúsgögnum. Ann- að litla rúmið var autt, í hinu, sem var málað í skærum litum og var með teppi með fallegum ævintýramyndum, sat lítill drengur, bersýnilega í uppreisnarskapi, með hárið út í allar áttir. — Og nú skal ég segja þér eitt, vinur minn, sagði Molly, — nú verður þú hér þangað til pabbi þinn kemur heim ... Hún þagnaði, þegar hún sá Normu. — Hann hefur verið óþægur aftur, Karen háttaði hann, og það var alveg rétt hjá henni. Norma leit við. Ung stúlka stóð hægra megin við dyrnar. Hún gat varla verið eldri en tuttugu og tveggja til þriggja ára. Hún stóð þarna grafkyrr, með aðra höndina á öxl hins tvíburans. Heiðgulum fléttum var brugðið um höfuð hennar eins og kórónu. Hún var í ein- föidum, bláum, ermalausum kjól. Augu hennar voru eins á litinn; þau voru dökkblá, næst- um kuldaleg, og hún horfði skeytingarlaust í augu Normu, svo skeytingarlaust, að það hlaut að vera gert af yfirlögðu ráði. Það var ekkert unnt að lesa út úr þeim, sérhver til- finning var vandlega dulin, eins og hún hefði lengi beðið þessa augnabliks, eins og hún hefði æft það aftur og aftur. Norma heyrði rödd Mollyar úr fjarska — og nú var hún í cngum vafa um að hún var óeðlileg. — Má ég kynna þig fyrir Karen vin... vinkonu okkar frá Svíþjóð, sem passar tvíburana. Karen, þetta er frú Maxson. Norma stóð magnþrota, og hún hafði alveg gleymt gjöf- unum, sem hún var með í höndunum. Hún sá að stúlkan hneigði höfuðið með gullnu fléttunum hægt, en algerlega ópersónulega — þetta er ef til vill konan hans, skein út úr hreyfingunni, en___ Norma var að því komin að kasta upp. Nú vissi hún það fyrir víst. Það var þetta, sem var ástæðan fyrir vandræða- legri framkomu Mollyar. Þessi stúlka, þessi kona, sem hafði dvalizt hér í húsinu með Eric í alla þessa mánuði. Hún sagði með ró, sem hún sjálf var undrandi yfir: — Mig langar til þess að tala við þig, Molly. — Auðvitað, vina mín, sagði Molly Cavanagh. Hún sneri sér að ljóshærðu stúlkunni. — Karen, viljið þér koma upp með matinn handa Andy á bakka? Petey getur borðað í eldhúsinu eins og venjulega. — Já, frú Cavanagh. Stúlk- an tók barnið við hönd sér og gekk í áttina til dyra. — Afsakið, sagði hún. SMÁSAGA EFTIR ARTHÚR GORDON SEINNI HLUTI llann hafði ekki sncrt hana, en iiinra með lieiini var eitthvað, sem æpti á snertingu hans Þær rákust aðeins örlítið saman, en Norma fann bylgju af andúð fara gegnum sig. í fyrsta skipti fann hún neista æðisgenginnar reiði myndast hið innra með sér og þróast í bál. Hún sá stúlkuna ganga eftir ganginum og tók eftir hverju smáatriði í útliti henn, ar, hinum löngu þokkafullu fótum, beinu baki, grönnum hálsi. Hún fann, hvernig reiði- bálið hið innra með henni magnaðist enn. — Við skulum koma inn í svefnherbergið mitt, sagði Molly blíðlega. — Þar er ró. Hún veit það, hugsaði Norma, og um leið beindist hluti af reiði hennar gegn Molly. Hún veit það, og samt hefur hún ekki gert neitt. — Hérna er það, sagði Molly og opnaði dyr. Hún lét Normu ganga á undan inn í hið ljós- málaða herbergi. — Þetta her- bergi höfum við sjálf standsett. Ég keypti málninguna, og Pete málaði það einu sinni, þegar hann átti frí. Það var reglu- lega gaman. Við .. . — Molly, greip Norma fram í fyrir henni. — Hvers vegna hefurðu ekki sagt mér það? Láttu ekki eins og þú vitir ekki hvað ég á við! Auðséð var á hinu opinskáa andliti Mollyar, hvernig henni leið. — Ó, Norma, sagði hún, loks, — hvað átti ég að gera? — Gera? Normu fannst eins og hún skyrpti orðunum út úr sér. — Gera? Þú hefðir getað rekið þessa stelpu, þessa sænsku gæru, út á götuna! — Hún er engin gæra, sagði Molly hægt. — Ég segi það ekki til þess að verja gerðir hennar. En hún er engin gæra. Það geturðu séð strax í augum hennar. Hún er heldur engin þjónustustúlka. Hún er vel alin upp, greind — hún kom til okkar til þess að læra ensku, það er allt og sumt. Setjum svo, að ég hefði rekið hana út á götuna, heldur þú, að það hefði eitthvað þýtt? Vertu nú ekki heimsk, Norma. Þá hefði Eric bara hitt hana á einhverj- um öðrum stað. Ó, guð minn góður! Hún renndi fingrunum gegnum stutta brúna hárið. — Ég hugsaði um þetta, þangað til ég var að verða vitlaus. Ég tók þá ákvörðun, að það væri bezt að blanda sér ekki í þetta. Ef Eric fengi að sjá hana, eins oft og hann vildi, hélt ég að skynsemin næði yfirtökunum. — En hvers vegna hefur þú ekki sagt mér það? Norma kreppti hnefana, svo neglurnar rákust inn í lófana. — Hvers vegna hefurðu ekki sagt mér það? Molly yppti öxlum, hjálpar- vana. — Þar til fyrir nokkrum vikum, var ég ekki viss um að það væri frá nokkru að segja. Ó, Norma, hefðir þú bara komið dálítið fyrr! Ég var alltaf að skrifa þér, það veiztu! Ég vissi að það væri hvorki gott fyrir þig né Eric, að þið ættuð heima sitt hvorum megin við Atlantshafið. En þú vildir ekld fórna þessari asnalegu vinnu, og nú... FALK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.