Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 43

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 43
Skyndihappdrætti Vinningar eru þrír, hver öðrum glæsilegri, samtals að verð- mæti mörg hundruð þúsund krónur. Þó kostar miðinn að- eins 25 krónur. Fyrst skal telja Opel Uecord 1964, sem talinn er einhver allra fallegasti og imi leið vandaðasti bíll, sem nú er fáanlegur. Allar uppl. um Opelinn veitir véladeild SÍS. Sími 17080. Þá er Willysjeppinn með húsi, sætum og miðstöð. Án efa er Willysinn fullkomnasti bíll sinnar tegundar, sem framleidd- ur liefur verið. Hami er hentugur heimilisbill i sveitinni og Framséknarflokksins traustur ferðabíll, hvort sem farið er um vegi eða vegleysu. Upplýsingar u.m Willysinn veitir Egill Vilhjálmsson li.f. sími 22240. Þriðji vinningurinn er svo mótorhjól eftir eigin vali og þarf vart að efa áhuga allra stráka á slikum hlut. Aðalskrifstofa happdrættisins er í Tjarnargötu 26 sími 15564. Dregið verður í happdrættinu hinn 23 desember næstkomandi. Verða báðir vinningsbílarnir til sýnis þar til dregið verður, á lóðinni Austurstræti 1. KAUPIÐ ÓDÝBAN MIÐA — EIGNIST VANDAÐAN BÍL. Tyrkjaránið hafði komið. Og nú færðist móður í suma, jafnvel þá, er áður höfðu verið á báðum átt- um: Hér bauðst tækifæri til þess að þjarma að víkingunum, svo að um munaði, á meðan skip þeirra sat fast á grynn- ingum. En Holgeir Rósenkrans bannaði mönnum sínum að hafast að. Hugsazt gat, að reyf- ararnir létu sér strandið að kenningu verða, ef landsmenn egndu þá ekki til bardaga með fallbyssum sínum. Flotaforing- inn hafði talað, skipunum hans bar að hlýða. Og dauðhræddur æðarfuglinn, sem tvístrazt hafði út um allan sjó, gat aftur leitað stöðva sinna. Hafgoluna, sem strýkur flóann og kembir nesin hvern blíðan sumardag, hafði lægt. Sólin var að ganga til náða við Ljósu- fjöll og vildi ekki skína lengur, Snæfellsnes horfið í eimyrju. Skerjafjörður hvíldi ládauður í lognværðinni, orðinn að bráðnu gulli, sem engir ræn- ingjar gátu höndlað, hvort heldur þeir klæddust austur- lenzkum skikkjum eða skrýdd- ust hirðbúningum. Víkingarnir voru fegnir logn- inu, og þeir hrósuðu happi yfir því, að skothríðinni skyldi linna. Þeim reið lífið á að ná skipi sínu af grunni og væntu þess, að það flyti um flóðið. Og nú færðist Jónsmessunóttin yfir — kynngimögnuðust allra sumarnátta á íslandi. Döggin hnappaðist á ungu grasi, en þessa nótt hirti enginn sjúkur maður um að baðast henni. Hvergi var að því hugað, hvort uppi flytu náttúrusteinar, og enginn leitaði máttugra jurta, áður fugl flygi í Kumlamýri eða Garðahrauni En það var vakað, bæði í landi og á skip- um úti. Og þetta varð löng nótt, og geigurinn gerði sér lít- inn mannamun. Hann gróf jafnt um sig í brjósti hirð- stjórans, þar sem aðalsblóðið józka dunaði með þungum slög- um, og margbarins kóngsþræls- ins af aumustu hjáleigunni, og hann fór ekki heldur að þvi, hvort barmurinn var musteri Krists og þrenningarinnar eða þar sló hjarta, er setti von sína á Allah og spámanninn. Ræningjaskipið losnaði ekki af grynningunum með flóðinu, og þá var ekki annað til ráða en létta það. En það var ekki árennilegt, rétt framan við fallbyssurnar á Seylunni og í skansinum. Snemma á Jóns- messumorgun voru bandingj- arnir, sem hírzt höfðu í lest hins strandaða skips og vissu ekki hverju fram fór, leystir úr viðjum og leiddir upp á þilj- ur, þrír í senn. Þar voru hendur þeirra bundnar á bak aftur með mjóu lóðarfæri um bera únliði. Bjuggust flestir við því, að nú ætti að varpa þeim í sjóinn. En það var þó annað, sem víking- arnir höfðu í huga — fangi var of verðmætur á sölutorgi til þess að drekkja honum meðan ekki voru öll sund lokuð. Þeir skutu út báti, bundu kaðla utan um fangana og létu þá síga niður í hann. Síðan voru þeir fluttir að kaupfarinu, dregnir þar upp og böndin skorin af þeim, reknir niður í lest og hnepptir í fjötra á ný. Þegar víkingarnir höfðu þetta starfað, tóku þeir að flytja þungavöru úr hinu strandaða skipi sínu yfir á kaupfarið. Sumu fleygðu þeir þó í sjóinn, einkum mjöltunn- um og ölámum. Að lokum rifu þeir upp kjölfestuna, og flot- aðist þá skipið loks af grynn- ingunum, þar sem það hafði staðið fast í hálfan annan sólarhring. Víkingarnir drógu andann léttar. Þeir færðu bæði skipin utar, þar sem þeir voru óhult- ir, þótt landsmenn hæfu skot- hríð að nýju, og fluttu síðan fólk og varning á milli þeirra í annað sinn, eftir því sem henta þótti. Allan þennan tíma beið liðs- safnaðurinn í landi og á skip- um á Seylunni og haíðist ekki að. Sumum aðkomumönnunum íslenzku þótti bágt að horfa á víkingana í skotfæri á vazli milli skipa sinna, án þess að reynt væri að vinna þeim grand og frelsa fólkið, er þeir höfðu hertekið, ekki sízt Jóni Indíafara. En svo varð að vera sem hirðstjóri vildi: Hér skyldi ekki hætt á neinar glettingar. Fannst það á, þótt ekki kæm- ist í hámæli fyrr en eftir á, að mörgum þótti Holgeiri Rósen- krans hafa farizt lítilmann- lega. En það er af víkingunum að segja, að þeir sigldu báðum skipum sínum óáreittir með ránsfeng allan og fanga út úr Skerjafirði mánudaginn 25. júní og skutu um leið einu fallbyssuskoti á land upp á Seltjarnarnesi, svo sem I kveðjuskyni. IVIeð PQ-17 Framhald af bls. 23. móti þeim skipalestum, sem kynnu að leggja leið sína fyrir norðan Noreg. í byrjun júní þetta ár fóru kaupskipin og fylgdarskipin að tínast í Hvalfjöi’ð. Þetta ár voru tvennar alþingiskosning- ar hér á landi og menn voru orðnir vanir mikilli umferð skipa og því óvíst að þeir hafi veitt þessum skipum neina sér- staka athygli. Þeir hafa án efa verið á kafi í stjórnmálunum, eins og fyrri daginn. Það mun hafa verið 27. júní, sem þessi skipalest lagði upp úr Hvalfirði, og kaupskipin, sem tóku þátt í henni, voru milli þrjátíu og fjörutíu. Mikill viðbúnaður var til að verja þessa skipalest. Úr Hval- firði fóru með henni sex tund- urspillar, tveir kafbátar og ellefu minni fylgdarskip, auk vopnaðra togara og tundur- duflaslæðara. Þá haíði verið safnað saman á Seyðisfirði mikilli flotadeild, sem hélt norður fyrir land, til móts við skipalestina. Voru í þessum flota beitiskipin Norfolk, Wichita og Tuscaloosa auk níu tundurspilla. Auk þessa flota var öðrum stefnt frá Orkneyjum. Þar í voru orr- ustuskipin Duke of York, Washington og flugvélamóður- skipið Victorious auk beiti- skipa og tundurspilla. Mun þessum Orkneyjarflota hafa verið ætlað það hlutverk sér- staklega að leggja til atlögu við orrustuskip Þjóðverja, sem staðsett voru í Noregi, ef þau létu á sér bera. Munu vernd- arskipin með þessari skipalest hafa verið nokkuð fleiri en skipin, sem þau áttu að verja, enda ekki eftir svo litlu að sækjast, þar sem lestin flutti um 180 þúsund smálestir af hergögnum. Og um þessa skipalest var háð mikil orrusta, sem stóð næstu þrjár vikurnar. Af þeim rúmlega þrjátíu skipum sem lögðu upp úr Hvalfirði þennan júnídag 1942, munu aðeins rúmlega tíu hafa kom- izt heilu og höldnu til Norður- Rússlands, og það eftir mikla hrakninga. Af hinum 180 þús. smálestum sem flytja átti, munu hafa farið í hafið um 130 þúsund lestir.. Með þessari sögufrægu skipa- lest sigldu nokkrir íslendingar og í næsta blaði munum við hafa tal af einum þeirra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.