Fálkinn


Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 25.11.1963, Blaðsíða 21
KAN í SVANABÍLNUM Sveinn Sæmundsson ræðir við Huldu Gunnarsdóttur •ir og erfitt að fá nokkuð að gera. Ég fékk vinnu í forföllum annarar í Smjörlíkisgerðinni Svan. Svo einu sinni kallaði Hólmjárn forstjóri á mig og sagðist vera að fá lítinn sendi- .bíl til þess að aka út vörum. Hvort ég vildi gerast bílstjóri? Þú getur imyndað þér að maður var spenntur fyrir svona tilboði. Ég sveif frekar en gekk næstu daga og nú var að drífa sig að taka prófið. Ég var ekki nógu gömul til þess að aka bíl og sótti um undanþágu. Svo varð ég Hka að fá æfingu í bæjarakstri og fékk nokkra tíma hjá Sigurði Sigurðssyni, sem síðar var kaupmaður í Þorsteinsbúð. Ég man allt sem viðkom prófinu, sem ég tók 31. október 1931. Prófdómarinn var Zophonías Baldursson. Við Sigurður komum til hans og hann spurði hvar maðurinn væri sem ætti að prófa. „Það er stúlkan þarna,“ sagði Sigurður; „Það þarf ekki að prófa hana,“ sagði Zop- honías. „Hún er sama sem fædd í bíl.“ Samt ókum við um bæinn upp að Tungu og þar var bakkað. Svo fékk ég skírtein- ið og byrjaði að keyra Svana-bílinn daginn eftir. — Þá var mikil samkeppni milli smjörlíkisgerðanna. Þær höfðu allar bíla og bílstjóra sem óku í verzlanirnar og buðu framleiðsluna. Samt urðum við öll sæmilegir kunningjar því stundum kom fyrir að við hittumst í einhverri verzlun- inni, einkanlega þegar veður var slæmt. Þar var Einar í Ljóma, sem lengi var líka dyravörður í Nýja Bíó, Guðmundur í Smára og maður frá Ásgarði, sem ég man ekki lengur hvað hét. Og svo ók maður allt hvað af tók milli verzlananna og spurði hvort ekki vantaði Svana-smjörlíki? Eða kaffi, eða þá efnagerðarvörur? Svanavörur væru jú beztar eins og þeir sjálfsagt vissu! Við vorum tvö sem ókum út Svanavörum og mitt hverfi var Hverfisgata, Laugavegur, Grettisgata, Njáls- gata og Þingholtin niður að Tjörn. Maður var alltaf að flýta sér og naut þess að vera dugleg- ur og leggja að sér; sýna að maður væri traustsins verður, en þetta var erfitt. Ég var venjulega búin að fara í allar búðirnar á mínu svæði klukkan 2. Þá var farið í annað, t. d. með bílfarm af kössum í Akranesbátinn, eða suður í Hafna - fjörð með viðkomu á Vífilsstöðum og á Kópavogshæli. Það var erfiðast að eiga við stóru kassana því fólkið á stöðunum var því vant að bílstjórinn bæri þá alla leið inn í geymslu og það gerði ég auðvitað líka. Tvisvar í viku fór ég fyrir Tóbakseinkasöluna suður í Hafnarfjörð, því hún átti þá engan bíl. Svo á kvöldin hirti ég bílinn, þvoði, bónaði og meira rð segja smurði og skipti um olíu. Við áttum þá heima á Skóla- vörðustíg 44 og ég var vön að fara með hann yfir eitthve t niðurfallið þarna á Skólavörðustígnum til þess að láta olíura renna af honum. Ég var með alveg óskaplega bíladeJ’ i og hafði gaman af þessu. Svo skipti maður auðvitað um dek' -, en ég bætti ekki slöngurnar sjálf. — Upplit á fólkinu? Jú þú mátt trúa því að það var upp! t á því þegar maður var allt í einú orðinn atvinnubílstjór . Einu sinni þegar ég var að koma með fullfermi af smjörlí i í Akranesbátinn, kom til mín kona sem var að fara með bát - um og sagði; Komdu sæl góða mín. Svo þú ert þá litla stú1 - an á Svana-bílnum.“ Strákarnir jafnaldrar manns létu held’ ekki á sér standa að gera at í manni og stundum á kvölr1 i þegar maður var kominn í sínu bezta pússi að spásséra nið r á „rúntinn" þá sögðu þeir: Nú, þarna kemur þá Svanurir í Framhald á bls. 31. Ólafsdalur, sumarbústaður Huldu uppi í Lækjarbotnum, ’ NBÍHUGL

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.