Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 36
□TTD DG BRÚÐLJR SÆKDNUNGSINS Án þess að líta i kringum sig fór Ari með litla hópinn sinn út úr hliðinu og hélt eftir mjóum vegi sem lá eftir ströndinni... beinasta leið til Arnarkastala. Enginn saknaði Ottós. Meðan voru Áki og menn hans lamaðir af undrun. Hann gat ekki skilið, hvers vegna gestir hans sáu sig knúða til að fara í svo miklum flýti. Kannski höfðu heir haft veður af samningum hans við Fáfni? Að minnsta kosti átti aðeins að halda Ottó og Karen eftir í höllinni samkvæmt Skipunum Fáfnis. Stúlkan hafði ekki verið með þeim, sem fóru, eða það hélt hann, svo var dulbúningi hennar fyrir að þakka og Ottó stóð hjálparvana nokkra metra'frá og gat ekki stigið á bak hesti sínum. „Haldið honum,“ hrópaði Áki. „Hann má ekki komast frá kastalanum." Nokkrir hermenn umkringdu Ottó, sem sleppti beizlinu, dró sverð sitt úr sliðrum og sneri baki í vegginn. Hann gat enn notað hægri handlegginn og hann ætlaði sér að nota hann til hins ítrasta, þann stutta tíma sem hann ætti eftir ólifað. Hann gerði sér engar gyllivonir um örlög sin. Þetta var endir- inn. Samt sem áður ætlaði hann að veita mótspyrnu, svo lengi sem nokkur blóðdropi væri eftir í líkama hans. „Karen er heil á húfi," tautaði hann með ánægju um leið og hann snerist til varnar fyrstu árásinnL Fáfnir nálgaðist skógarjaðarinn með varúð af þvi að hann vildi ekki láta hina taugaóstyrku Norðmenn skjóta sig. Hann kallaði: „Sigurður, þetta er Fáfnir, sem vill tala við þig.“ Skrjáfið í laufinu sagði honum, að til hans hefði heyrzt. Nokkr- um augnablikum siðar stóð hann augliti til auglitis við Sigurð Víking I búðum hans nálægt ströndinni. „Hvað viltu?“ þrum- aði Sigurður. „Ég bölva þeim degi, þegar ég kynntist þér. Ef ég hefði ekki trúað lygum þínum, væri ég skipslaus...“ „Hvers vegna að vera að hugsa um skip?“ svar- aði Fáfnir, „þegar þú átt kastala" Fáfnir skýrði frá því í flýti, hvernig hann hefði leikið á Áka og hverjar voru ráunveru- legar fyrirætlanir hans. „Það er gott,“ urraði Sigurður að lokum. „Við munum sjá hvort þetta er sannleikurinn. Þú ferð fyrstur. Ef þetta er giídra, þá skalt þú gjalda fyrir sviksemina með lífi bínu." Þegar Ari og menn hans voru í nokkurri fjarlægð frá hæðinni skipaði hann mönnum sínum að nema staðar. „Þetta gengur ailt eins og í sögu. Við erum ekki elt,“ kallaði hann glaðlega til Karenar. „En hvar í ósköpunum er þessi frændi rninn." Það kom í ljós, að Ottó var ekki með hópnum. Ari vildi strax snúa til kastalans, en Danni greip fram í. „Herra Ottó hefur falið þér vernd stúlkunnar," minnti hann gamla striðsmanninn á. Það var ákveðið, að Darini skyldi snúa aftur við fjórða mann og að Ari fylgdi Karen. Þegar Danni hafði valið sér boga og nokkrar örvar úr vopnabúri Ara, lagði hann og menn hans af stað. Bara að Ottó sé enn á lífi, hugsaði hann. Jú, Ottó var á lífi... en hversu lengi gæti hann varizt? „Sjáið um, að hann komist ekki burt, skipaði Áki um leið og hann benti mönnum sinum að hætta við árásina. Hann gægðist út um hliðið. „Ég læt Fáfni gera út af við hann,“ tautaði hann. „Hann ætti að koma hingað á hverri stundu.“ 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.